And­leg­ur styrk­ur skipt­ir máli

Ég held að skað­leg­ar hug­mynd­ir um karl­mennsku eigi síð­ur upp á pall­borð­ið í dag. Ég held að við sé­um með­vit­aðri um hvað það er sem skipt­ir máli.

Fréttablaðið - - FORSÍÐA - Kristjana Björg Guð­brands­dótt­ir [email protected]­bla­did.is

Júlí­an J.K. Jó­hanns­son, einn sterk­asti mað­ur lands­ins, starfar á með­ferð­ar­heim­ili og les klass­ísk­ar bók­mennt­ir. Hann hvet­ur ungt fólk til að leggja mikla rækt við það sem vek­ur áhuga þess.

Þetta er Ca­melot,“seg­ir Júlí­an J.K. Jó­hanns­son kraft­lyft­inga­mað­ur sem tek­ur á móti blaða­manni og ljós­mynd­ara í æf­inga­hús­næði Breiða­bliks und­ir stúk­unni á Kópa­vogs­velli. „Við er­um ekki í nein­um ridd­ara­leik, þetta var svona smá upp­gjör í gamni vegna of­notk­un­ar á sam­lík­ing­um úr goða­fræð­inni sem loð­ir við íþrótt­ina,“seg­ir hann.

Í Ca­melot er járn­ið sem Jón Páll Sig­mars­son not­aði við æf­ing­ar. Mynd af hon­um og fleiri af­reks­mönn­um úr íþrótt­inni hanga á vegg. Í þessu æf­inga­hús­næði æf­ir Júlí­an fjór­um til fimm sinn­um í viku. Þeg­ar hann æf­ir fyr­ir mót eru æf­ing­arn­ar alla jafna fjög­urra til fimm klukku­tíma lang­ar. Kær­ast­an hans, Ellen Ýr Jóns­dótt­ir, æf­ir oft með hon­um og hef­ur geng­ið vel í íþrótt­inni.

Kraft­lyft­ing­ar hafa átt hug Júlí­ans frá því hann var ung­ling­ur. Hann er 25 ára gam­all og æf­ir af kappi fyr­ir næsta mót sem er í lok janú­ar. Hann varð næst­stiga­hæst­ur í kosn­ingu um íþrótta­mann árs­ins. Það er eng­in furða, á síð­asta ári setti Júlí­an heims­met í rétt­stöðu­lyftu í +120 kg flokki þeg­ar hann lyfti 405 kg. Hann vann gull í rétt­stöðu­lyftu á HM og lenti í 3. sæti í sam­an­lögðu. Þá setti hann Evr­ópu­met í klass­ískri rétt­stöðu­lyftu í +120 kg flokki með 372,5 kg og varð með frammi­stöð­unni Evr­ópu­meist­ari í grein­inni.

„Ég keppti á sex mót­um, sem er tölu­vert mik­ið álag í þess­ari grein. Þrjú mót er tal­ið pass­legt. Álag­ið var kannski sér­stak­lega mik­ið vegna þess að fjög­ur mót­anna voru fyrri­hluta árs­ins. Ég er ánægð­ur með ár­ið í heild­ina þó að allt hafi ekki geng­ið upp,“seg­ir Júlí­an sem seg­ir nauð­syn­legt að gæta að því að vera í góðu and­legu jafn­vægi. „Mað­ur fjár­fest­ir svo mik­ið í þessu. Set­ur all­an sinn tíma í þetta, mikla vinnu og skipu­lagn­ingu. Og þeg­ar það geng­ur illa þá fylg­ir stund­um haus­inn með. Það get­ur tek­ið tíma að jafna sig á því að vinna úr því. Ég var fyrsti Ís­lend­ing­ur­inn til að fá boð á heims­leik­ana. Mæti í þessa risa­höll í Póllandi en féll svo úr keppni. Það voru auð­vit­að von­brigði, en svo held­ur mað­ur bara áfram,“seg­ir hann.

„Nú er mót fram und­an svo ég tek þunga æf­ingu í dag,“seg­ir Júlí­an sem leyf­ir blaða­manni og ljós­mynd­ara að fylgj­ast með. Reykja­vík­ur­leik­arn­ir í kraft­lyft­ing­um fara fram í Laug­ar­dals­höll þann 27. janú­ar. Tíu kon­um og tíu körl­um hef­ur ver­ið boð­in þátt­taka og þrír heims­met­haf­ar verða á með­al kepp­enda.

