Les ljóð eft­ir Sig­urð á hverj­um degi

Krist­ín Jó­hann­es­dótt­ir leik­stýrði frum­sýn­ingu í Borg­ar­leik­hús­inu í gær á þrem­ur verk­um eft­ir jafn­marga höf­unda. Hún hef­ur virkj­að skæru­liða and­ans til að kom­ast í gegn­um brimskafla í eig­in lífi.

Fréttablaðið - - HELGIN - Gunn­þóra Gunn­ars­dótt­ir [email protected]­bla­did.is FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK

Þó að skáld­ið Sig­urð­ur Páls­son hafi lát­ist í sept­em­ber 2017 er margt sem minn­ir enn á hann á heim­ili hans og Krist­ín­ar Jó­hann­es­dótt­ur, konu hans. Nafn­ið hans er til dæm­is enn á bjöll­unni. „Ég ætla að hafa Sig­urð með mér hér áfram, þang­að til ég veit ekki hvenær,“seg­ir hún of­ur­eðli­lega. „Það var ein­hver að minn­ast á það við mig um dag­inn, var­færn­is­lega, að rödd­in hans væri enn í sím­svar­an­um hér heima, hélt þetta væri eitt­hvað sem ég hefði ekki at­hug­að. En ég geri það stund­um bara sjálf að hringja heim og þá heyri ég rödd­ina hans … ljóð muna rödd, seg­ir ein­hvers stað­ar!“

Við Krist­ín tyll­um okk­ur í hvítu hús­gögn­in, sem hún seg­ir vera það eina sem þau hjón­in hafi flutt með sér frá Frakklandi. Nýja bók­in, Ljóð muna ferð, með úr­vali af ljóð­um Sig­urð­ar, ligg­ur á stofu­borð­inu.

Þið fylgd­ust lengi að … segi ég. „Já, já, við kynntumst í MR og urð­um strax svo­lít­ið skot­in hvort í öðru. Uppá­tæki hans voru ótrú­leg og ég fyllt­ist af fögn­uði í hvert skipti. Hann var líka einn af ör­fá­um sem töl­uðu við mig sem jafn­ingja. Það hitti í mark. En okk­ar tími rann ekki upp fyrr en seinna, úti í Pa­rís.

Auð­vit­að er þetta mik­il breyt­ing á mín­um hög­um, samt læt ég þetta bara ganga af því að það verð­ur að gera það, hann er þarna og hann er hérna og bara úti um allt, ég spyr hann og hann svar­ar mér í ljóð­um, það er ótrú­lega góð staða að hafa þenn­an djúp­hugs­aða og heilandi skáld­skap frá hon­um. Hann var gef­andi og ör­lát­ur mað­ur.“

Nafns son­ar­ins, Jó­hann­es­ar Páls Sig­urðs­son­ar, er líka á úti­dyra­bjöll­unni þó að hann sé flutt­ur að heim­an, mark­aðs­fræð­ing­ur. Ég spyr Krist­ínu hvort hún eigi barna­börn. „Nei, við vor­um nátt­úr­lega orð­in 38 ára þeg­ar við eign­uð­umst dreng­inn og hann hót­ar því að verða ekki fyrr á ferð­inni með af­kom­anda, við sjá­um bara til! Stund­um er auð­vit­að of­boðs­lega tóm­legt að vera ein en ég hef haft mik­ið að gera og það er kannski það sem bjarg­ar mér, ég á er­indi út úr húsi og er svo lánsöm að vera í starfi þar sem samvinna er grundvöllurinn, þá kem­ur upp hinn ágæti málsháttur: mað­ur er manns gam­an.

