Nefnd­in leit­aði til sex stærstu

Fréttablaðið - - FRÉTTIR - – jóe

VIÐSKIPTI Til­nefn­ing­ar­nefnd Haga kann­aði að­eins hug sex stærstu hlut­hafa fé­lags­ins til fram­bjóð­enda til stjórn­ar áð­ur en nefnd­in sendi skýrslu sína frá sér. Vana­legt er að slík­ar nefnd­ir líti til tutt­ugu stærstu hlut­hafa áð­ur en skýrsl­an er send Kaup­höll­inni.

Fé­lög í eigu Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur fara með um 4,5 pró­sent at­kvæða á hlut­hafa­fundi. Sjötti stærsti eig­and­inn er FISK Sea­food með 4,57 pró­sent.

Hlut­hafa­fund­ur Haga fer fram föstu­dag­inn eft­ir viku. Sjö eru í fram­boði til stjórn­ar en formað­ur og vara­formað­ur sitj­andi stjórn­ar gefa ekki kost á sér til end­ur­kjörs. Af sitj­andi stjórn­ar­mönn­um eru Davíð Harð­ar­son, Erna Gísla­dótt­ir og Stefán Árni Auð­ólfs­son í fram­boði. Til við­bót­ar má þar finna Ei­rík S. Jó­hanns­son, Jón Ás­geir Jó­hann­es­son, Katrínu Olgu Jó­hann­es­dótt­ur og Kristján Óla Ní­els Sig­munds­son. Til­nefn­ing­ar­nefnd­in legg­ur til að Ei­rík­ur og Katrín verði kjör­in ný í stjórn­ina.

Í skýrslu nefnd­ar­inn­ar, sem er tvær og hálf síða, seg­ir að nefnd­in hafi tek­ið til starfa síð­ast­lið­ið haust og að í des­em­ber hafi ver­ið ljóst að boð­að yrði til hlut­hafa­fund­ar. „Vinnu­ferli […] að þessu sinni ber þess merki að styttri tími var til stefnu en hefð­bund­ið er í að­drag­anda að­al­fund­ar,“seg­ir í skýrsl­unni.

Torg ehf., út­gef­andi Frétta­blaðs­ins, er í eigu Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur.

FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son býð­ur sig fram til stjórn­ar.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.