Við­tal­ið

Fréttablaðið - - +PLÚS JÓLABÆKURNAR 2018 -

Blað­ið er ekki enn kom­ið. Áttaum­ferð­in er byrj­uð að ró­ast, eitt og eitt skóla­barn flýt­ir sér fram­hjá glugg­an­um. Kannski þrír tím­ar í birt­ingu. Ragga geng­ur aft­ur inn í eld­hús, lækk­ar í út­varp­inu og hell­ir meira vatni í te­boll­ann, sest í eld­hús­krók­inn og hef­ur nýj­an leik í Can­dy Crush. Hún spil­ar þar til líf­in eru bú­in. Síð­an fær hún sér ann­an te­bolla, vinn­ur að­eins í silfr­inu og hlust­ar á út­varps­þátt úr Sarp­in­um um gild­is­hlað­in orð. Það á að breyta fóst­ur­eyð­ingu í þung­un­ar­rof. Þeg­ar þætt­in­um lýk­ur gá­ir hún fram í for­stofu, opn­ar út og rýn­ir í myrkr­ið. Eng­inn á ferð nema tveir út­lend­ing­ar að setja tösk­ur inn í taxa. Klukk­an rétt orð­in níu. Hún fær­ir sig inn í stofu og sest í stól. Von­ar að hann muni ekki snjóa í dag ef ske kynni að blaða­bunk­inn stæði yf­ir­gef­inn úti á götu­horni. Það þyrfti ekki nema einn ná­granna til að rífa upp plast­ið og þá væru öll blöð­in ónýt. Hún opn­ar nýj­an krimma, les fyrri helm­ing blað­síð­unn­ar í þrígang, lok­ar bók­inni, nær í saman­vöðl­að­an plast­poka und­ir vask­in­um og bregð­ur sér út fyr­ir á peys­unni.

Þarna eru blöð­in, enn í plast­inu. Það er frost, rétt und­ir tveim­ur gráð­um í mín­us, en hún stend­ur kyrr með­an hún flett­ir blað­inu, stað­næm­ist á heil­síðu­við­tali og bros­ir í kamp­inn.

Þeg­ar hún er bú­in að skima yf­ir við­tal­ið breið­ir hún Bónu­s­pok­ann vand­lega yf­ir bunk­ann.

„Er eitt­hvað af viti í þessu?“seg­ir ein­hver fyr­ir aft­an hana.

Það er Þór­laug með terrier tík­ina. „Við­tal við hann Halla. Þeir fé­lag­arn­ir voru að vinna frum­kvöðl­a­keppni í út­lönd­um.“Hún seil­ist í ein­tak handa Þór­laugu.

„Hvaða leti er ann­ars í þess­um blað­bera? Er þetta ekki í þriðja eða fjórða skipt­ið í mán­uð­in­um sem hann er veik­ur?“

„Eitt­hvað svo­leið­is.“„Ann­ars les ég aldrei blöð núorð­ið. Það er ekk­ert í þessu. Kannski ein og ein al­menni­leg stjörnu­gjöf á hálfs mán­að­ar fresti,“seg­ir hún. Tík­in þef­ar af blöð­un­um og ger­ir til­raun til að pissa á pok­ann.

„Aska, nei,“skip­ar Þór­laug, kipp­ir í ól­ina og held­ur göng­unni áfram með blað­ið klemmt und­ir öðr­um hand­leggn­um. „Þú skil­ar ham­ingjuósk­um frá mér.“

Ragga hring­ir í son sinn eft­ir að hafa les­ið frétt­ina og býð­ur hon­um í kaffi eft­ir vinnu. Hann seg­ist ætla að reyna að renna við.

„Held­urðu að stelp­urn­ar komi líka?“

„Ég heyri í Gígju og læt þig vita,“and­varp­ar hann.

Gígja er heima með þriggja mán­aða stelp­una þeirra. Þau búa úti á Nesi. Barna­barn­ið er al­nafna henn­ar, Ragn­hild­ur Har­alds­dótt­ir. Sum­ir segja að þær séu lík­ar. Augnsvip­ur­inn og nef­ið.

Hún ákveð­ur að skella í kota­sælu­boll­ur. Á með­an hugs­ar hún um við­brögð Þór­laug­ar. Marg­ir í göt­unni myndu ef­laust muna eft­ir hon­um. And­skot­ans blað­ber­inn að vera veik­ur. Í gamla daga komst hún varla út í búð án þess að fá hrós frá ná­granna um hversu mynd­ar­leg­ur og kurt­eis hann Har­ald­ur væri. Hvað hann væri mik­ill karakt­er. Hún hall­ar sér að blað­inu og les bestu bút­ana aft­ur.

