AFT­UR Á MÓTI ER ENN

Fréttablaðið - - HELGIN - Sig­ríð­ur Jóns­dótt­ir

ÁSTÆÐA TIL AÐ MINNA

ÁHORF­END­UR Á AÐ KAUPA

blanda af ærsla­full­um gam­an­leik og há­drama­tísk­um boð­skap þar sem Sig­urð­ur Sig­ur­jóns­son sýn­ir hvers hann er megn­ug­ur sem leik­ari. Er ekki kom­inn tími til að hann fái að spreyta sig á bita­stæðri drama­tískri rullu?

Eng­ar efa­semd­ir eru um að Rík­harð­ur III er lang­besta sýn­ing síð­ustu mán­aða þar sem ótrú­leg­ur texti Shakespeares var fram­reidd­ur af skyn­semi og skýr­leika. Hjört­ur Jó­hann Jóns­son hef­ur ver­ið áber­andi í smærri hlut­verk­um síð­ustu ár og fékk loks­ins að upp­skera eft­ir alla þá vinnu sem hann hef­ur lagt til í gegn­um tíð­ina. Túlk­un hans á Rík­harði er hreint út sagt stór­kost­leg.

En er þess­um stóru sýn­ing­um gef­ið of mik­ið pláss þannig að þær yf­ir­þyrmi aðr­ar í hús­un­um? Ekki svo að segja að sýn­ing­ar á borð við Ein­ræð­is­herr­ann og Rík­harð III eigi ekki sinn stað í ís­lensku leik­húsi, þvert á móti, enda eru báð­ar mjög eft­ir­minni­leg­ar. Sp­urn­ing­in er hvort þær komi nið­ur á smærri sýn­ing­um í stóru hús­un­um.

Drottn­ing sjálf­stæða sviðs­ins

Hvað ein­staka leik­ara varð­ar í öðr­um sýn­ing­um þá er Sól­veig Guð­munds­dótt­ir ókrýnd drottn­ing sjálf­stæða sviðs­ins en hún bar af í sýn­ing­um á borð við Svart­lyng og Rejúníón. Í þessu sam­hengi er einn- ig vert að nefna Val Frey Ein­ars­son sem virð­ist ekki geta skrik­að fót­ur á leik­svið­inu og kven­ald­an í Rík­harði III er óvið­jafn­an­leg. Þar ber sér­stak­lega að nefna end­ur­komu Krist­bjarg­ar Kj­eld og er kær­kom­ið að sjá leik­ara af eldri kyn­slóð­inni sýna að þeir hafa engu gleymt.

Gleði­legt nýtt ár og megi næstu mán­uð­ir bera með sér end­ur­nýj­aða orku á ís­lensk leik­svið.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.