Dí­sætt skað­ræði

Fréttablaðið - - SKOÐUN - Krist­ín Þor­steins­dótt­ir krist­[email protected]­bla­did.is

Hann er sæt­ur en vissu­lega skað­leg­ur heilsu­fari fólks. Hann er sagð­ur vera meira ávana­bind­andi en ann­að hættu­leg­asta fíkni­efni heims, kókaín. Á þessa leið hófst um­fjöll­un Frétta­blaðs­ins í vik­unni um syk­ur. Fram kom að rann­sókn­ir hafa sýnt að syk­ur virkj­ar sömu heila­stöðv­ar og kókaín ger­ir. Sömu rann­sókn­ir benda til að neysla syk­urs sé ávana­bind­andi og að hún geti vald­ið til dæm­is hjarta­sjúk­dóm­um, syk­ur­sýki og sams kon­ar áhrif­um á lifr­ina og óhóf­leg áfeng­isneysla.

Ís­lend­ing­ar eru með­al feit­ustu þjóða. Við­bú­ið er að senn komi að skulda­dög­um. Upp­gjör­ið snert­ir ekki ein­ung­is þá sem glíma við auka­kíló­in og sjúk­dóm­ana, sem tengj­ast óhóf­inu, og þeirra fólk. Heil­brigðis­kerf­ið er rek­ið fyr­ir skatt­fé. Þetta snert­ir alla.

Með­al­jón­inn í okk­ar heims­hluta brenn­ir um það bil fimmt­ungi þeirra hita­ein­inga sem afi hans og amma gerðu í dag­legu amstri. Rækt­in, fjall­göng­ur, úti­hlaup og hreyf­ing til heilsu­bót­ar er ekki tal­ið með. Og þar spil­ar mataræð­ið lang­stærsta rullu og svo hreyf­ing­in.

Í ný­legri skýrslu bresku Barna­lækna­sam­tak­anna kem­ur fram að átta­tíu pró­sent of­feitra barna á grunn­skóla­aldri glíma við offitu fyr­ir lífs­tíð. Og lík­ur eru á að ævi of­feitra barna verði ára­tug styttri en jafn­aldra þeirra, sem ekki glíma við offitu.

Síð­ustu ævi­ár­in eru þessu fólki oft erf­ið. Mik­il þyngd dreg­ur úr getu fólks til að hreyfa sig, stunda úti­vist og hollt líferni. Það kem­ur í bak­ið á fólki. Við verð­um ber­skjöld­uð fyr­ir kvill­um, sem fylgja kyrr­setu. Þyngd­in veld­ur álagi á lík­amann, sem fer illa með stoð­kerf­ið. Þannig skerð­ast lífs­gæð­in.

Upp úr 1980 fór af stað mik­il her­ferð gegn fitu. Þeg­ar fit­an fór út af mat­seðl­in­um kom við­bætt­ur syk­ur í stað­inn. Meira fór að bera á unn­inni mat­vöru. Því sem nátt­úr­an býð­ur var skipt út fyr­ir mat­vöru sem mað­ur­inn sjálf­ur hafði fund­ið upp og átt við. Sykri var lævís­lega bætt í mat­vör­ur eins og mjólkur­af­urð­ir, sem oft inni­halda meiri syk­ur en súkkulaði. Eru svo seld­ar sem heil­næm­ar af­urð­ir. Þannig er kom­ið í bak­ið á granda­lausu fólki.

Varla þarf að leita lengi á Íslandi til að sjá að mat­ar­venj­um okk­ar er stór­lega ábóta­vant. Við hring­veg­inn eru sykr­að­ir gos­drykk­ir, unn­ar kjötvör­ur og sæl­gæti meira áber­andi en ein­fald­ur, holl­ur mat­ur. Ekki bara hér á landi. Alls stað­ar mæta okk­ur stæð­urn­ar af snakki, sæl­gæti og hvers kyns óholl­ustu.

En hvað er til ráða? Í um­ræddri um­fjöll­un var við­tal við Teit Guð­munds­son lækni. Hann benti á að ekki er ljóst hversu mik­ið magn hver og einn má inn­byrða af sykri, svo ekki hljót­ist skaði af. Gát­an sú sé óleyst, en það að draga úr syk­ur­neyslu al­mennt bæti heilsu­far. Við þurf­um að sam­ein­ast um að feta ein­stig­ið milli hóf­semi í mat og drykk og hollr­ar hreyf­ing­ar.

Hann er sagð­ur vera meira ávana­bind­andi en ann­að hættu­leg­asta fíkni­efni heims, kókaín.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.