List­in að missa bolta

Fréttablaðið - - SKOÐUN SKOÐUN -

Um síð­ustu helgi gekk ég um heim­ili mitt og gerði út­tekt á ástand­inu. Á eld­hús­borð­inu súrn­aði mjólk í morg­un­verð­ar­skál­um; inni á baði flæddi óhreint tau upp úr þvotta­körf­unni eins og seig­fljót­andi kvika sem ógn­aði nær­liggj­andi vist­ar­ver­um; barna­her­berg­ið var ham­fara­svæði þar sem aur­skriða af dóti hafði strá­fellt heilt Bar­bie-dúkku­þorp; þótt að­eins ör­fá­ar vik­ur væru til jóla voru eng­ar gjaf­ir komn­ar í hús, eng­ar sort­ir bak­að­ar, eng­ir skáp­ar sótt­hreins­að­ir. Hvert plan dags­ins yrði lá í aug­um uppi: Ég og Net­flix, uppi í sófa – kannski smá Face­book á sím­an­um – á með­an tveggja ára son­ur­inn tæki lúr og fimm ára dótt­ir­in léki sér með iPadd­inn.

Face­book kippti mér hins veg­ar óþyrmi­lega aft­ur í land hinna full­orðnu. Á Face­book sá ég mynd af fal­lega skreyttu jóla­tré. Við tréð stóð skæl­bros­andi stúlka sem hélt á diski full­um af pip­ar­kök­um. Þetta var dótt­ir vin­konu minn­ar og bekkjar­syst­ir dótt­ur minn­ar.

Ég vissi að ég yrði að gera eitt­hvað í þessu. Ég lagði frá mér sjón­varps­fjar­stýr­ing­una, setti Face­book í vas­ann, stóð upp úr sóf­an­um og hróp­aði: „All­ir í föt. Við er­um að fara út að kaupa jóla­tré.“

Dótt­ir­in sperrt­ist við. „En þú sagð­ir að ég mætti leika með iPadd­inn.“

„Ekki núna. Við ætl­um að eiga huggu­lega fjöl­skyld­u­stund hvort sem ykk­ur lík­ar bet­ur eða verr.“

Gervi­grát­ur­inn óm­aði eins og hljóðút­gáf­an af pó­lýester. „En þú sagð­ir ...“

„Hættu þessu væli. Þetta verð­ur frá­bært. Ég sá það á Face­book.“

Við höfð­um aldrei ver­ið með jóla­tré áð­ur hér í London og fund­um loks hverf­is­versl­un sem seldi jóla­skraut. Um leið og við stig­um yf­ir þrösk­uld­inn greip hringrás lífs­ins í taum­ana. „Ég þarf að kúka,“sagði dótt­ir­in. Eft­ir leið­ang­ur á illa lykt­andi al­menn­ingskló­sett sner­um við aft­ur í búð­ina. „Bolti,“hróp­aði tveggja ára son­ur minn, teygði sig eft­ir jóla­kúlu og gerði sig lík­leg­an til að dúndra henni í syst­ur sína. „Nei!“hróp­aði ég og hrifs­aði af hon­um kúl­una. „Kom­um í elt­inga­leik,“sagði dótt­ir­in og tók á sprett. Son­ur­inn renndi fingr­un­um eft­ir kúl­um sem héngu í glamp­andi röð­um á veggj­un­um og þaut á eft­ir henni. „Stopp!“Gló­andi rauð­ar kúl­ur féllu til jarð­ar eins og brenn­andi snjó­korn í hel­víti – sjálf­sköp­uðu hel­víti. Ég skreið um gólf­ið, týndi upp kúl­urn­ar sem skopp­uðu um öll gólf og reyndi að brosa fram­an í af­greiðslu­kon­una er ég fram­reiddi heima­bak­aða af­sök­un – það eina sem ég mun baka um jól­in – syn­in­um til handa: „Hann er ekki bú­inn að taka lúr­inn sinn, grey­ið.“Draum­ur­inn um stíl­hreint tré í skandi­nav­ísk­um stíl fór fyr­ir lít­ið þeg­ar ég henti í óða­g­oti ósam­stæð­um jóla­kúl­um í körfu, borg­aði og smal­aði óstýri­látri hers­ing­unni út.

Við náð­um í blóma­búð­ina rétt fyr­ir lok­un. „Trén eru bú­in í dag. Það koma fleiri á morg­un.“

Mér féllust hend­ur. Þetta líkt­ist ekk­ert því sem ég sá á Face­book.

Á mánu­dags­morg­un hitti ég vin­konu mína og dótt­ur henn­ar á skóla­lóð­inni. „Ég sá að þið átt­uð huggu­lega helgi.“

Vin­kon­an rang­hvolfdi aug­un­um. „Suma daga vildi ég að ég yrði fyr­ir strætó bara svo að ég fengi smá hvíld frá öllu sem þarf að gera.“

Besta jóla­gjöf­in

Sam­tím­inn er háð­ur ann­ríki. Ann­ríki er keppni, ann­ríki er mæli­kvarði á mik­il­vægi okk­ar, ann­ríki er til­gang­ur okk­ar á þess­ari jörðu. Við ber­um ann­ríki okk­ar með stolti eins og fálka­orðu í barmi.

En ann­ríki er líka plága, ann­ríki er smit­andi, ann­ríki er far­ald­ur.

Geng­inn er í garð sá árs­tími er ann­rík­ið nær há­marki. Þeg­ar rétt rúm­ar tvær vik­ur eru til jóla er gott að rifja upp list­ina að missa bolta.

Að horf­ast í augu við stað­reynd­ir er und­ar­lega vald­efl­andi: Við get­um ekki gert allt. Hvernig væri að sleppa sumu? Jafn­vel mörgu?

Besta jóla­gjöf­in sem við get­um gef­ið sjálf­um okk­ur er að missa nokkra af þeim fjöl­mörgu bolt­um – eða jóla­kúl­um í ljósi árs­tím­ans – sem við berj­umst við að halda á lofti. Eins og son­ur minn sann­aði þeg­ar hann sneri jóla­búð hverf­is­ins á hvolf eru af­leið­ing­arn­ar eng­ar – ekki ein ein­asta kúla brotn­aði.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.