Krist­ín hef­ur ver­ið önn­um kaf­in við að setja upp sýn­ingu í Borg­ar­leik­hús­inu sem heit­ir Núna og var frum­sýnd í gær­kvöldi. Í henni eru þrjú stutt leik­verk, frum­raun jafn­margra höf­unda í leik­rita­skrif­um. „Þetta er ung­viði, mjög skemmti­legt, með ný­stár­leg­ar og frjáls­ar hug­mynd­ir, þess vegna þótti við hæfi að hafa ein­hverja aldr­aða og reynda mann­eskju með en stund­um finnst mér ég vera yngst í hópn­um,“ „Ég hef mik­inn áhuga á mennsk­unni og öllu sem við­kem­ur henni. Það er ansi víð­áttu­mik­ið svið,“seg­ir Krist­ín. seg­ir Krist­ín glað­lega. „Ég hef alltaf ver­ið ung­l­iði þó að ár­in líði, yng­ist hvað það varð­ar, frek­ar en hitt, og að vera alltaf í stans­lausri sköp­un er mjög gef­andi, örv­andi og heilandi líka, ég er al­veg sann­færð um það.

Svið­setn­ing er reynd­ar mik­il ábyrgð. Það gild­ir að finna kjarna merk­ing­ar, form, leið­ir og af­stöðu til leik­rita nýrra höf­unda. Þar hefst nýtt höf­und­ar­verk sem er leik­stjór­ans. Ég hef reynd­ar með mér leik­hóp sem í eru snill­ing­ar, hver um ann­an þver­an.“

Hverj­ir sömdu þessi verk? spyr ég. „ Þetta eru Matth­ías Tryggvi Har­alds­son, Hild­ur Selma Sig­berts- dótt­ir og Þór­dís Helga­dótt­ir. Þau eru af kyn­slóð sem er með mjög skýr tengsl við um­heim­inn og hafa veru­leg­ar áhyggj­ur – það eru al­vöru áhyggj­ur – en líka góð­an húm­or. Verk­in fjalla um þetta ástand sem rík­ir í nátt­úr­unni og stefn­ir í heims­voða. Svo er það kynja­svið­ið, þar hef­ur orð­ið ótrú­leg upp­stokk­un, karl­arn­ir vita ekki leng­ur hvert þeirra hlut­skipti er, kon­urn­ar eru smám sam­an að taka yf­ir svið sem karl­ar héldu að þeir ættu. Það sem er svo skemmti­legt við þetta unga fólk er að það er ekki í nein­um pre­dik­un­ar­stell­ing­um, held­ur hef­ur fjar­vídd á hlut­ina og henni fylg­ir húm­or. Ég held ein­mitt að það sem helst geti vak­ið fólk til vit­und­ar sé svona nálg­un.“

Krist­ín kveðst hafa óbilandi trú á manns­and­an­um, sér­stak­lega ef lit­ið sé til lista, einkum og sér í lagi ljóðlist­ar. „Sig­urð­ur hélt því fram að feg­urð­in væri kjarni lífs­ins og ljóðlist­in lífs­nauð­syn. Ég er al­ger­lega sam­mála hon­um. St­and­andi sjálf frammi fyr­ir þeirri ógn sem ég gerði fyr­ir nokkr­um ár­um og síð­an missi og sorg og því ferli sem all­ir lenda í, fyrr eða síð­ar, í ein­hverju formi, fór ég að íhuga hvernig ég gæti brugð­ist við, sá ekki að ég kæm­ist í gegn­um þenn­an skafl og þetta svart­nætti. Átt­aði mig svo á því að það þyrfti að virkja skæru­liða and­ans, hann er nefni­lega mjög mátt­ug­ur, hann beisl­ar og leið­ir hug­ann og leit­ar að hjá­leið til þess að kom­ast í gegn. Svona eins og Virg­ill sem leiddi Dan­te nið­ur til vít­is til þess að hann kæm­ist á end­an­um upp til himna­rík­is að finna Be­atrice sína. Það er alltaf til leið.

