Haust­birta í vor­skógi

Fréttablaðið - - MENNING - Hann­es Pét­urs­son

Haustaugu ★★★★ Út­gef­andi: Opna Fjöldi síðna: 59

Sann­ar­lega er það bók­mennta­við­burð­ur þeg­ar Hann­es Pét­urs­son (f. 1931) kem­ur með ljóða­bók, ekki síst eft­ir tólf ára hlé. Nýj­asta verk hans, Haustaugu, er þess vegna „hval­reki öll­um þeim sem unna ljóðlist og ís­lenskri tungu“eins og seg­ir rétti­lega aft­an á bókarápu.

Hann­es er ást­sælt og verð­laun­að skáld sem frá ár­inu 1955 hef­ur gef­ið út fimmtán frum­samd­ar ljóða­bæk­ur auk fræði­bóka, smá­sagna, ferða­þátta og ljóða­þýð­inga. Með­al við­ur­kenn­inga sem hon­um hafa hlotn­ast eru Ís­lensku bók­mennta­verð­laun­in sem hann hlaut fyr­ir ljóða­bók­ina Eld­hyl 1993.

Ljóð Hann­es­ar eru hóg­vær í fram- setn­ingu, mynd­rík og laus í formi. Ekki verð­ur sagt að þau séu óbund­in, því stuðla­setn­ing, vís­ir að inn­rími og hátt­bund­in hrynj­andi eru sjaldn­ast langt und­an. Í þess­ari bók eins og jafn­an áð­ur tal­ar ljóð­mæl­and­inn í trún­aði til les­anda síns, hóg­lega og hæg­lega. Opn­ar fyr­ir hon­um hug­skot sitt og brjóst, leið­ir hann þar inn á lend­ur hug­renn­inga sinna, minn­inga og finn­inga.

Eins og tit­ill bók­ar­inn­ar gef­ur til kynna er haust í lífi skálds­ins. Ljóð­mæl­and­inn lít­ur yf­ir far­inn veg og fram á veg kom­andi kyn­slóða um leið og hann býr sig und­ir eig­in ævilok. Hann bless­ar gengn­ar slóð­ir og til- þakk­ar lif­uð ár – ekki laus við ugg um fram­tíð jarð­ar­barna. Hann­es Pét­urs­son er þekkt­ur fyr­ir að slá þjóð­leg­an tón í ljóða­gerð sinni. Hefð­ir, sagnir og menn­ing­ar­arf­ur vaka einatt í ljóð­mál­inu og stund­um má greina heim­speki­leg­an und­ir­tón. Í þess­ari ljóða­bók fer minna fyr­ir vís­un­um til þjóð­menn­ing­ar en oft áð­ur. Um­hyggja fyr­ir menn­ing­unni, tung­unni, land­inu og nátt­úr­unni leyn­ir sér þó ekki. Í ljóð­inu Sp­urn­ir, lagð­ar fyr­ir vind­ana, vill hann efla her­hvöt fyr­ir tungu­mál­ið:

Herjötn­ar tung­unn­ar hvass­eyg­ir, lang­sýn­ir, vök­ul­ir. Sárt sakna ég þeirra. (10)

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.