Spegl­ar til­ver­una í ljósi heims­mark­miða

Fréttablaðið - - +PLÚS -

Heims­mark­mið­in 17

1. Út­rýma fá­tækt í allri sinni mynd

alls stað­ar.

2. Út­rýma hungri, tryggja fæðu­ör­yggi og bætta nær­ingu og stuðla að sjálf­bær­um land­bún­aði.

3. Stuðla að heil­brigðu líferni og vellíð­an fyr­ir alla frá vöggu til graf­ar.

4. Tryggja jafn­an að­gang allra að góðri mennt­un og stuðla að tæki­fær­um allra til náms alla ævi. 5. Jafn­rétti kynj­anna verði tryggt og völd allra kvenna og stúlkna efld.

6. Tryggja að­gengi að og sjálf­bæra nýt­ingu allra á hreinu vatni og sal­ern­is­að­stöðu.

7. Tryggja öll­um að­gang að ör­uggri og sjálf­bærri orku á við­ráð­an­legu verði.

8. Stuðla að við­var­andi sjálf­bær­um hag­vexti og arð­bær­um og mann­sæm­andi at­vinnu­tæki­fær­um fyr­ir alla.

9. Byggja upp við­náms­þolna inn­viði fyr­ir alla, stuðla að sjálf­bærri iðn­væð­ingu og hlúa að ný­sköp­un.

10. Draga úr ójöfn­uði inn­an og á

milli landa.

11. Gera borg­ir og íbúða­svæði öll­um mönn­um auðnot­uð, ör­ugg, við­náms­þol­in og sjálf­bær.

12. Sjálf­bær neyslu- og fram

leiðslu­mynst­ur verði tryggð. 13. Grípa til bráðra að­gerða gegn lofts­lags­breyt­ing­um og áhrif­um þeirra.

14. Vernda og nýta haf­ið og auð­lind­ir þess á sjálf­bær­an hátt í því skyni að stuðla að sjálf­bærri þró­un.

15. Vernda, end­ur­heimta og stuðla að sjálf­bærri nýt­ingu vist­kerfa á landi, sjálf­bærri stjórn­un skóg­ar­auð­lind­ar­inn­ar, berj­ast gegn eyði­merk­ur­mynd­un, stöðva jarð­vegseyð­ingu og end­ur­heimta land­gæði og sporna við hnign­un líf­fræði­legr­ar fjöl­breytni.

16. Stuðla að frið­sæl­um og sjálf­bær­um sam­fé­lög­um fyr­ir alla menn, tryggja öll­um jafn­an að­gang að rétt­ar­kerfi og byggja upp skil­virk­ar og ábyrg­ar stofn­an­ir fyr­ir alla menn á öll­um svið­um.

17. Styrkja fram­kvæmd og blása lífi í al­þjóð­legt sam­starf um sjálf­bæra þró­un.

Elíza Gígja var full­trúi ís­lenskra ung­linga í Úg­anda og var ætl­að að spegla eig­in til­veru í sam­an­burði við jafn­aldra í Úg­anda í ljósi heims­mark­miða Sa­mein­uðu þjóð­anna. Elíza Gígja fór á veg­um ut­an­rík­is­ráðu­neyt­is­ins fyr­ir hönd ís­lenskra stjórn­valda. Kast­ljós­inu er beint að þró­un­ar­sam­vinnu á veg­um ut­an­rík­is­ráðu­neyt­is­ins. Úg­anda er ann­að tveggja sam­starfslanda Ís­lands í al­þjóð­legri þró­un­ar­sam­vinnu.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.