Vi­vi­an Maier

Barn­fóstr­an Vi­vi­an Maier tók meira en hundrað þús­und ljós­mynd­ir af götu­lífi stór­borga í frí­tíma sín­um. Ör­fá­ar þeirra komu fyr­ir al­menn­ings­sjón­ir á með­an hún lifði.

Fréttablaðið - - HELGIN -

Saga Vi­vi­an Maier er góð áminn­ing um það að sann­leik­ur­inn er ansi oft skáld­skapn­um ótrú­legri. Þeg­ar barn­fóstr­an Vi­vi­an Maier lést ár­ið 2009 virt­ist hún hafa skil­ið lít­ið eft­ir sig ann­að en kassa fulla af drasli. En ann­að átti eft­ir að koma í ljós.

Vi­vi­an Dorot­hy Maier fædd­ist ár­ið 1926 og starf­aði í fjöru­tíu ár sem barn­fóstra, mest í Chicago. Hún tók meira en hundrað þús­und ljós­mynd­ir í frí­tíma sín­um og þá helst af fólki og bygg­ing­um í Chicago, New York og Los Ang­eles. Hún ferð­að­ist einnig með fjöl­skyld­un­um sem hún starf­aði fyr­ir og tók því líka ljós­mynd­ir víða um heim.

Vi­vi­an var al­gjör­lega óþekkt. Og ljós­mynd­ir henn­ar líka. Eng­ar af þeim höfðu birst op­in­ber­lega fyrr en safn­ari í Chicago, John Maloof, komst yf­ir kassa af film­um með ljós­mynd­um henn­ar ár­ið 2007 á upp­boði. Áhugi hans var vak­inn og næstu ár­in átti John eft­ir að leita uppi enn fleiri mynd­ir.

John birti nokkr­ar mynda henn­ar á mynda­síð­unni Flickr þar sem þær vöktu for­vitni.

Ljós­mynd­ir henn­ar þykja bæði kraft­mikl­ar og fág­að­ar. Ekki síst þótti fólki for­vitni­legt að mann­eskja svo mikl­um hæfi­leik­um gædd hefði ekki vilj­að láta á því bera. Auð­mýkt­in gagn­vart list­form­inu fannst fólki greini­leg í ljós­mynd­um henn­ar.

Þeg­ar nafn Vi­vi­an Maier er sleg­ið inn í leit­ar­vél­ar fást nærri því millj­ón nið­ur­stöð­ur. Í þeim má lengi grúska og marg­ar þeirra hver ann­arri for­vitni­legri. Á með­al þeirra er minn­ing­ar­grein sem upp­kom­in börn sem hún gætti skrif­uðu.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.