Eða

Bríet Aðal­björg Agn­ars­dótt­ir hef­ur kynnst Lús­íu­há­tíð­um og ætl­ar að rifja upp stemn­ing­una á næstu dög­um.

Fréttablaðið - - HELGIN KRAKKAR -

Bríet Aðal­björg Agn­ars­dótt­ir er tíu ára og er í 5. X í Hlíðaskóla í Reykja­vík.

MÉR FINNST GAM­AN AÐ SYNGJA, ÉG ER Í KÓR Í SKÓL­AN­UM OG LÍKA Í LÚSÍUKÓRNUM. SVO SPILA ÉG Á ALTBLOKKFLAUTU

Er hald­in lús­íu­há­tíð þar? Nei, en ég fer á Lús­íu­há­tíð hjá Sænska fé­lag­inu. Hún er í Seltjarn­ar­nes­kirkju 13. des­em­ber. Ég átti heima í Sví­þjóð og þar var alltaf hald­in Lús­íu­há­tíð og það er gam­an.

Hvar í Sví­þjóð átt­ir þú heima og hversu lengi? Ég átti heima í Guld­heden í Gauta­borg, við flutt­um til Sví­þjóð­ar þeg­ar ég var eins og hálfs árs og við bjugg­um þar í sjö ár.

Hvernig fannst þér að flytja heim til Ís­lands? Það var ágætt en líka erfitt. Það var erfitt að flytja frá vin­um mín­um en gam­an að eign­ast nýja vini. Það er líka gam­an að geta heim­sótt afa og ömm­ur oft­ar.

Hvers sakn­ar þú mest frá Sví­þjóð? Ég sakna mest vina minna en líka sænska skól­ans. Það var líka gam­an að geta far­ið í göngu­ferð í skóg­in­um og synt í sjón­um og svo var veðr­ið oft betra.

Hver eru helstu áhuga­mál­in þín? Mér finnst gam­an að syngja, ég er í kór í skól­an­um og líka í Lúsíukórnum. Svo spila ég á altblokkflautu. Mér finnst líka mjög gam­an að teikna og lita og leika mér við vini mína. Hvert finnst þér vera fal­leg­asta jóla­lag­ið? Sænskt jóla­lag sem heit­ir Gläns över sjö och strand sem við syngj­um á Lús­íu­há­tíð­inni. Af ís­lensk­um jóla­lög­um finnst mér Nótt­in var sú ágæt ein fal­leg­ast og Þrett­án dag­ar jóla skemmti­leg­ast. Það byrj­ar svona: Á jóla­dag­inn fyrsta hann Jón­as færði mér …

Hvað er það flipp­að­asta sem þú hef­ur gert á æv­inni? Ég veit það ekki en eitt af því skemmti­leg­asta sem ég hef gert er að fara í tív­olí­ið Lise­berg í Gauta­borg og fara í fallt­urn­inn og kaffi­boll­ana.

Hvað lang­ar þig að verða þeg­ar þú verð­ur stór? Ég veit það ekki, kannski lista­kona eða bak­ari.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.