Örygg­is­verð­ir hjálp­uðu inn­brots­mönn­um og sofn­uðu á vakt­inni

Fréttablaðið - - FRÉTTIR - FRÉTTA­BLAЭIÐ/EYÞÓR

Tveir starfs­menn Örygg­is­mið­stöðv­ar­inn­ar koma tölu­vert við sögu í inn­brot­inu í gagna­ver Ad­vania í Reykja­nes­bæ en í ljós hef­ur kom­ið að nokk­ur brest­ur virð­ist hafa ver­ið á ör­ygg­is­gæslu við þau gagna­ver sem brot­ist var inn í.

Ákærði ör­ygg­is­vörð­ur­inn

Ív­ar Gylfa­son er ákærð­ur fyr­ir að hafa að­stoð­að inn­brots­menn með því að veita upp­lýs­ing­ar um ör­ygg­is­gæslu við gagna­ver­ið, hafa lát­ið í té ör­yggis­kóða til að kom­ast inn sem og fatn­að merkt­an Örygg­is­mið­stöð­inni.

Sindri bar á mánu­dag­inn að Ív­ar hefði haft sam­band við sig að fyrra bragði til að láta hann hafa teikn­ingu af gagna­ver­inu. Sindri Þór sagð­ist telja að mað­ur­inn sem fékk hann til verks­ins hefði átt í sam­skipt­um við ör­ygg­is­vörð­inn. Mál­ið hef­ur ver­ið erfitt fyr­ir Örygg­is­mið­stöð­ina.

Matth­ías Jón seg­ist hafa feng­ið ör­yggis­kóða frá Ívari og jakka merkt­an Örygg­is­mið­stöð­inni sem hann klædd­ist þeg­ar brot­ið var fram­ið.

Ív­ar neit­aði hins veg­ar að hafa lát­ið þá hafa fyrr­greind­ar upp­lýs­ing­ar og fatn­að og seg­ist aldrei hafa séð Matth­ías Jón fyrr en við aðal­með­ferð máls­ins.

Hann sagð­ist hafa ver­ið beð­inn að veita upp­lýs­ing­ar gegn greiðslu. Hann hefði harð­neit­að en þá hefði hon­um og fjöl­skyldu hans ver­ið hót­að lík­ams­meið­ing­um. Ákæru­vald­ið tel­ur frá­sagn­ir Ívars af mála­vöxt­um ekki trú­verð­ug­ar og krefst þess að hann fái tveggja ára óskil­orðs­bund­inn dóm.

Sá sem sofn­aði á sóf­an­um

Hinn ör­ygg­is­vörð­ur­inn var á vakt nótt­ina sem brot­ist var inn í gagna-

Ég fór heim á kló­sett­ið og lagð­ist upp í sófa og ætl­aði að hringja í yf­ir­mann minn og láta vita en datt bara út. Ör­ygg­is­vörð­ur sem var á vakt nótt­ina sem brot­ist var inn í gagna­ver Ad­vania

ver­ið. Hann fór veik­ur heim eft­ir eft­ir­lits­ferð að gagna­ver­inu klukk­an tíu um kvöld­ið. Hann er ekki ákærð­ur í mál­inu og gaf skýrslu sem vitni við að­al­með­ferð­ina. Hann sagði að sam­kvæmt verklags­regl­um ætti að fara fjór­ar eft­ir­lits­ferð­ir í gagna­ver­ið á nóttu. Ekki voru hins veg­ar farn­ar fleiri ferð­ir þessa nótt en þá sem hann fór klukk­an tíu um­rætt kvöld. „Ég fór heim og á kló­sett­ið, og lagð­ist upp í sófa og ætl­aði að hringja í yf­ir­mann minn og láta vita en datt bara út. Vakn­aði svo um hálf sjö og fatt­aði þá að ég hefði sofn­að. Það voru eng­in út­köll um nótt­ina bara þess­ar vakt­ferð­ir sem ég hafði ekki mætt í.“

Ör­ygg­is­vörð­ur­inn sagð­ist að­spurð­ur hafa orð­ið var við manna­ferð­ir fyr­ir ut­an heim­ili sitt vik­urn­ar fyr­ir inn­brot­ið. Hund­ur­inn hans hefði urr­að við glugga í stof­unni á næt­urn­ar og í einu til­viki hefði svala­hurð ver­ið op­in upp á gátt eins og ein­hver hefði geng­ið að hús­inu og opn­að þær en horf­ið frá þeg­ar hund­ur­inn fór að urra.

Hann var spurð­ur hvort sér­stakt verklag væri hjá fyr­ir­tæk­inu sem væri virkj­að ef ut­an­að­kom­andi að­il­ar föl­uð­ust eft­ir upp­lýs­ing­um hjá þeim eða ef haft væri í hót­un­um við þá. Ör­ygg­is­vörð­ur­inn kann­að­ist ekki við það.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.