Hvernig er dæmi­gerð­ur dag­ur í þínu lífi? Hvað borð­ar þú til dæm­is?

„Ég byrja alla daga eins. Heima á morg­un­verði og kaffi­bolla. Ég hlakka alltaf til kaffi­boll­ans. Til­hugs­un­in fær mig á fæt­ur, ég borða oft­ast um sex egg og haframjöl í morg­un­mat. En stund­um nýti ég af­gang úr kvöld­matn­um deg­in­um áð­ur. Mörg­um

finnst það und­ar­legt en það er holl­ur og góð­ur mat­ur,“seg­ir hann og svar­ar því að­spurð­ur að hann borði um fjög­ur þús­und hita­ein­ing­ar á dag. Upp­istað­an sé pró­tín og hann er hrif­inn af lamba­kjöti.

Þú ert sem sagt ekki að borða kjúk­linga­bring­ur í öll mál?

„Nei, alls ekki. Ég borða bæði nauta- og lamba­kjöt og græn­meti. Það hent­ar ekki alltaf því mataræði sem Ellen þarf að fylgja en þá er bara meira fyr­ir mig! Ég hef hald­ið mér í svip­aðri þyngd í tvö ár og er ánægð­ur með það,“seg­ir Júlí­an.

Júlí­an vinn­ur í hluta­starfi á með­ferð­ar­heim­il­inu Stuðl­um og Ellen kær­asta hans starfar á geð­sviði Land­spít­al­ans á Kleppi.

„Ég starfa sem ráð­gjafi á lok­aðri deild. Auð­unn Jóns­son kraft­lyft­inga­mað­ur, sem æf­ir með mér hér, hef­ur starf­að á Stuðl­um í 20 ár. Nú hef ég starf­að þar í tvö ár og lík­ar vel. Ungling­arn­ir sem koma til okk­ar á lok­uðu deild­ina dvelja hjá okk­ur í um tvær vik­ur. Það er í mínu hlut­verki að fá þau til að lenda. Ná átt­um, nær­ast og styrkja sig,“seg­ir Júlí­an.

„Sum­ir sem starfa á Stuðl­um hafa ein­hverja reynslu af eða teng­ingu við fíkn. Ég nota hins veg­ar bak­grunn minn, og þá ástund­un íþrótta sem ég bý að. En al­gjör­lega án þess að pre­dika. Sýna heil­brigða hugs­un og vera til stað­ar,“seg­ir Júlí­an.

„Við Ellen eig­um margt sameiginlegt. Við kynntumst í raun­inni bara hérna í æf­inga­saln­um. Við eig­um sömu áhuga­mál sem er mjög gott og sér­stak­lega af því að við eyð­um bæði tvö mikl­um tíma hér. Ef við vær­um ekki bæði að stunda þessa íþrótt gæt­um við ekki eytt jafn­mikl­um tíma sam­an. Hún er mjög sterk og efni­leg, ég dáð­ist að henni þeg­ar hún kom hing­að að æfa og féll svo al­veg fyr­ir henni,“seg­ir Júlí­an.

„Þetta er ekki stór sal­ur. En hér eyð­ir mað­ur 20 tím­um á viku í æf­ing­ar og það hef ég gert í nærri ára­tug. Mað­ur geng­ur bara hér inn og ger­ir svip­aða hluti dag eft­ir dag og það er alltaf jafn gam­an. Við er­um mörg sem æf­um hér sam­an og er­um mikl­ir vin­ir. Ég get nán­ast tal­ið æf­inga­fé­lag­ana til fjöl­skyldu,“seg­ir hann. ↣

VIÐ ELLEN EIG­UM MARGT

SAMEIGINLEGT. VIÐ

KYNNTUMST Í RAUN­INNI

BARA HÉRNA Í ÆFINGA

SALNUM.

FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK

FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK

„Ég var fyrsti Ís­lend­ing­ur­inn til að fá boð á heims­leik­ana. Mæti í þessa risa­höll í Póllandi en féll svo úr keppni. Það voru auð­vit­að von­brigði, en svo held­ur mað­ur bara áfram.“

Júlí­an við æf­ing­ar í Ca­melot.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.