Króat­ar sterk­ari á ög­ur­stundu

Frammistaða ís­lenska karla­lands­liðs­ins í hand­bolta í fyrsta leik sín­um á heims­meist­ara­mót­inu lof­aði góðu. Ís­lenska lið­ið lék heilt yf­ir vel í leik­um, það voru smá­at­riði sem réðu því að Króat­ar höfðu að lok­um bet­ur.

Fréttablaðið - - SPORT - FRÉTTABLAÐIÐ/AFP hjor­[email protected]­bla­did.is A-riðill A-riðill A-riðill

Elv­ar Örn Jóns­son átti af­ar góð­an leik þeg­ar ís­lenska lið­ið mætti Króa­tíu. Hann skor­aði fimm marka Ís­lands og gaf þrjár stoð­send­ing­ar.

Ís­land laut í lægra haldi með fjór­um mörk­um þeg­ar lið­ið mætti Króa­tíu í fyrstu um­ferð í B-riðli heims­meist­ara­móts­ins í hand­bolta karla í gær. Frammistaða ís­lenska liðs­ins í leikn­um var heilt yf­ir mjög góð, en tveir slæm­ir kafl­ar í lok beggja hálfleikj­anna gerðu það að verk­um að Króat­ar fóru með sig­ur af hólmi í leikn­um.

Sókn­ar­leik­ur ís­lenska liðs­ins var vel skipu­lagð­ur og einkar vel út­færð­ur lung­ann úr leikn­um. Þar fór Aron Pálm­ars­son gjör­sam­lega á kostn­um, en hann skor­aði sjö mörk í leikn­um og átti þar að auki sjö stoð­send­ing­ar á sam­herja sína. Aron gaf tón­inn með fyrstu tveim­ur mörk­um leiks­ins og átti sinn besta lands­leik í lang­an tíma.

Það var svo ekki að sjá að Elv­ar Örn Jóns­son væri að spila á sínu fyrsta stór­móti, en hann var næst­marka­hæst­ur í ís­lenska lið­inu með fimm mörk. Elv­ar Örn var bæði áræð­inn og ör­ugg­ur í sín­um að­gerð­um og gam­an að sjá hversu langt hann er kom­inn í þró­un sinni sem hand­bolta­mað­ur.

Ís­land hafði for­ystu, 26-25, þeg­ar tæp­ar tíu mín­út­ur voru eft­ir af leikn­um, en lokakafli leiks­ins fór 7-1 Króa­tíu í vil og því fór sem fór. Króa­tíska lið­ið skor­aði sömu­leið­is fimm síð­ustu mörk fyrri hálfleiks­ins og því voru það lokakafl­ar hálfleikj­anna sem urðu ís­lenska lið­inu að falli líkt og áð­ur sagði.

Stefán Árna­son, álits­gjafi Frétta­blaðs­ins, var virki­lega ánægð­ur með spila­mennsku ís­lenska liðs­ins í leikn­um, en tel­ur að slæm­ur varn­ar­leik­ur og tap­að­ir bolt­ar þeg­ar mest á reyndi hafi reynst lið­inu dýr­keypt­ir.

„Mér finnst fyrst og fremst un­un að sjá hversu vel und­ir­bú­ið ís­lenska lið­ið mætti til leiks. Það var auð­sjá­an­legt að Guð­mund­ur Þórð­ur Guð­munds­son hafði kort­lagt Króat­ana gríð­ar­lega vel og sömu­leið­is sett sókn­ar­leik­inn vel upp. Það var líka frá­bært að sjá hversu vel Aron Pálm­ars­son spil­aði í leikn­um og það er langt síð­an mað­ur sá hann í þess­um ham með lands­lið­inu. Það er greini­legt að Guð­mund­ur er að ná því besta fram í Aroni,“sagði Stefán um leik­inn í gær.

„Það gladdi mig svo mik­ið að sjá hversu vel Elv­ar Örn kom inn í leik­inn. Hann var skyn­sam­ur í sín­um að­gerð­um, að­gangs­harð­ur og klár­aði fær­in sín vel. Ég vissi vel hvað býr í hon­um þar sem hann hef­ur sýnt það áð­ur bæði með yngri lands­lið­un­um og Sel­fossi. Það var hins veg­ar ánægju­legt að sjá að hann gæti veru­lega lát­ið til sín taka á stærsta svið­inu,“sagði hann enn frem­ur.

„Óm­ar Ingi Magnús­son átti svo góða spretti í leikn­um og skor­aði mörk á mik­il­væg­um augna­blik­um í leikn­um. Ág­úst Elí Björg­vins­son kom með góða inn­komu í mark­ið í seinni hálfleikn­um. Markvarsl­an heilt yf­ir í leikn­um var hins veg­ar ekki nógu góð. Það verð­ur hins veg­ar að taka það fram þeim til varn­ar að mér fannst við ekki ná okk­ur nægi­lega vel á strik í varn­ar­leikn­um nema á stutt­um köfl­um í hvor­um hálfleik. Það var svo sem vit­að að það yrði erfitt að ráða við leik­menn eins og Luka Step­ancic, Luka Cindric og Domagoj Du­vnjak. Við vor­um ekki nógu sterk­ir mað­ur á móti manni á móti þeim sem er reynd­ar mjög eðli­legt þar sem þetta eru leik­menn í hæsta gæða­flokki,“sagði Stefán.

„Mér fannst þessi leik­ur hins veg­ar gefa já­kvæð fyr­ir­heit fyr­ir fram­hald­ið, en næsti leik­ur sem er gegn Spáni verð­ur hins veg­ar gríð­ar­lega erf­ið­ur þar sem Spán­verj­ar eru með sterk­ara lið en Króatía að mínu mati. Þessi leik­ur sýndi hins veg­ar hversu langt okk­ar lið er kom­ið og það er ekk­ert langt í bestu lið heims,“sagði hann um fram­hald­ið hjá ís­lenska lið­inu. Ma­kedón­ía - Jap­an Spánn - Barein

A-riðill

Serbía - Rúss­land Frakk­land - Bras­il­ía

C-riðill

Aust­ur­ríki - Sá­di-Arabía Nor­eg­ur - Tún­is

D-riðill

Angóla - Kat­ar Ar­g­entína - Ung­verja­land Svíþjóð - Egypta­land 14.30 Rúss­land - Kórea 17.15 Þýska­land - Bras­il­ía 19.30 Frakk­land - Serbía

14.30 Aust­ur­ríki - Síle 17.15 Nor­eg­ur - Sá­di-Arabía 19.30 Dan­mörk - Tún­is 29-22 34-24 24-23 25-25 27-24

Mér fannst þessi leik­ur gefa jáv­kæð fyr­ir­heit fyr­ir fram­hald­ið, en næsti leik­ur gegn Spáni verð­ur hins veg­ar gríð­ar­lega erf­ið­ur þar sem Spán­verj­ar eru með sterk­ara lið en Króatía að mínu mati.

Stefán Árna­son

C-riðill C-riðill C-riðill

Stig þjóða: Stig þjóða: Stig þjóða: Stig þjóða:

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.