Dríf­andi kraft­ur í bland við doða

Sig­ríð­ur Jóns­dótt­ir ger­ir upp fyrri hluta leik­árs­ins 2018–2019.

Fréttablaðið - - HELGIN -

Nú er ár­inu 2018 lok­ið og hið nýja 2019 tek­ið við, von­andi með bjart­ari dög­um fram und­an. Ára­mót­in marka líka mið­punkt leik­árs­ins sem gott er að nýta til að fara yf­ir liðna leik­hús­mán­uði, skoða hvað var fram­bæri­legt á svið­um lands­ins, hverj­ir báru af og hvað mætti fara bet­ur.

Eins og alltaf byrj­aði leik­ár­ið úti á landi með hinni ein­stöku ein­leikja­há­tíð Act Alone á Suð­ur­eyri, áhorf­end­ur eru hvatt­ir til að gera sér ferð og upp­lifa ekki bara ókeyp­is leik­hús held­ur heilt sviðslista­sam­fé­lag.

Leik­ár höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins byrj­aði af krafti með tveim­ur gjör­ólík­um sýn­ing­um í Borg­ar­leik­hús­inu og Þjóð­leik­hús­inu; ann­ars veg­ar ein­leikn­um Allt sem er frá­bært í leik­stjórn Ól­afs Egils Egils­son­ar og hins veg­ar stór­sýn­ing­unni Ronju ræn­ingja­dótt­ur í leik­stjórn Selmu Björns­dótt­ur, en ork­an dal­aði fljót­lega því síð­an þá hef­ur hálf­gerð lægð leg­ið yf­ir leik­hús­un­um. Hún er ekki endi­lega djúp en nöp­ur með köfl­um.

Sýn­ing­ar sem lof­uðu góðu á blaði, s.s. Dúkku­heim­ili, 2. hluti, eft­ir Lucas Hn­ath og Sam­þykki eft­ir Ninu Raine fóru ekki á flug þrátt fyr­ir þátt­töku fram­bæri­legra leik­stjóra á borð við Unu Þor­leifs­dótt­ur og Krist­ínu Jó­hann­es­dótt­ur. Lyk­il­þátt­ur­inn sem klikk­aði var ekki frammistaða leik­ar­anna held­ur göll­uð hand­rit þar sem höf­und­ar út­skýrðu inni­hald­ið frek­ar en að rann­saka Ronja ræn­ingja­dótt­ir er frá­bær sýn­ing enda sýnd við mikl­ar vin­sæld­ir.

mál­efn­ið sem fyr­ir lá, hvim­leið­ur galli á bæði am­er­ísk­um og ensk­um sam­tíma­leik­rit­um. Sömu­leið­is voru of marg­ar sýn­ing­ar nokk­uð góð­ar en ekki endi­lega eft­ir­minni­leg­ar.

Ljós­ið í skamm­deg­inu

Ljós­ið í skamm­deg­inu eru nýju ís­lensku leik­rit­in sem hafa upp til hópa lof­að góðu og kynnt til sög­unn­ar ný leik­skáld, s.s. Jón Magnús Arn­ars­son, Sóleyju Ómars­dótt­ur og Matth­ías Tryggva Har­alds­son. Leik­rit­in komu úr ýms­um átt­um, fjöll­uðu um margs kon­ar mál­efni, þar var leik­ið með formið og gef­in von um betri tíma. Aft­ur á móti er enn ástæða til að minna áhorf­end­ur á að kaupa miða og mæta á ný ís­lensk verk, sér­stak­lega eft­ir höf­unda sem eru að stíga sín fyrstu skref. Þessi þró­un er góð og já­kvæð en minna virð­ist fara fyr­ir reynd­ari leik­skáld-

um um þess­ar mund­ir, s.s. Krist­ínu Ei­ríks­dótt­ur og Jóni Atla Jónas­syni. Frægð­in hef­ur lít­ið að segja ef hún var­ir ein­ung­is fimmtán mín­út­ur eða ígildi einn­ar frum­sýn­ing­ar, leik­skáld­in þarf að rækta, ekki bara svið­setja verk þeirra stöku sinn­um.

