Lang­ar að koma mér aft­ur í lands­lið­ið

Fréttablaðið - - SPORT - MYND/LILLESTRÖM – hó – hó

Knatt­spyrnu­mað­ur­inn Arn­ór Smára­son náði ferli sín­um á gott flug á nýj­an leik þeg­ar hann gekk til liðs við norska lið­ið Lilleström frá sænska lið­inu Hamm­ar­by um mán­aða­mót­in júlí og ág­úst. Á þeim tíma var Lilleström að ganga í gegn­um þjálf­ara­skipti, en við lið­inu tók Jörgen Lenn­arts­son sem þekkti til Arn­órs eft­ir að hafa leik­ið gegn hon­um í Sví­þjóð.

„Ég hafði ver­ið að glíma við meiðsli hjá Hamm­ar­by og var dott­inn út úr lið­inu og það hent­aði mér bara vel að gera stutt­an samn­ing við Lilleström til þess að fá meiri spil­tíma. Jörgen mundi eft­ir mér eft­ir að við mætt­umst fjöl­mörg­um sinn­um í Sví­þjóð og hann lagði áherslu á að fá mig til liðs­ins. Það var þægi­leg til­finn­ing að vera kom­inn aft­ur í lið þar sem ég var í lyk­il­hlut­verki eft­ir erf­iða tíma hjá Hamm­ar­by,“seg­ir Arn­ór í sam­tali við Frétta­blað­ið. Hann var sett­ur í nýja stöðu. „Þarna var ég sett­ur í hlut­verk Arn­ór reynd­ist Lilleström af­ar dýr­mæt­ur á loka­sprett­in­um.

falskr­ar níu fyr­ir aft­an fram­herja og var í nokk­uð frjálsu hlut­verki. Mér gekk vel per­sónu­lega og lið­inu tókst að bjarga sér frá falli þannig að þetta gat bara ekki far­ið bet­ur. Ég skor­aði sjö mörk í 13 deild­ar­leikj­um og lagði upp nokk­ur mörk fyr­ir sam­herja

mína og ég var bara mjög sátt­ur við eig­in frammi­stöðu,“seg­ir hann enn frem­ur um tíma sinn hjá Lilleström.

„Eft­ir tíma­bil­ið hef ég fund­ið fyr­ir þó nokkr­um áhuga frá lið­um á kröft­um mín­um. Það er góð til­finn­ing að vera kom­inn aft­ur á flug og að geta val­ið úr til­boð­um. Ég verð samn­ings­laus í des­em­ber og býst við að taka ákvörð­un öðr­um hvor­um meg­in við næstu ára­mót um hvar ég mun spila í fram­hald­inu. Lilleström er bú­ið að bjóða mér nýj­an samn­ing og svo er ég kom­inn með til­boð frá tveim­ur öðr­um norsk­um lið­um. Það eru svo ein­hverj­ar fyr­ir­spurn­ir frá lið­um ann­ars stað­ar í Sk­andi­nav­íu og einnig ann­ars stað­ar en í Evr­ópu,“seg­ir hann um fram­tíð­ina hjá sér.

„Nú er bara að vega og meta það sem mér býðst og taka góða ákvörð­un fyr­ir mig. Ég þarf líka að passa upp á það að finna lið þar sem mér er ætl­að stórt hlut­verk. Mig lang­ar mjög mik­ið að koma mér inn í lands­liðs­hóp­inn á kom­andi ári og til þess að svo geti far­ið verð ég að spila reglu­lega og standa mig vel áfram. Ég býst við því að verða val­inn í lands­liðs­verk­efn­ið sem verð­ur í janú­ar og er stað­ráð­inn í að sýna mig og sanna þar,“seg­ir Skaga­mað­ur­inn enn frem­ur.

Hjá Evert­on hitt­ir Grét­ar Rafn fyr­ir fyrr­ver­andi sam­herja sinn hjá ís­lenska lands­lið­inu, Gylfa Þór Sig­urðs­son. Grét­ar Rafn hef­ur get­ið sér gott orð fyr­ir vinnu sína við að finna unga og efni­lega leik­menn fyr­ir Fleetwood Town og þróa þá í átt að því að leika með að­alliði fé­lags­ins. Hann á að ein­blína á Evr­ópu í starfi sínu sem njósn­ari og hafa aug­un op­in þar fyr­ir bæði ung­um og efni­leg­um leik­mönn­um sem og eldri að­alliðs­leik­mönn­um sem henta vel fyr­ir leik­manna­hóp Evert­on.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.