Ung­skáld Akur­eyr­ar 2018 val­ið

Fréttablaðið - - TÍMAMÓT - [email protected]­bla­did.is

Anna Kristjana Helga­dótt­ir hlaut í gær titil­inn Ung­skáld Akur­eyr­ar 2018 þeg­ar úr­slit í rit­list­ar­sam­keppn­inni Ung­skáld 2018 voru til­kynnt við há­tíð­lega at­höfn á Amts­bóka­safn­inu. Hún er sautján ára nem­andi í Verk­mennta­skóla Akur­eyr­ar.

Alls bár­ust 82 verk í keppn­ina, tvö­falt fleiri en í fyrra. Keppn­in er hin eina sinn­ar teg­und­ar á land­inu og er ætl­að að efla rit­listaráhuga og færni. Fólki á aldr­in­um 16 til 25 ára á Eyþings­svæð­inu gafst kost­ur á að senda inn texta og eina skil­yrð­ið var að þeir væru á ís­lensku. Þrjú bestu verk­in, að áliti þriggja manna dóm­nefnd­ar, hlutu pen­inga­verð­laun.

Þriðja besta verk­ið var val­ið Dag­ur á veg­in­um eft­ir Söndru Ma­rín Krist­ín­ar­dótt­ur og verð­laun fyr­ir það voru 20 þús­und en Anna Kristjana varð líka í öðru sæti svo sam­tals hal­aði hún inn 80 þús­und, fimm­tíu fyr­ir 1. verð­launaljóð­ið Án titils og þrjá­tíu fyr­ir ör­sög­una Tæki­fær­in sem hafn­aði í öðru sæti. Skyldu úr­slit­in hafa kom­ið henni á óvart? „Já, eig­in­lega. Ég var reynd­ar í þriðja sæti á síð­asta ári svo ég vissi að ég ætti mögu­leika. Núna sendi ég inn fimm verk, tvö ljóð og þrjár ör­sög­ur.“ Krist­ín Árna­dótt­ir, Hrönn Björg­vins­dótt­ir, Tinna Sif Krist­ín­ar­dótt­ir, Anna Kristjana Helga­dótt­ir og Þór­ar­inn Torfa­son. Krist­ín, Hrönn og Þór­ar­inn voru í dóm­nefnd.

Sp­urð hvort and­inn sé alltaf yf­ir henni svar­ar Anna Kristjana því að hún hafi ver­ið að skrifa sög­ur og ljóð síð­an í 6. bekk. „Þeg­ar ég sest nið­ur og byrja þá kem­ur alltaf eitt­hvað.“

Stefn­ir þú að því að verða und­ur? rit­höf-

„Ég veit það nú ekki,“seg­ir hún yf­ir­veg­uð. „En ég dunda mér af og til við að skrifa mér til skemmt­un­ar og hugsa að ég haldi því eitt­hvað áfram.“

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.