Silf­ur­lyk­ill að fram­tíð­inni

Fréttablaðið - - MENNING - Sigrún El­d­járn Bryn­hild­ur Björns­dótt­ir NIÐURSTAÐA:

Silf­ur­lyk­ill­inn ★★★★ ★ Fram­tíð­in er kom­in. Systkin­in Sumarliði og Sól­dís eru ásamt pabba sín­um að flytja í nýtt hús sem er gult og hét víst einu sinni Strætó núm­er sjö. Afi pabba sagði hon­um sög­ur af því að þeg­ar hann var lít­ill hefðu svona „strætó­ar“ver­ið úti um allt og not­að­ir til að flytja fólk milli staða. Krökk­un­um finnst það skrýt­in til­hugs­un enda er heim­ur­inn sem þau búa í af­skap­lega ólík­ur okk­ar. Þar hafa marg­ar spár sam­tím­ans ræst og líf­ið snýst um lífs­bar­átt­una í sinni tær­ustu mynd. Dag­ur­inn fer að mestu í að leita að mat og ein­hverju nýti­legu og á kvöld­in þarf að verja fá­tæk­leg­ar eig­ur fyr­ir öðr­um. En einn dag­inn verð­ur stelp­an Ka­ritas á vegi þeirra og hún býr yf­ir miklu leynd­ar­máli.

Sigrún El­d­járn er ein­stak­lega af­kasta­mik­ill og fjöl­hæf­ur rit­höf­und­ur. Eft­ir hana eina liggja 60 titl­ar frá ár­inu 1980 fyr­ir börn á öll­um aldri og 15 ljóða­bæk­ur til við­bót­ar þar sem bróð­ir henn­ar Þór­ar­inn El­d­járn yrk­ir ljóð­in en Sigrún myndskreyt­ir, að ógleymd­um öll­um þeim fjölda verka annarra höf­unda sem hún hef­ur myndskreytt. Kyn­slóð­ir þekkja bæk­urn­ar um Kugg og Málfríði og BéTvo svo dæmi séu tek­in og þá má held­ur ekki gleyma því að hún er einn af­kasta­mesti þrí­leikja­höf­und­ur lands­ins, og má þar nefna Safna­bæk­urn­ar, Eyju­bæk­urn­ar og sög­urn­ar frá Skugga­skeri. Hún hef­ur fylgt kyn­slóð­um ís­lenskra les­enda fyrstu skref­in og séð til þess að ung­ir bóka­orm­ar hafi nóg að bíta og brenna.

Silf­ur­lyk­ill­inn hef­ur flest höf­und­ar­ein­kenni Sigrún­ar El­d­járn, glað­legt yf­ir­bragð, fyndna og hressa krakka, æv­in­týra­legt sögu­svið og ráð­gátu að ógleymd­um ein­stak­lega fal­leg­um mynd­um og myndskreyt­ing­um. Und­ir­tónn­inn er þó al­var­legri en oft áð­ur, tækn­in sem við reið­um okk­ur svo mik­ið á er horf­in og með henni í raun sam­fé­lag­ið sjálft. Hlut­ir sem við telj­um verð­mæti eins og tölv­ur og bíl­ar eru harla gagns­laus­ir og helst nýti­leg­ir sem bygg­ing­ar­efni. Þó bók­in ger­ist í fram­tíð þar sem mað­ur­inn hef­ur eyðilagt bæði um­hverfi sitt og samfélag má þar einnig finna hlið­stæð­ur við að­stæð­ur flótta­fólks í sam­tím­an­um og margt sem vek­ur les­and­ann til um­hugs­un­ar. Líf­ið er þó ekki alslæmt og krakk­arn­ir gleðj­ast, leika sér og að­lag­ast, al­veg eins og krakk­ar gera svo vel á öll­um stöð­um og tím­um. Bók­in er þannig ekki harma­grát­ur yf­ir ör­lög­um heims­ins eða dystópísk hörm­unga­saga held­ur spenn­andi og full af gleði og von en líka speg­ill á sam­tím­ann og sam­hengi lífs­bar­áttu fjöl­skyld­unn­ar við tæki eins og far- síma vek­ur upp þarf­ar spurn­ing­ar um gild­is­mat.

Þá má ekki láta hjá líða að minn­ast á hversu fal­leg­ur prent­grip­ur bók­in er en Sigrún brýt­ur hana um sjálf. Letr­ið er bæði læsi­legt og skýrt og skipt­ir um lit þeg­ar sögu­svið­ið breyt­ist, papp­ír­inn þykk­ur svo mynd­irn­ar sem að sjálf­sögðu eru eft­ir Sigrúnu sjálfa njóta sín einkar vel. Það rím­ar vel við það stef í sög­unni að eitt af því fáa úr okk­ar tíma sem hef­ur hald­ið og jafn­vel auk­ið við gildi sitt eru bæk­ur.

Ein­stak­lega fal­leg bók með spenn­andi og léttu yf­ir­bragði en áhuga­verð­um og þyngri und­ir­tóni. Sigrún El­d­járn í fanta­formi.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.