Er birt­ing­ar­mynd nátt­úr­unn­ar

Öld­um sam­an hef­ur Grýla ver­ið mesta áhrifa­kona lands­ins og feng­ið fjölda barna til að hegða sér vel. Henni verð­ur fagn­að í Nor­ræna hús­inu á sunnu­dag­inn.

Fréttablaðið - - KYNNINGARBLAÐ FÓLK - MYND/ ANTON BRINK

Ásýn­ing­unni kall­ast túlk­un ís­lenskra mynd­list­ar­manna úr sam­tím­an­um á við mynd­mál fyrri tíma og sýn mis­mun­andi kyn­slóða á hið marg­slungna fyr­ir­bæri Grýlu. Sýn­ing­ar­stjór­inn Arn­björg Ma­ría Daniel­sen seg­ir hug­mynd­ina hafa kvikn­að þeg­ar Grýlu sem nátt­úru­vætt bar á góma. „Gerð­ur Pálma­dótt­ir kom með þá hug­mynd að gera Grýlu­dag sem ætti að halda áð­ur en jóla­svein­arn­ir koma til byggða og ég í raun­inni bara greip þessa hug­mynd á lofti því ég hef alltaf haft áhuga á þess­ari kven­mynd, tröllskess­unni ógur­legu sem birt­ist í alls kon­ar form­um í okk­ar sagnam­inni og í sam­tím­an­um sem sam­heiti fyr­ir alls kon­ar óæski­leg­ar kon­ur, hún er al­gjör grýla og svo fram­veg­is.“

Arn­björg seg­ir að svo virð­ist sem Ás­grím­ur Jóns­son hafi ver­ið sá fyrsti til að teikna Grýlu í upp­hafi tutt­ug­ustu ald­ar og að nálg­un hans hafi strax sleg­ið í gegn hjá al­menn­ingi. „Þetta eru þær mynd­ir sem marka og sýna hvernig þess­ar kynja­ver­ur birt­ast okk­ur og mér fannst áhuga­vert að spegla það við nú­tím­ann,“seg­ir hún og bæt­ir við: „Grýla get­ur ver­ið hefð­bund­in goð­sagna­per­sóna eins og hún birt­ist okk­ur í þess­um fíg­úra­tívu teikn­ing­um, eins og hjá Ás­grími og Bri­an Pilk­ingt­on og aft­an á Vísna­bók­inni, en mér fannst svo áhuga­vert að velta fyr­ir mér hvað ligg­ur á bak við. Hún er nátt­úru­lega tröll, kven­vera með marga lesti og óæski­lega kosti en að sama skapi er hún nátt­úru­afl og mér fannst áhuga­vert að víxla þess­um hug- mynd­um um þessa goð­sagna­veru og tengja hana við okk­ar frum­goð­sagna­heim því all­ar þess­ar ver­ur eru hluti af okk­ar heiðnu trú­ar­brögð­um og nátt­úru­trú­ar­brögð­um og í dag er brýnt að snúa okk­ur aft­ur að vætt­um sem tengja okk­ur við nátt­úr­una.“

Hún seg­ir Grýlu sann­ar­lega vera lista­mönn­um hug­leikna og að hún hafi þurft að velja úr hundruð­um mynda. „Sýn­ing­in er í and­dyr­inu af því að Grýla er á jaðr­in­um svo þetta er það fyrsta sem fólk sér þeg­ar það kem­ur inn í hús­ið,“seg­ir hún og bæt­ir bros­andi við: „Kannski svo­lít­ið óhugn­an­legt en börn hafa nú bara gott af því enda sá ég á hrekkja­vök­unni síð­ast að ég þarf ekki að hafa nein­ar áhyggj­ur af þeim.“

Hún seg­ir gam­an að fá ólíka sýn

Arn­björg Ma­ría Daniel­sen sýn­ing­ar­stjóri sýn­ing­ar­inn­ar Ég er Grýla í Nor­ræna hús­inu.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.