Það allra áhuga­verð­asta frá CES 2019

Stærstu neyt­enda­tækn­i­sýn­ingu heims lauk í gær. Hún fer fram ár­lega í Las Vegas. Áfram­hald­andi snjall­væð­ing heim­il­is­ins, hleðslu­tækni og sjón­vörp voru á með­al þess sem stóð upp úr í ár.

Fréttablaðið - - TÆKNI - MYND/IMPOSSIBLE FOODS [email protected]­bla­did.is NORDICPHOTOS/GETTY

Þórgnýr Ein­ar Al­berts­son

Sýnd­ar­veru­leiki í bíla

Bifreið­aris­inn Audi kynnti Hol­ori­de til leiks. Það er tækni sem mið­ar að því að færa sýnd­ar­veru­leik­ann í bak­sæti allra bif­reiða. Notk­un sýnd­ar­veru­leikagler­augna á síð­ur að valda bíl­veiki en skjá­ir.

Snjall­kló­sett

Hið gam­al­gróna fyr­ir­tæki Kohler sýndi ráð­stefnu­gest­um Kohler Numi 2.0. Nýtt snjall­kló­sett. Sum­ir myndu segja snjall­væð­ingu komna út fyr­ir öll vel­sæm­is­mörk en kló­sett­ið er út­bú­ið hreins­un­ar- og þurrk­un­ar­bún­aði sem lag­ar sig að not­and­an­um, hit­uðu sæti og meira að segja sta­f­ræna að­stoð­ar­mann­in­um Al­exa.

Snjall­kisukló­sett

Ef les­end­um þyk­ir það fara yf­ir strik­ið að fram­leiða snjall­kló­sett ættu þeir að hætta að lesa hér. Fyr­ir hina, þá gæti ver­ið gam­an að vita að PurrSong kynnti nýtt snjall­kattakló­sett er kall­ast La­vvieBot. Það hreins­ar kattas­and­inn sjálft og eyð­ir lykt, ger­ir grein­ar­mun á milli katta og teng­ist ver­ald­ar­vefn­um.

Mun smærra tölvu­hleðslu­tæki

Hleðslu­tæki fyr­ir far­tölv­ur eru oft­ast nær stór og klunna­leg og það get­ur ver­ið leið­in­legt að pakka þeim nið­ur í far­tölvutösk­una. An­ker sýndi PowerPort Atom PD 1. Það er nýtt USB-C far­tölvu­hleðslu­tæki, sem virk­ar með fjöl­mörg­um far­tölv­um eins og til dæm­is nýju MacBook Air-tölv­un­um, og er álíka stórt og snjallsíma­hleðslu­tæki.

Þráð­laust hleðslu­hulst­ur

Eig­end­ur iPho­ne-síma sem ekki fengu AirPods eða önn­ur þráð­laus heyrn­ar­tól í jóla­gjöf þurfa enn að pirra sig á því að geta ekki bæði hlað­ið sím­ann og hlustað á tónlist á sama tíma. Þessu ætl­ar Mophie að breyta og kynnti hleðslu­hulst­ur fyr­ir iPho­ne X, XS Max, XS og XR sem hleð­ur sím­ann með þráð­lausri hleðslu­tækni.

Upp­rúll­að sjón­varp

Tækn­iris­inn LG sýndi glæsi­legt OLED-sjón­varp sem ætti að kæta þau sem að­hyll­ast míníma­lísk­an lífs­stíl. Auk mik­illa mynd­gæða er hægt að rúlla skjá LG OLED TV R sjón­varps­ins sam­an í snyrti­leg­an, svart­an kassa þeg­ar notk­un er hætt. Þannig er eig­in­lega hægt að fela sjón­varp­ið.

Ekki kjöt

Það var ým­is­legt fleira til sýn­is en snjall­tæki, gler og málm­ur. Impossible Foods kynnti Impossible Bur­ger 2.0 á CES sem er upp­færð út­gáfa af veg­an-ham­borg­ar­an­um Impossible Bur­ger. Borg­ar­inn virð­ist hafa plat­að marga ráð­stefnu­gesti og þyk­ir bæði af­ar bragð­góð­ur og nauðalík­ur hefð­bundnu, um­hverf­is­spill­andi nauta­kjöti. „Þrátt fyr­ir að vera gerð­ur úr plöntu­prótein­um lít­ur hann út, bragð­ast, eld­ast og er með sömu áferð og nauta­kjöts­borg­ari. Kol­efn­is­fót­spor­ið er hins veg­ar mun minna,“sagði blaða­mað­ur Enga­dget.

