Eins og fjöl­miðla­mað­ur

Sigtryggur Bjarni Bald­vins­son sýn­ir í Hverf­is­galle­ríi. Þar koma lit­ir Karls Kvar­ans nokk­uð við sögu. Sýn­ir ol­íu­mál­verk sem eru unn­in upp úr nátt­úru Héð­ins­fjarð­ar.

Fréttablaðið - - MENNING - Kol­brún Berg­þórs­dótt­ir kol­[email protected]­bla­did.is

Sigtryggur Bjarni Bald­vins­son opn­ar í dag, laug­ar­dag­inn 8. des­em­ber, sýn­ingu í Hverf­is­galle­ríi. Sýn­ing­in ber heit­ið Út­varp Mýri/Lit­ir Kvar­ans. Á sýn­ing­unni eru ný ol­íu­mál­verk, vatns­lita­mynd­ir og verk unn­in með gvasslit­um.

Lit­ir Kvar­ans

Með­al verka á sýn­ing­unni eru tvær myndr­að­ir, Fjór­tán blá­ir Kvar­ans og All­ir lit­ir Kvar­ans og vísa titl­arn­ir til til­urð­ar verk­anna. „Þetta eru myndr­að­ir sem ég geri úr lit­um sem mér áskotn­uð­ust á sín­um tíma í Mynd­lista­skól­an­um í Reykja­vík, en þeir höfðu dag­að uppi í geymsl­um skól­ans og ver­ið þar í ein 30 ár. Þetta eru gvasslit­ir, þekju­lit­ir sem sá frá­bæri mál­ari Karl Kvar­an átti upp­haf­lega,“seg­ir Sigtryggur. „Þess­ir lit­ir vöktu at­hygli mína. Ást­and­ið á þeim var þannig að þeir voru orðn­ir nær al­gjör­lega stein­runn­ir, eins og upp­dög­uð tröll. Það var ekki dropi af vatni eft­ir í þeim. Mér rann blóð­ið til skyld­unn­ar og ákvað að gera eins og Aladd­in með lamp­ann og hleypa anda lit­anna úr túb­un­um. Um er að ræða 50 liti sem ég hef á síð­ustu mán­uð­um og ár­um bis­að við að leysa upp og koma þeim í það form að hægt sé að mála með þeim. Til þess hef­ur þurft bæði þol­in­mæði og nokkra út­sjón­ar­semi. Sum­ir lit­anna eru að minnsta kosti 60 ára gaml­ir, því fyr­ir­tæk­ið, Newm­an’s, sem bjó þá til hætti litafram­leiðslu sinni í Sohohverf­inu í London ár­ið 1959. Þessi verk eru um tím­ann, en Á sýn­ingu Sig­tryggs eru ný ol­íu­mál­verk, vatns­lita­mynd­ir og verk unn­in með gvasslit­um.

Mýri 6 er með­al ol­íu­mál­verka á sýn­ing­unni. Vinna við verk eins og þetta tek­ur að sögn lista­mann­ins marga mán­uði.

líka vatn­ið, sem hef­ur ver­ið meg­in­straum­ur­inn í höf­und­ar­verki mínu á 30 ára ferli. Ég kem alltaf aft­ur að vatn­inu á einn eða ann­an hátt.“

Horf­ir á hvert ein­asta strá

Aðal­þema sýn­ing­ar­inn­ar er vatns­ósa mýr­in. „Ég er mjög hænd­ur að nátt­úr­unni og ol­íu­mál­verk­in á sýn­ing­unni eru unn­in upp úr nátt­úru Héð­ins­fjarð­ar á Trölla­skaga en þang­að sæki ég kraft, ró og við­fangs­efni mál­verka minna. Á Möðru­völl­um í Héð­ins­firði hef­ur ekki ver­ið bú­ið í hundrað ár og nátt­úr­an því lítt snort­in af mann­in­um. Þetta er stað­ur sem ég fer mik­ið til, oft á dag í hug­an­um og svo dvelst ég þar tals­vert á sumr­in við nátt­úru­skoð­un, veið­ar og í leit að við­fangs­efn­um fyr­ir verk­in mín,“seg­ir Sigtryggur.

Hvert ol­íu­mál­verk á sýn­ing­unni var lengi í vinnslu. „Ég mála mýr­ar­gróð­ur á þann hátt að ég bý til portrett af hverju ein­asta strái, laufi og skugga. Ég er að horfa og sjá og upp­götva enda­laust nýja hluti í ljós­mynd sem ég tók kannski fyr­ir einu og hálfu ári. Ég horfi á hvert ein­asta strá og velti fyr­ir mér á hvaða stigi hringrás­ar lífs­ins það er, eins og til dæm­is hvort það sé far­ið að gefa eft­ir og þyngd­arafl­ið sé far­ið að sigra og það fær­ist und­ir vatns­yf­ir­borð­ið til að verða að mold og nær­ingu og nýju lífi. Vinna við svona verk tek­ur marga mán­uði,“seg­ir Sigtryggur og bæt­ir við:

„Það er ekki að ástæðu­lausu að ég kalla sýn­ing­una Út­varp Mýri. Ég held að ég geti sagt með nokkr­um rétti að ég sé eins og fjöl­miðla­mað­ur að reyna að út­varpa því sem nátt­úr­an vill segja okk­ur. Mitt hlut­verk er að setj­ast á rass­inn í allri auð­mýkt í mýr­inni og reyna að nema hvísl nátt­úr­unn­ar og magna það upp og skýra það. Til þess nota ég þenn­an sí­unga, stór­kost­lega, 40.000 ára gamla mið­il, mál­verk­ið. Þetta er mitt út­varp, ekki al­veg bein út­send­ing en ná­lægt því.“

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.