Á handa­hlaup­um yf­ir 100 ár

Tón­list­ar­dag­skrá með mynd­lýs­ing­um fyr­ir börn í til­efni full­veldisaf­mæl­is verð­ur í Kaldalónssal Hörpu á morg­un. Hún nefn­ist Nú get ég og er full af fjöri, sprelli og spaugi.

Fréttablaðið - - TÍMAMÓT - – gun MYND/EGILL BJARNA­SON

Ég er að halda þarna af­mæl­is­veislu því þetta er full­veldisvið­burð­ur,“seg­ir stór­leik­kon­an Ólafía Hrönn Jóns­dótt­ir, oft köll­uð Lolla, um dag­skrána Nú get ég. Þar er saga þjóð­ar­inn­ar síð­ustu ár­in flutt í tón­um, texta og með til­þrif­um. Lolla er þar bæði pott­ur og panna, hún leik­ur og syng­ur og leið­ir þannig áheyr­end­ur í gegn­um efn­ið. Dag­skrá­in er í Kaldalónssal Hörpu á morg­un og hefst klukk­an 13. Lolla seg­ir hana hugs­aða fyr­ir börn og að í henni sé far­ið á handa­hlaup­um yf­ir síð­ustu hundrað ár.

„Ég syng lög sem tengj­ast þess­um tíma en eru þó öll glæ­ný. Þau eru eft­ir hana Elínu Gunn­laugs­dótt­ur tón­skáld. Við byrj­um 1918 og fikr­um okk­ur til 2018,“seg­ir Lolla og bæt­ir því við að teikni­mynd­ir tengd­ar text­an­um birt­ist á veggn­um fyr­ir aft­an hana, gerð­ar af Heiðu Rafns­dótt­ur.

Það eru orð­hag­ir menn sem hafa sam­ið text­ann. Þór­ar­inn El­d­járn orti söng­text­ana og leiktext­inn er eft­ir Karl Ág­úst Úlfs­son. „Svo er tón­list­in leik­in af fjög­urra manna bandi, sem nokkr­ir af okk­ar fær­ustu djass­spil­ur­um skipa,“lýs­ir Lolla og bæt­ir við að Ingrid Jóns­dótt­ir sé leik­stjóri verks­ins.

Töfra­hurð, fy­ritæki sem Pa­mela de Sensi stofn­aði 2013, stend­ur að dag­skránni sem tek­ur inn­an við klukku­tíma, að sögn Lollu. „Þetta er fjöl­skyldu­sýn­ing fyr­ir krakka á grunn­skóla­aldri og upp úr,“seg­ir hún. „Ég held þetta sé dá­lít­ið gríp­andi efni og líka lær­dóms­ríkt.“

Vign­ir Þór Stef­áns­son, Hauk­ur Grön­dal, Ólafía Hrönn Jóns­dótt­ir, Hávarð­ur Tryggva­son og Pét­ur Grét­ars­son.

Nót­urn­ar við nýju lög­in eft­ir Elínu Gunn­laugs, sem Lolla ætl­ar að syngja.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.