Mynda­vélas­leð­ar

Snjallsíma­fram­leið­end­ur kepp­ast við að ná sem mest­um hluta fram­hlið­ar­inn­ar und­ir skjá. Á síð­ustu miss­er­um hafa fram­leið­end­ur kom­ið fram­hlið­ar­mynda­vél­um og skynj­ur­um fyr­ir í hök­um ( e. notches) á skján­um en ný­lega hafa kín­versk­ir fram­leið­end­ur sett eins kon­ar sleða á síma sína. Þá get­ur nær öll fram­hlið­in far­ið und­ir skjá og mynda­vél­inni er svo bara rennt upp þeg­ar þörf er á. Hon­or kynnti einn slík­an á CES, Magic 2.

MicroLED í stað OLED

Samsung, leið­andi afl í skjá­tækni, kynnti risa­vax­ið 75 tommu sjón­varp sem styðst ekki við hina vin­sælu OLED­tækni held­ur MicroLED. Sam­kvæmt The Ver­ge er útlit fyr­ir að MicroLED sé fram­tíð­in. Það bjóði upp á jafn­góð eða betri mynd­gæði en OLED og sé ekki hrjáð sömu göll­um. Þá kynnti Samsung einnig ein­inga­sjón­varp, sem hægt er að stækka eða minnka, með sömu skjá­tækni.

Þýð­ing­arma­skína Google

Bot Care.

Google kynnti nýja við­bót við sta­f­ræna að­stoð­ar­mann­inn Google Ass­ist­ant. Með hjálp Google Tr­anslate get­ur að­stoð­ar­mað­ur­inn nú þýtt sam­töl á mis­mun­andi tungu­mál­um í raun­tíma. Þýð­ing­in er hins veg­ar ekki full­kom­in en eins og marg­ir ættu að þekkja tek­ur Google Tr­anslate þó stöð­ug­um fram­förum.

Göngu­þjark­ur

Samsung sýndi prufu­út­gáf­ur af vör­um úr nýrri línu sem kall­ast GEMS og er hönn­uð til þess að að­stoða fólk við að ganga. GEMS-H er flagg­skip­ið í lín­unni og er eig­in­leg­ur göngu­þjark­ur sem á að auð­velda fólki að ganga um 23 pró­sent.

Að­stoð­ar­vél­menni

Samsung, sem kem­ur merki­lega oft fyr­ir á þess­ari einu síðu, sýndi einnig að­stoð­ar­vél­menn­ið Bot Care. Það er hvítt og krútt­legt og get­ur fylgst með svefni, mælt púls og jafn­vel hringt í neyð­ar­lín­una eða fjöl­skyld­una þeg­ar það skynj­ar að þú haf­ir dott­ið svo fátt eitt sé nefnt. Hér sést OLED-sjón­varp­ið frá LG á leið úr kass­an­um.

Gang­andi bíll

Hyundai reyn­ir að finna upp hjól­ið á nýj­an leik, eða kannski bara alls ekki, og kynnti hug­mynd að nýj­um bíl er kall­ast Elevate. Bíll­inn er hugs­að­ur fyr­ir erfitt færi og er með risa­vaxn­ar lapp­ir líkt og padda auk hefð­bund­inna dekkja.

Sjálf­hlað­andi úr

Mörg nenna ekki að fá sér snjallúr því þau vilja ekki þurfa að hlaða enn eina græj­una. Heilsusnjallúr­ið Mat­rix Powerwatch 2 er hugs­að sem svar við því ákalli og full­yrða fram­leið­end­ur að það gangi fyr­ir sól­ar­orku og hita.

Snjall­kisukló­sett­ið frá PurrSoft hreins­ar sig sjálft, ger­ir grein­ar­mun á milli katta og er tengt ver­ald­ar­vefn­um.

Svona gæti gang­andi bíll Hyundai lit­ið út.

Það er ná­kvæm­lega ekk­ert kjöt á þessu grilli.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.