Grét­ar Rafn ráð­inn til starfa hjá Evert­on

Fréttablaðið - - SPORT - NORDICPHOTOS/GETTY krist­inn­[email protected]­bla­did.is

Gunn­ar Nel­son snýr aft­ur inn í UFC-hring­inn í nótt þeg­ar hann mæt­ir hinum bras­il­íska Al­ex Oli­vera í Toronto. Gunn­ar hef­ur ekk­ert bar­ist í sautján mán­uði en virð­ist vera í topp­st­andi og til­bú­inn að tak­ast á við bras­il­íska kú­rek­ann. Hann kveðst vera með­vit­aðri um það ef and­stæð­ing­ar hans fara að reyna augn­pot.

Í nótt snýr Gunn­ar Nel­son aft­ur í búr­ið eft­ir 510 daga fjar­veru þar sem hann mæt­ir hinum bras­il­íska Al­ex Oli­veira. Bar­dag­inn hefst um hálf fjög­ur í nótt að ís­lensk­um tíma og fer fram í Scotia­bank-höll­inni í mið­borg Toronto. Höll­in hýs­ir einnig lið Toronto í NBA og NHL og bú­ast má við tæp­lega tutt­ugu þús­und manns.

And­stæð­ing­ur Gunn­ars í búr­inu kall­ar sig Kú­rek­ann og er í 13. sæti á styrk­leikalista UFC fyr­ir bar­dag­ann, einu sæti fyr­ir of­an Gunn­ar. Oli­veira hef­ur unn­ið sex af síð­ustu sjö bar­dög­um sín­um á síð­ustu tveim­ur ár­um og alls unn­ið nítj­án af 25 bar­dög­um á ferl­in­um. Sá bras­il­íski er með öfl­ug högg og hafa þrett­án sigr­ar af nítj­án unn­ist á rot­höggi. Alls hef­ur hann tap­að fimm bar­dög­um, þar af þrem­ur á heng­ingu (e. su­bm­issi­on) en ein­um bar­daga lauk með jafn­tefli.

Þrátt fyr­ir að sautján mán­uð­ir séu liðn­ir frá síð­asta bar­daga virt­ist Gunn­ar hinn ró­leg­asti þeg­ar Frétta­blað­ið fékk að slá á þráð­inn til hans í Toronto.

„Mér líð­ur of­boðs­lega vel, und­ir­bún­ing­ur­inn hef­ur geng­ið frá­bær­lega og ég get ekki beð­ið eft­ir því að kom­ast inn í hring­inn. Ég finn það að ég er hundrað pró­sent til­bú­inn í þetta. Ég reyni að horfa ekk­ert á hvað það er langt síð­an ég barð­ist, ég ein­blíni frek­ar á það sem þarf að gera í hringn­um,“sagði Gunn­ar.

Hann átti að berj­ast við Neil Magny í vor en þurfti að draga sig út vegna meiðsla.

„Það var af­ar svekkj­andi að þurfa að hætta við bar­dag­ann í Li­verpool vegna meiðsla en það er part­ur af þessu og eitt­hvað sem ég þurfti að tak­ast á við.“

Gunn­ar breytti und­ir­bún­ingn­um fyr­ir þenn­an bar­daga og lagði meiri áherslu á styrktaræf­ing­ar.

„Við lögð­um meiri áherslu á styrkt­ar- og út­hald­sæfing­ar og ég fékk sér­stak­an þjálf­ara, Unn­ar Helga­son, sem stýrði þeirri æf­inga- Síð­asti sig­ur Gunn­ars í UFC kom gegn hinum banda­ríska Al­an Jou­ban í mars ár­ið 2017. áætl­un. Ég æfði bara á Íslandi í að­drag­anda bar­dag­ans og und­ir hans hand­leiðslu tvisvar til þrisvar í viku og það hef­ur breytt heil­miklu,“sagði Gunn­ar sem virk­ar í topp­st­andi og finn­ur mik­inn mun í end­ur­hæf­ingu.

„Æf­inga­álag­ið jókst með þess­um nýju æf­ing­um og fitu­pró­sent­an fór ef­laust eitt­hvað að­eins nið­ur en ég

finn mest­an mun í end­ur­hæf­ing­unni. Ég gat æft meira og bet­ur og það skil­ar sér von­andi í kvöld gegn Al­ex.“

Hann seg­ist hafa skoð­að Al­ex vel í að­drag­anda bar­dag­ans

„Við höf­um skoð­að hann vel og er­um með eitt­hvað í poka­horn­inu til að nota gegn hon­um. Ég hef fylgst með hon­um frá því að hann kom í UFC og þekki það vel hvernig hann vill berj­ast,“sagði Gunn­ar um Al­ex sem barð­ist síð­ast í sept­em­ber.

Að­spurð­ur sagð­ist hann ekki telja að það væri þeim bras­il­íska í hag hve stutt er síð­an hann barð­ist síð­ast.

„Ég held ekki, nei. Ég hef áð­ur tek­ið svona lang­an tíma á milli bar­daga og það trufl­aði mig ekki.“

Þeg­ar það var bor­ið und­ir hann

hversu stór bar­dagi þetta væri fyr­ir fer­il­inn sagð­ist Gunn­ar alltaf horfa á næsta bar­daga sem þann stærsta.

„Ég lít alltaf bara á það þannig að næsti bar­dagi sé sá stærsti, sér­stak­lega þeg­ar það líð­ur svona lang­ur tími á milli, þá skipt­ir það heil­miklu máli. Sig­ur myndi opna ýms­ar dyr og það er á áætl­un, ég hugsa ekk­ert út í mögu­leik­ann að tapa.“

Í síð­asta bar­daga Gunn­ars komst Ar­g­entínu­mað­ur­inn Santiago Ponz­inibb­io upp með að pota í augu Gunn­ars. Hann seg­ist vera með­vit­aðri um hætt­una á því fyr­ir bar­daga kvölds­ins.

„Þetta hef­ur vak­ið ákveðna með­vit­und hjá manni um að taka eft­ir þessu og láta menn ekki kom­ast upp með slík brögð.“

Grét­ar Rafn Steins­son, sem sinnt hef­ur starfi yf­ir­manns knatt­spyrnu­mála hjá enska knatt­spyrnu­fé­lag­inu Fleetwood Town síð­an ár­ið 2015, var í gær ráð­inn yf­ir­njósn­ari fyr­ir Evr­ópu hjá enska úr­vals­deild­ar­fé­lag­inu Evert­on.

Grét­ar Rafn end­ur­nýj­ar þar kynni sín við Hol­lend­ing­inn Marcel Br­ands sem starfar sem yf­ir­mað­ur knatt­spyrnu­mála hjá Evert­on, en Br­ands var yf­ir­mað­ur knatt­spyrnu­mála hjá hol­lenska fé­lag­inu AZ Alk­ma­ar þeg­ar Grét­ar var leik­mað­ur þar á ár­un­um 2006-2008.

Þetta er fjórði bar­dagi Gunn­ars gegn bras­il­ísk­um and­stæð­ingi. Hann hef­ur unn­ið tvo þeirra og tap­að ein­um til þessa.

Grét­ar Rafn Steins­son

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.