Barnadag­ur UNICEF í Lindex

Fréttablaðið - - KYNNINGARBLAÐ FÓLK -

lista­mann­anna á þessa per­sónu sem all­ir þekkja. „Sum­ir sjá hana sem nátt­úru­afl, aðr­ir sem mis­skilda utangarðs­konu, sem minn­ir á lýs­ingu Egils Sæ­björns­son­ar á utangarðs­fólki í verk­inu Tröll. Ga­brí­ella Frið­riks­dótt­ir sér hana sem fyrstu hug­mynd­ina um sterka konu síð­an Gull­veig kem­ur inn á svið­ið í Völu­spá. Þá er líka mjög skemmti­leg sam­lík­ing hjá Stein­grími Eyfjörð þar sem hann velt­ir fyr­ir sér hinum al­gera ljót­leika Grýlu í sam­hengi við hina al­geru feg­urð Venus­ar og í fram­haldi af því skoð­ar hann hug­mynd­ir um vest­ræna feg­urð­ar­dýrk­un. Anna Rún Tryggva­dótt­ir tal­ar svo um Grýlu sem áminn­ingu um hið ófyr­ir­sjá­an­lega og stjórn­lausa. Þetta eru allt mjög skemmti­leg­ar pæl­ing­ar.“

Arn­björg von­ast til þess að Grýlu­dag­ur­inn verði að fasta á jóla­föst­unni. „Ein hug­mynd­in sem Gerð­ur kom með var að kynna Grýlu til sög­unn­ar í nýju hlut­verki sem boð­bera nátt­úr­unn­ar, ófrýni­legt tröll sem skip­ar fólki að taka til og flokka rusl. Grýlu­dag­ur­inn gæti til dæm­is ver­ið laug­ar­dag­inn áð­ur en jóla­svein­arn­ir koma til byggða 12. des­em­ber og þá verði all­ir krakk­ar að vera dug­leg­ir að taka til og flokka rusl því ann­ars fá þeir ekk­ert í skól­inn.“

Sýn­ing­in Ég er Grýla verð­ur opn­uð í Nor­ræna hús­inu á morg­un, sunnu­dag, klukk­an 15 en all­ar nán­ari upp­lýs­ing­ar má finna á vef Nor­ræna húss­ins, www.nordichou­se.is.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.