Bolta­bull­ur í bolta­fjöri

Fjöl­marg­ar goð­sagn­ir úr bolt­an­um glödd­ust með íþrótta­lýs­anda þjóð­ar­inn­ar Gumma Ben en hann hélt út­gáfu­hóf í Hörp­unni á fimmtu­dag. Stóra fót­bolta­bók­in hans stend­ur nú í búð­ar­hill­um en hann skrif­aði hana að megn­inu til á sím­ann sinn.

Fréttablaðið - - LÍFIÐ - – bb

Ég er ekk­ert sér­stak­ur á lykla­borð­inu. Ein­hvern veg­inn fór fingra­setn­ing­in al­veg fram hjá mér á sín­um tíma. Rödd­in er að­eins betri en putt­arn­ir – ég get við­ur­kennt það,“seg­ir Guð­mund­ur Bene­dikts­son sem get­ur nú kall­að sig rit­höf­und. Stóra fót­bolta­bók­in hans er kom­in út en Guð­mund­ur skrif­aði hana að megn­inu til í sím­an­um sín­um. Þar er hann öskufljót­ur að skrifa – mun fljót­ari en á tölvu.

Guð­mund­ur hélt út­gáfu­boð í Hörpu þar sem fjöldi gam­alla fót­boltagoð­sagna mætti til að gleðj­ast með hon­um. „Þarna voru marg­ir góð­ir, vin­ir og skyld­menni svo þetta var mjög skemmti­legt.“ Vals­goð­sagn­irn­ar Lauf­ey Ólafs­dótt­ir ásamt Loga syni sín­um og Ra­kel Loga­dótt­ir. Spil­uðu alls 439 leiki í efstu deild og skor­uðu 184 mörk. Erfitt að toppa það. Tengdafað­ir Gumma, Ingi Björn Al­berts­son, ásamt sjón­varps­föð­ur hans í Ís­skápa­stríði, Siggi Hall. Tvær goð­sagn­ir.

Bók­in hans, Stóra fót­bolta­bók­in, er kom­in í búð­ar­hill­urn­ar og við­ur­kenn­ir Guð­mund­ur að það hafi ver­ið ör­lít­ið skrýt­ið að sjá verk eft­ir sig inn­an um bæk­ur frægra rit­höf­unda. „Það var skrýt­ið fyrsta dag­inn þeg­ar ég sá hana í Bón­us en þetta hef­ur nú samt ekki breytt miklu í mínu lífi,“seg­ir íþrótta­lýs­and­inn, sjón­varps­stjarn­an og nú rit­höf­und­ur­inn Gummi Ben. Bók­in er ríku­lega skreytt fal­leg­um mynd­um og meira að segja vel­ur höf­und­ur­inn besta lands­l­ið Ís­lands frá upp­hafi. Hér skoða hjón­in Magnea Ólöf Guð­jóns­dótt­ir og Hall­dór Björns­son grip­inn. Gömlu spark­hund­arn­ir úr Vest­manna­eyj­um Sig­ur­vin Ólafs­son og Tryggvi Guð­munds­son ásamt Guð­jóni Ól­afs­syni kíktu við.

Erna Ma­ría Jóns­dótt­ir, kona Rún­ars Krist­ins­son­ar, Al­dís, kona Ól­afs Kristjáns­son­ar, og sjálf­ur Maggi Gylfa.

Syst­ir Gumma, Eva Björk Ben, ásamt Kar­en, dótt­ur höf­und­ar­ins.

Fram­leið­and­inn Sveinn B. Rögn­valds­son og kona hans, Signý Gunn­ars­dótt­ir tal­meina­fræð­ing­ur.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.