Enda­laust raus

Fréttablaðið - - SKOÐUN - Krist­ín Þor­steins­dótt­ir krist­[email protected]­bla­did.is

Sam­fé­lagsum­ræð­an væri frjórri ef sum nettröll­in og ein­staka stjórn­mála­menn temdu sér meiri auð­mýkt og segðu oft­ar: Ég bara veit það ekki. Fólk sem dag hvern tjá­ir ein­arða af­stöðu og þyk­ist hafa allt á hreinu, er sjald­an trú­verð­ugt. Enda fell­ur það æ of­an í æ á próf­inu ef rýnt er í mál­flutn­ing­inn. Karl Th. Birg­is­son, blaða­mað­ur og rit­höf­und­ur, fjall­aði ný­lega um ein­stak­linga sem fylla þenn­an flokk. Hann seg­ir á Face­book:

„Kom­inn heim að lokn­um löng­um degi og skrolla yf­ir face­book. Að vanda skammta Gunn­ar Smári og Hann­es Hólm­steinn okk­ur hæfi­legt skrum og stað­reynda­vill­ur, ann­ar æst­ari en hinn, sem hef­ur ára­tuga­langa þjálf­un í orð­skrúði á kostn­að skatt­greið­enda. Svart­sýni púk­inn á hægri öxl­inni seg­ir: „Svar­aðu þeim með meitl­aðri grein.“Já­kvæði púk­inn á vinstri öxl­inni seg­ir: „Þetta líð­ur hjá. Eins og Trump. Og flens­an.“– Reynsl­an seg­ir að hyggi­leg­ast sé að sofa á þessu, en Smári og Hann­es eru samt eins og fjölónæm­ar bakt­erí­ur. Þeir hætta aldrei að valda okk­ur óum­beð­inni vits­muna­legri kvefpest.“

Oft tekst af­kasta­mikl­um of­látung­um að eigna sér prýð­is­góð­an mál­stað, ger­ast sjálf­skip­uð brjóst­vörn hans og vinna hon­um tjón frek­ar en gagn. Stund­um eina hug­sjón í dag og aðra á morg­un.

Ekki ber að lasta fólk fyr­ir að skipta um skoð­un. En þá þarf að kann­ast við fyrri skoð­an­ir. Ekki síst þeg­ar sjálf­sagð­ar gjörð­ir fyrra lífs verða ljót­ar mis­gjörð­ir eft­ir skoð­ana­skipt­in. Furðu sæt­ir að fjölda­hreyf­ing­ar, sem lúta regl­um lýð­ræð­is og kjósa sér for­ystu, hirða lít­ið um að hrista af sér slíka tals­menn.

Ein­stak­ling­ar eru mis­vel í stakk bún­ir til að messa yf­ir fólki. For­tíð­in skipt­ir máli. Ef marga snögga bletti er að finna á við­kom­andi mið­að við það sem hann boð­ar get­ur ver­ið betra, mál­stað­ar­ins vegna, að hafa hægt um sig. Frjáls­hyggju­mað­ur sem ger­ir út á kerf­ið í skjóli ráða­manna, sem út­deila skatt­fé, er skot­mark. Með líku lagi ligg­ur stór­yrt­ur sósí­al­ista­for­ingi, sem altal­að er að hafi stund­um snuð­að starfs­fólk sitt í fyrra lífi – lífi at­vinnu­rek­and­ans, vel við höggi.

Þeir eru á báti með þing­mann­in­um sem ek­ur hring eft­ir hring á okk­ar kostn­að án þess að tak­ast að sann­færa nokk­urn mann um lög­mætt er­indi bíltúrs­ins. Hann varð sjálf­krafa skot­spónn sem drep­ur heil­brigðri stjórn­má­laum­ræðu á dreif. Sex­menn­ing­arn­ir á barn­um Klaustri eru sama marki brennd­ir.

Þetta snýst um rétt­mæt­ar til­finn­ing­ar fólks. Í ná­læg­um lönd­um er virð­ing bor­in fyr­ir slíku. Fólk í trún­að­ar­störf­um dreg­ur sig í hlé þeg­ar það verð­ur of um­deilt fyr­ir ann­að en mál­efn­in sem tek­ist er á um. Sé starfs­friði ógn­að af þeirra völd­um finn­ur það á eig­in skinni að það þjóni mál­staðn­um best að hverfa á braut í von um að enda­laust raus­ið fjari út. Þau skynja að þau sjálf eru til­efn­ið. Með slíku raun­sæi má end­ur­vinna traust.

Regla hópí­þrótt­anna – eng­inn ein­stak­ling­ur er stærri en lið­ið – er góð við­mið­un. Svo má leit­ast við að gera hreint fyr­ir sín­um dyr­um og stíga inn á völl­inn á ný.

Með líku lagi ligg­ur stór­yrt­ur sósí­al­ista­for­ingi, sem altal­að er að hafi stund­um snuð­að starfs­fólk sitt í fyrra lífi – lífi at­vinnu­rek­and­ans, vel við höggi.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.