Tveir ung­ir Skaga­menn til Norr­köp­ing

Fréttablaðið - - SPORT - – hó

Oli­ver Stef­áns­son og Ísak Berg­mann.

Skaga­menn­irn­ir Ísak Berg­mann Jó­hann­es­son og Oli­ver Stef­áns­son hafa geng­ið til liðs við sænska lið­ið Norr­köp­ing frá ÍA. Ísak Berg­mann er 15 ára gam­all, en hann spil­aði einn leik fyr­ir meist­ara­flokk ÍA í In­kasso-deild­inni í sum­ar. Hann hef­ur leik­ið sjö leiki með U-17 ára lands­liði Ís­lands og skor­að í þeim leikj­um sjö mörk og sjö leiki með U-16 ára lands­lið­inu þar sem hann skor­aði tvö mörk.

Oli­ver sem er 16 ára gam­all hef­ur sömu­leið­is spil­að einn leik með meist­ara­flokki ÍA, en það gerði hann í In­kasso-deild­inni í sum­ar. Hann á að baki einn leik með U-18 ára lands­liði Ís­lands, sjö leiki með U-17 ára lands­lið­inu þar sem hann skor­aði eitt mark og þrjá leiki með U-16 ára lands­lið­inu.

Ísak Berg­mann og Oli­ver eru að fylgja í fót­spor Arn­órs Sig­urðs­son­ar sem gekk ung­ur til liðs við Norr­köp­ing og fór svo til CSKA Moskvu fyrr á þessu ári. Guð­mund­ur Þór­ar­ins­son og Al­fons Samp­sted eru svo á mála hjá sænska lið­inu. Þá léku Skaga­menn­irn­ir Garð­ar Gunn­laugs­son Þórð­ur og og Stefán Þórð­ar­syn­ir með Norr­köp­ing. Einnig hafa Arn­ór Ingvi Trausta­son, Jón Guðni Fjólu­son, Gunn­ar Heið­ar Þor­valds­son, Birk­ir Krist­ins­son, Guð­mund­ur Við­ar Mete og Gunn­ar Þór Gunn­ars­son leik­ið með sænska lið­inu.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.