Há­tíð­legt í há­kirkj­unni

Karla­kór Reykja­vík­ur við­held­ur 25 ára hefð með því að efna til að­ventu­tón­leika í Hall­gríms­kirkju. Söng­ur hans óm­ar þar síð­deg­is í dag og aft­ur á morg­un, ásamt mezzósópr­an.

Fréttablaðið - - TÍMAMÓT - FRÉTTA­BLAЭIÐ/EYÞÓR ÁRNA­SON [email protected]­bla­did.is

Við vor­um fyrsti karla­kór lands­ins til að halda tón­leika á að­vent­unni. Það varð að hefð og síð­ustu 25 ár­in höf­um við hald­ið þá í Hall­gríms­kirkju,“seg­ir Frið­rik S. Krist­ins­son, stjórn­andi Karla­kórs Reykja­vík­ur. Hann seg­ir lög­in á efn­is­skránni að mestu tengj­ast að­vent­unni og jól­un­um en inn á milli séu verk með trú­ar­leg­um texta sem sung­in eru í kirkj­um á há­tíða­tón­leik­um. „Við höf­um alltaf nýtt og nýtt efni fram að færa. Hún er að syngja með okk­ur núna í fyrsta skipti hún Sig­ríð­ur Ósk Kristjáns­dótt­ir mezzósópr­an. Lög­in sem hún tek­ur eru tvær Ave Marí­ur, önn­ur eft­ir Sig­valda Kaldalóns og hin eft­ir Gomez, sem kór­inn tek­ur und­ir í. Eitt verk er eft­ir Cez­ar Frank og svo syng­ur hún Helga nótt og Nótt­in var sú ágæt ein. Tón­leika­gest­ir fá texta­blöð og syngja með í einu lagi, Guðs kristni í heimi. Fólki finnst gott að rétta úr sér og taka þátt.“

Frið­rik kynn­ir einnig með stolti hljóð­færa­leik­ar­ana sem koma fram, þeir eru org­an­ist­inn Lenka Mátéová, trom­pet­leik­ar­arn­ir Ei­rík­ur Örn Páls­son og Guð­mund­ur Haf­steins­son og Eg­gert Páls­son páku­leik­ari.

Sjálf­ur er Frið­rik far­sæll og sjó­að­ur stjórn­andi. Hann byrj­aði með kór­inn ár­ið 1989 og á því þrjá­tíu ára starfsaf­mæli á næsta ári. Hann seg­ir þátt­töku í kórn­um alltaf góða og að­sókn mikla á haust­in hjá mönn­um sem vilja kom­ast inn. „Þeir þurfa að gang­ast und­ir próf og stand­ast það ekki al­veg all­ir en yf­ir­leitt geng­ur vel því menn koma und­ir­bún­ir,“seg­ir hann. „Ætli við sé­um ekki um 80 tals­ins núna?“

Þrenn­ir tón­leik­ar verða nú um helg­ina. Í dag klukk­an 17 og á morg­un, sunnu­dag, klukk­an 17 og 20. Frið­rik seg­ir ekki bara að­ventu­söng kórs­ins ár­viss­an held­ur sé það líka hefð hjá mörg­um að hlusta á hann. „Fólki finnst svo há­tíð­legt að koma í Hall­gríms­kirkju. Sumt af því er í mið­bæn­um að kíkja í búð­ir fyr­ir jól­in og kem­ur svo inn í kirkj­una og hlýð­ir á kór­inn í einn og hálf­an tíma, fyll­ist há­tíð­leika og helgi og fer út end­ur­nært. Það er líka mik­il há­tíð fyr­ir kór­fé­laga að taka þátt í þessu verk­efni í há­kirkju Ís­lands.“

Karla­kór Reykja­vík­ur á lokaæf­ingu fyr­ir að­ventu­tón­leik­ana og Sig­ríð­ur Ósk í for­grunni.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.