Sæ­bjúgna­hylk­in eru bylt­ing

Magnús Frið­bergs­son mæl­ir með sæ­bjúgna­hylkj­um frá Arctic St­ar en hann finn­ur mun á sér eft­ir að hann fór að nota þau. Sæ­bjúgu inni­halda fimm­tíu teg­und­ir af nær­ing­ar­efn­um.

Fréttablaðið - - FOLK - MYND/GVA

ÍKína eru sæ­bjúgu þekkt sem heilsu­bótar­fæði og not­uð til bóta við hinum ýmsu mein­um. Kín­verj­ar kalla sæ­bjúgu gjarn­an „gin­seng hafs­ins“og til eru sagn­ir um notk­un sæ­bjúgna þar fyr­ir meira en þús­und ár­um.

Arctic St­ar sæ­bjúgna­hylk­in inni­halda yf­ir fimm­tíu teg­und­ir af nær­ing­ar­efn­um sem geta haft já­kvæð áhrif á líf­eðl­is­fræði­lega starf­semi manns­lík­am­ans, til dæm­is er mik­ið kolla­gen í þeim en það er eitt helsta upp­bygg­ingar­prótein lík­am­ans.

Finn­ur mik­inn mun á sér

Á síð­ustu ár­um hef­ur Arctic St­ar sér­hæft sig í þró­un á fæðu­bót­ar­efn­um, svo sem fram­leiðslu, mark­aðs­setn­ingu og sölu á há­gæða sæ­bjúgna­hylkj­um. Hylk­in eru fram­leidd úr ís­lensk­um, há­gæða, villt­um sæ­bjúg­um sem eru veidd í Atlants­haf­inu.

Magnús Frið­bergs­son, verk­efna­stjóri hjá Land­spít­ala, hef­ur tek­ið sæ­bjúgna­hylk­in frá Arctic St­ar und­an­far­in tvö ár. „Vin­ur minn kynnti mig fyr­ir sæ­bjúgna­hylkj­un­um og þar sem ég hafði lengi ver­ið slæm­ur í hnjám, með lið­verki og lít­ið getað beitt mér, ákvað ég að prófa. Tveim­ur til þrem­ur vik­um seinna fann ég mik­inn mun. Nú hef ég tek­ið sæ­bjúgna­hylk­in í tvö ár og fer allra minna ferða án óþæg­inda. Það er al­gjör bylt­ing frá því sem áð­ur var. Nú get ég gert hluti eins og að fara í lang­ar göngu­ferð­ir, sem ég gat varla gert áð­ur. Að minnsta kosti gerði ég það Magnús er betri í hnjám og finn­ur minna fyr­ir lið­verkj­um eft­ir að hann fór að taka sæ­bjúgna hylk­in.

ekki með bros á vör og það tók mig lang­an tíma að jafna mig eft­ir álag,“út­skýr­ir hann.

Magnús, sem er 69 ára gam­all í dag, hafði feng­ið að heyra frá lækni að mik­ið slit væri í hnjám hans og ekki væri von á að það gengi til baka. „Hann sagði mér að kíkja á fæð­ing­ar­dag­inn minn og að ég gæti ekki bú­ist við að fara aft­ur í tíma. Mér fannst vont að heyra þetta og var því til­bú­inn að prófa ým­is­legt sem gæti mögu­lega lag­að þetta. Sæ­bjúgna­hylk­in frá Arctic St­ar virka mjög vel á mig og ég mæli með að fólk prófi þau.“

Fram­leið­andi sæ­bjúgna er Arctic St­ar ehf. All­ar nán­ari upp­lýs­ing­ar fást á arcticst­ar.is. Arctic St­ar sæ­bjúgna­hylki fást í flest­um apó­tek­um og heilsu­búð­um og í Hag­kaup­um.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.