Frum­sýn­ing­ar á barna­leik­rit­um voru alltof fá­ar fyrripart leik­árs. Að­eins Ronja ræn­ingja­dótt­ir, byggð á bók Astrid Lind­gren, var frum­sýnd í Þjóð­leik­hús­inu við mikl­ar vin­sæld­ir enda frá­bær sýn­ing. En fátt ann­að nýtt var í boði fyr­ir okk­ar yngstu leik­húsáhorf­end­ur. Borg­ar­leik­hús­ið end­ur­sýndi Jólaflækju um há­tíð­arn­ar og virð­ist ætla að eyða öllu sínu púðri í stór­sýn­ing­una Matt­hildi byggða á bók Roalds Dahl, í nýrri söng­leikja­út­gáfu, á vor­mán­uð­um. Þjóð­leik­hús­ið frum­sýn­ir síð­an Þitt eig­ið leik­rit – goð­sögu eft­ir Æv­ar Þór Bene­dikts­son, bet­ur þekkt­an sem Val­ur Freyr Ein­ars­son í hlut­verki sínu í Allt sem er frá­bært.

Æv­ar vís­inda­mað­ur, í lok janú­ar. Tjarn­ar­bíó byrj­ar 2019 með Rauð­hettu í boði leik­hóps­ins Lottu sem hef­ur unn­ið mik­ið frum­kvöðl­astarf á síð­ustu ár­um með því að ferð­ast með sýn­ing­ar sín­ar um land­ið allt.

Nauð­syn­legt bæti­efni

Tjarn­ar­bíó held­ur áfram að standa fyr­ir sínu sem mið­punkt­ur sjálf­stæðu sviðslista­sen­unn­ar á land­inu. Helst ber að nefna nýju leik­rit­in Svart­lyng, Griðastað og Rejúníón sem öll færðu áhorf­end­um nýja sýn á sam­tím­ann, krydd­uðu leik­hús­bragð­lauk­ana og sönn­uðu að sjálf­stæða leik­hús­ið er nauð­syn­legt bæti­efni inn í flór­una. Að auki má alls ekki gleyma að Tjarn­ar­bíó er vett­vang­ur fyr­ir al­þjóð­legt leik­hús af ýmsu tagi, dans­sýn­ing­ar og sviðslista­há­tíð­ir á borð við Lókal og Reykja­vík Dance Festi­val sem

stækka stöð­ugt. Þetta hús þarf Reykja­vík­ur­borg að styðja miklu bet­ur fjár­hags­lega enda hef­ur það margsann­að sig að í leik­hús­inu við Tjörn­ina er frjó jörð fyr­ir sviðslistafram­tíð­ina.

Menn­ing­ar­fé­lag Akur­eyr­ar gekk í gegn­um erf­iða tíma á síð­asta ári en eft­ir að Marta Nor­dal tók við norð­an heiða virð­ist leik­fé­lag­ið vera að rétta úr kútn­um. Lögð er mik­il áhersla á grasrót bæj­ar­fé­lags­ins og stærsta sýn­ing þeirra var hin goð­sagna­kennda Ca­ba­ret með þeim Ólöfu Jöru Skag­fjörð og Há­koni Jó­hann­es­syni í að­al­hlut­verk­un­um. Barna­sýn­ing­in Gall­stein­ar afa Gissa eft­ir Karl Ág­úst Úlfs­son verð­ur síð­an frum­sýnd í fe­brú­ar. Ekki má gleyma að Kven­fólk eft­ir Hund í óskil­um hóf ferða­lag sitt í sam­komu­hús­inu og er sýnt fyr­ir fullu húsi í höf­uð­borg­inni.

Rík­harð­ur III í leik­stjórn Bryn­hild­ar Guð­jóns­dótt­ur er lang­besta sýn­ing síð­ustu mán­aða að mati gagn­rýn­anda Frétta­blaðs­ins.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.