Lista­kona í pip­ar­köku­hús­um

Rann­veig Magnús­dótt­ir ræðst ekki á garð­inn þar sem hann er lægst­ur þeg­ar hún ger­ir pip­ar­köku­hús. Að þessu sinni fékk hún inn­blást­ur frá Bláu könn­unni á Akur­eyri.

Fréttablaðið - - FÓLK KYNNINGARBLAÐ - Elín Al­berts­dótt­ir

el­[email protected]­bla­did.is

Rann­veig íhug­ar hvert smá­at­riði í bygg­ing­unni og hand­verk­ið verð­ur að sann­köll­uð­um list­grip. „Ég fékk inn­blást­ur frá bláa hús­inu í göngu­göt­unni þar sem Bláa kann­an er. Þetta er íburð­ar­mik­ið og fal­legt hús með turn­um,“seg­ir Rann­veig sem er ný­flutt til Akur­eyr­ar frá Reykja­vík. Hún stund­aði nám við Mennta­skól­ann á Akur­eyri á sín­um tíma og er því kunn­ug í bæn­um. Und­an­far­in ár hef­ur Rann­veig starf­að hjá lög­fræði­stof­unni Jur­is í Reykja­vík en er í fæð­ing­ar­or­lofi um þess­ar mund­ir. Vinnu­fé­lag­ar henn­ar þar fengu að njóta pip­ar­köku­húsa henn­ar því hún gerði alltaf hús sem síð­an stóð í mót­tök­unni.

Mik­ið nost­ur

„Ég hef gert pip­ar­köku­hús í tíu ár. Það voru reynd­ar ekki bök­uð pip­ar­köku­hús á mínu æsku­heim­ili en mig lang­aði alltaf til að prófa,“seg­ir Rann­veig. „Mér fannst þetta ótrú­lega skemmti­legt þeg­ar ég byrj­aði og hef þró­að mig áfram á hverju ári. Þetta er orð­ið mik­ið nost­ur. Eitt ár­ið skrif­aði ég nið­ur hversu marga tíma það tók að gera hús­ið og þeir voru 25. Hús­ið í ár var miklu flókn­ara og ég held að það hafi ekki far­ið minna en 40 klukku­stund­ir í það. Fyrst teikn­aði ég það upp og það var tíma­frekt. Það var nokk­uð flók­ið að gera turn­ana á hús­ið en þeir voru mesta áskor­un­in þetta ár­ið,“seg­ir hún. „Ég hef mjög gam­an af því að baka og geri tölu­vert af því. Ég hef til dæm­is að­stoð­að vini mína þeg­ar þeir eru með veisl­ur.“

Bak­ar mik­ið

Ár­ið 2016 bar Rann­veig sig­ur úr být­um í pip­ar­köku­húsa­keppni Kötlu. „Ég gerði frek­ar lít­ið hús í fyrra þar sem ég var ófrísk,“seg­ir Rann­veig sem bak­ar minnst sex smá­köku­teg­und­ir fyr­ir jól­in. „Ég baka alltaf kök­urn­ar henn­ar ömmu, vanillu­hringi og pip­ar- kök­ur með pip­ar. Mömm­u­kök­ur eru líka alltaf á borð­um sem sum­ir kalla mömm­u­kossa. Svo geri ég Sör­ur og súkkulaði­bita­kök­ur. Ég og syst­ir mín bök­um alltaf handa föð­ur­syst­ur okk­ar fyr­ir jól­in,“seg­ir hún. „Mar­engsterta er fast­ur lið­ur á jóla­dag en ég ólst upp við þann sið,“seg­ir Rann­veig.

Pip­ar­köku­húsa­dag­ur

Und­an­far­in ár hef­ur hún alltaf ver­ið með pip­ar­köku­skreyt­inga­dag með vin­um sem hún seg­ir að sé ákaf­lega skemmti­legt. „Ég gerði fimm lít­il pip­ar­köku­hús fyr­ir fjöl­skyldu og vini til að skreyta. Við höld­um þenn­an dag yf­ir­leitt fyrsta dag að­ventu. Ég er mik­il jóla­mann­eskja og er bú­in að skreyta allt,“seg­ir hún.

Góð­ur jóla­mat­ur

Rann­veig og fjöl­skylda henn­ar borða puru­steik á að­fanga­dag en skel­fisk, hum­ar, ris­arækj­ur og þess hátt­ar fín­erí á jóla­dag. „Ég var al­in upp við fisk eða kjúk­ling á jóla­dag en móð­ir mín þoldi illa reykt­an mat. Þess vegna var ekki hangi­kjöt. Mað­ur­inn minn var al­inn upp við skel­fisk á jóla­dag og við höld­um þeirri venju. Svo geri ég ís­tertu í eft­ir­rétt,“seg­ir Rann­veig sem var al­in upp á Suð­ur­eyri við Súg­anda­fjörð. „Ég hlakka mik­ið til jól­anna, finnst þetta frá­bær tími. Ég veit ekki hvernig hús ég bý til á næsta ári en ábend­ing­ar væru vel þegn­ar,“seg­ir hún.

Rann­veig er sann­kall­að­ur snill­ing­ur í pip­ar­köku­húsa­gerð.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.