ÁRANGURSRÍKAR SAGNIR

Fréttablaðið - - H E LG I N KROSSGÁTA ÞRAUTIR -

Sveit Trygg­inga­mið­stöðv­ar­inn­ar, Sel­fossi, vann glæsi­leg­an sig­ur í Ís­lands­mót­inu í para­sveita­keppni sem fram fór um síð­ustu helgi. Sveit Trygg­inga­mið­stöðv­ar­inn­ar end­aði með 167,80 stig í 13 um­ferð­um og sveit Vopna­skaks, sem end­aði í öðru sæti, fékk 160,65 stig. Spil­ar­ar í sveit Trygg­inga­mið­stöðv­ar­inn­ar voru Bryn­dís Þor­steins­dótt­ir, Gunn­laug­ur Sæv­ars­son, Kristján Már Gunn­laugs­son og Ólöf Heið­ur Þor­steins­dótt­ir. Bryn­dís og Gunn­laug­ur end­uðu einnig efst í butlerút­reikn­ingi keppn­inn­ar, voru með 1,37 impa í + að með­al­tali í spili. Um titil­inn spil­uðu 13 sveit­ir. Sveit Trygg­inga­mið­stöðv­ar­inn­ar vann keppn­ina næsta ör­ugg­lega og spil­ar­ar í sveit­inni voru ekki hrædd­ir við að segja á spil­in sín. Gott dæmi um það er þetta spil í ann­arri um­ferð keppn­inn­ar. Vest­ur var gjaf­ari og NS á hættu: Vest­ur ÁD987 5 Á854 ÁD6

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.