Dóm­ur­inn stað­fest­ur

Sjö ára fang­els­is­dóm­ur yf­ir Wa Lo­ne og Kyaw Soe Oo stað­fest­ur í áfrýj­un­ar­dóm­stól í Mj­an­mar í gær. Rit­stjóri Reu­ters seg­ir mál­ið órétt­látt og hef­ur áhyggj­ur.

Fréttablaðið - - FRÉTTIR - [email protected]­bla­did.is – þea

MJ­AN­MAR Áfrýj­un­ar­dóm­stóll í Mj­an­mar hafn­aði því í gær að snúa við dómi yf­ir Wa Lo­ne og Kyaw Soe Oo, blaða­mönn­um Reu­ters sem voru dæmd­ir í sjö ára fang­elsi fyr­ir brot á lög­um um rík­is­leynd­ar­mál. Dóm­ari sagði ekki næg sönn­un­ar­gögn hafa ver­ið lögð fram sem sýndu fram á sak­leysi þeirra.

„Refs­ing­in sem þið haf­ið nú þeg­ar feng­ið er hæfi­leg,“sagði Aung Naing dóm­ari. Bl­aða­menn­irn­ir geta þó áfrýj­að mál­inu aft­ur til hæsta­rétt­ar í höf­uð­borg­inni Naypyitaw.

Fé­lag­arn­ir höfðu ver­ið að vinna að um­fjöll­un um fjölda­morð í Inn Din í Rak­hine-ríki þar sem her­menn og al­menn­ir borg­ar­ar eru sagð­ir hafa myrt tíu Ró­hingja. Fjölda­morð­ið, sem sjö hafa ver­ið sak­felld­ir fyr­ir, var lið­ur í of­sókn­um hers­ins gegn Ró­hingj­um.

Sam­kvæmt Reu­ters lögðu lög­menn blaða­mann­anna áherslu á að lög­regl­an hafi leitt blaða­menn­ina í gildru og að sönn­un­ar­gögn­in fyr­ir því að glæp­ur hafi ver­ið fram­inn væru lít­il. Einnig hefði hinn upp­runa­legi dóm­stóll lagt sönn­un­ar­byrð­ina á verj­end­ur en ekki sak­sókn­ara.

Stephen J. Adler, rit­stjóri Reu­ters, sagði í yf­ir­lýs­ingu í gær að úr­skurð­ur áfrýj­un­ar­dóm­stóls­ins væri enn eitt dæm­ið um það órétt­læti sem Lo­ne og Soe Oo hafa þurft að þola. „Þeir eru enn á bak við lás og slá af ein­faldri ástæðu. Vald­haf­ar vildu þagga nið­ur í þeim,“sagði Adler.

Rit­stjór­inn bætti því svo við að blaða­mennska ætti aldrei að vera glæp­ur. Fjöl­miðla­frelsi í Mj­an­mar teld­ist ekki neitt á með­an bl­aða­menn­irn­ir tveir væru í fang­elsi og til­vist rétt­ar­rík­is væri vafa­at­riði.

Vest­ur­lönd brugð­ust illa við ákvörð­un­inni í gær. Ut­an­rík­is­ráðu­neyti Banda­ríkj­anna sagði að hún ylli von­brigð­um og í til­kynn­ingu sagði að Banda­rík­in ef­uð­ust um tján­ing­ar­frels­ið í land­inu. „Við mun­um halda áfram að tala fyr­ir rétt­látri lausn þess­ara hug­rökku blaða­manna.“

Stjórn­völd í Bretlandi köll­uðu

eft­ir því að Aung San Suu Kyi, þjóð­ar­leið­togi Mj­an­mars og hand­hafi frið­ar­verð­launa Nó­bels, skær­ist í leik­inn og skoð­aði hvort bl­aða­menn­irn­ir hefðu feng­ið sann­gjarna og rétt­láta máls­með­ferð.

„Við hvetj­um Aung San Suu Kyi til þess að skoða hvort máls­með­ferð­in hafi ver­ið sann­gjörn og að við­ur­kenna, sem mann­eskja er barð­ist fyr­ir frelsi rík­is­ins, að henni ætti ekki að standa á sama um fram­tíð þess­ara tveggja hug­rökku blaða­manna,“sagði Jeremy Hunt ut­an­rík­is­ráð­herra við BBC.

NORDICPHOTOS/AFP

Wa Lo­ne eft­ir dóms­upp­kvaðn­ingu í sept­em­ber.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.