Þau hjón­in voru bæði kom­in yf­ir fer­tugt þeg­ar hún varð ófrísk. Hún var hætt að kvíða blæð­ing­un­um, hætt að finna fyr­ir höggi von­brigð­anna þeg­ar þær komu. Hafði ekki einu sinni tek­ið eft­ir fjar­veru þeirra. Var kom­in fjóra mán­uði á leið þeg­ar ólétt­an upp­götv­að­ist. Við tóku mörg ár sem hún var ít­rek­að köll­uð amma. Hún hætti að kippa sér upp við þetta eft­ir leik­skóla­göng­una. Leið­rétti fólk ekki ef það vildi endi­lega hækka hana í fjöl­skyldutign.

Hún skil­ur deig­ið eft­ir í vatns­baði og breið­ir visku­stykki yf­ir. Opn­ar tölv­una og finn­ur síma­núm­er­ið hjá póst­dreif­ingu Frétta­blaðs­ins. Fríða Ís­berg skáld.

„Góð­an dag. Blað­ið barst ekki til mín í morg­un. Greni­mel. Er nokk­uð langt í þetta?“

Stúlk­an læt­ur hana hinkra augna­blik. Klukku­bjöll­ur ná­grann­ans af neðri hæð­inni klingja tíu sinn­um. Stúlk­an kem­ur aft­ur í sím­ann og seg­ir að því mið­ur séu óvenju­mik­il veik­inda­for­föll í dag en af­leys­inga- fólk sé að keyra út um all­an bæ í þess­um töl­uðu orð­um, blað­ið verði lík­lega kom­ið fyr­ir há­degi. En reynd­ar sé bú­ið að dreifa blöð­un­um, bunk­inn ætti að standa á götu­horni Greni­mels og Hofs­valla­götu.

„Nú, já. Takk fyr­ir,“seg­ir hún og skell­ir á.

Það er far­ið að birta af degi þó ský­in liggi eins og þykk­ur pott­hlemm­ur yf­ir höf­uð­borg­inni. Hún hell­ir sér í þriðja te­boll­ann og sest upp í sófa. Bók­in held­ur henni ágæt­lega við lest­ur­inn og næst þeg­ar hún lít­ur upp er orð­ið bjart. Enn ból­ar ekk­ert á blað­inu. Hún mót­ar boll­ur úr deig­inu, læt­ur þær standa á elda­vél­inni í klukku­tíma í við­bót. Á með­an fer hún inn í her­bergi að vinna í silfr­inu.

Klukk­an slær tólf. Skóla­bjöll­urn­ar í Mela­skóla hringja. Það byrj­ar að snjóa. Hún á sí­fellt erf­ið­ara með að ein­beita sér og er eirð­ar­laus í sæt­inu. Hel­vít­is Frétta­blað­ið að vera frítt, ann­ars myndi hún hringja aft­ur. Hr­ing­ur­inn sem hún er að smíða er flatur og breið­ur, með stór­um ávöl­um tinnu­steini, sem ligg­ur á hömr­uðu krónu­blaði. Hann er af­mæl­is­gjöf til Gígju, sem verð­ur þrí­tug í byrj­un fe­brú­ar. Hál­feitt. Loks­ins heyr­ist ískra í póstlúg­unni.

„Mik­ið var,“dæs­ir hún, legg­ur verk­fær­in frá sér og dríf­ur sig fram í for­stofu.

Á dyramott­unni ligg­ur aug­lýs- inga­bækling­ur frá hús­gagna­versl­un í Grafar­vogi. Hún opn­ar út á tröpp­ur og sér að bunk­inn og Bónu­s­pok­inn eru á sín­um stað. Ann­ar leigu­bíll beyg­ir inn í göt­una og hún mæt­ir augna­ráði bíl­stjór­ans þar sem hún stend­ur rytju­leg í gætt­inni. Hún flýt­ir sér að loka og skell­ir boll­un­um inn í ofn.

Þetta eru eng­in smá verð­laun. 500.000 evr­ur. Hún pír­ir aug­un út um eld­hús­glugg­ann og yf­ir á hús þing­manns­ins á móti. myndi ör­ugg­lega bregð­ast ein­hvern veg­inn við. Myndi jafn­vel eigna sér smá hlut í Har­aldi.

Hún tromm­ar fingr­un­um á eld­hús­borð­ið. Þetta er hug­sjón­a­starf­semi hjá strák­un­um. Öll sam­bönd kæmu sér vel. Ná­grann­ar henn­ar eru upp til hópa efn­að fólk. Þetta hlýt­ur að vekja eitt­hvert um­tal.

Hún ákveð­ur að bíða eft­ir boll­un­um úr ofn­in­um, fara í sund og ef bunk­inn verð­ur enn úti á horni í baka­leið­inni þá mun hún að minnsta kosti lauma blaði inn um lúgu þing­manns­ins.

Hann

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.