Góð­ur leið­sögu­mað­ur er mál­ið

Sum­ir hafa ekki upp­götv­að skæru- liða and­ans og lent á vegg. En hann er þarna, geym­ir ljós­ið og leið­ir okk­ur í myrkr­inu. Ég les ljóð eft­ir Sig­urð á hverj­um ein­asta degi, eitt ljóð – oft fylgja fleiri. Þar er stöð­ug upp­ljóm­un og vís­bend­ing um hjálp við að eyða myrkr­inu og ógn­inni með ein­hvers kon­ar ljósi. Sú hjálp er ekki ætl­uð mér einni, hún er fyr­ir alla, það er vissa mín.“

Krist­ín seg­ir grund­vall­ar­at­riði að hafa við­fangs­efni. „Þó að það sé erfitt og mik­il ábyrgð að setja upp leik­verk og gera bíó­mynd­ir þá er það líka gef­andi. Mað­ur eyð­ir löng­um tíma í að láta hug­mynd­ir vinn­ast, en þá kem­ur eitt­hvað gott til baka og úr verð­ur hringrás af orku.“

Fram und­an hjá Krist­ínu er að stýra út­varps­leik­riti eft­ir Sölku Guð­munds­dótt­ur sem út­skrift­ar­hóp­ur­inn úr leik­list­ar­deild Lista­há­skól­ans ætl­ar að flytja. „Ég hef óskap­lega gam­an af út­varps­leik­húsi og hlakka til að tak­ast á við það verk­efni,“seg­ir hún bros­andi.

Krist­ín hafði í nokk­ur ár gert rann­sókn­ir fyr­ir doktors­gráðu í kvik­mynda­fræði frá Pa­rís, þeg­ar hún varð al­tek­in af hug­mynd fyr­ir kvik­mynd, Á hjara ver­ald­ar, fór heim og gerði hana að veru­leika í fé­lagi við Sig­urð. „Ég hafði rann­sak­að þátt og mynd­mál kvenna í kvik­mynda­sög­unni og þar kom margt fróð­legt fram. Fór svo úr fræð­un­um í að gera kvik­mynd­ir, það var reynd­ar ákvörð­un sem ég tók áð­ur en ég fór út í nám, að ég ætl­aði að gera mynd­ir, þeir fáu sem ég trúði fyr­ir því horfðu á mig eins og ég væri vit­skert. Svo fór ég í tækni­nám sem ég, að gefnu til­efni, held fram að sé miklu minna mik­il­vægt en að greina tungu­mál kvik­mynd­anna og sjá hvert það get­ur far­ið með okk­ur. Sum­ir eru í sama fari og all­ir hin­ir, aðr­ir reyna að end­ur­nýja tungu­mál­ið, þar á með­al eru marg­ar kon­ur. Þær hafa mjög oft ann­að sjón­ar­horn á mynd­mál en karl­ar og nota ann­að tungu­tak.“

Finnst þér þú hafa feng­ið næg tæki­færi til að leik­stýra kvik­mynd­um?

„ Ég vissi fyr­ir­fram að ég yrði ekki í kvik­mynda­gerð sem fylgdi meg­in­straum­um og gerði aldrei ráð fyr­ir að verða þaul­sæt­in sem kvik­mynda­leik­stjóri við borð­ið, samt sem áð­ur liggja eft­ir mig miklu færri mynd­ir en ég hefði vilj­að. Það er sagt að til að verða meist­ari þurfi sam­fellda iðk­un, það þýð­ir að mað­ur nær ekki langt þeg­ar ára­tug­ir líða á milli verk­efna, sama í hvaða fagi það er. En þetta er óhuggu­lega dýr mið­ill, mað­ur er ekk­ert í at­vinnu­mennsku nema að gera mynd fyr­ir 150-200 millj­ón­ir, þá þarf mað­ur styrki og með­fram­leið­end­ur og fer í gegn­um óskap­lega síu. Það er ekki hlaup­ið að þessu.“

Þeg­ar önn­ur áhuga­mál ber á góma tek­ur Krist­ín fram að hún hvorki spili golf, né fari í sund eða lík­ams­rækt­ar­stöðv­ar en hún fer í göngu­ferð­ir, stutt­ar. „ En ég hef mik­inn áhuga á mennsk­unni og öllu sem við­kem­ur henni. Það er ansi víð­áttu­mik­ið svið. Sum­ir koma of­boðs­lega miklu í verk, ég hef aldrei getað skil­ið hvað sumu fólki tekst vel að skipu­leggja tím­ann sinn. Ég á það til að setj­ast nið­ur með bók og svo þeg­ar ég lít upp er dag­ur­inn bú­inn. Stund­um læt ég dá­lít­ið renna sam­an veru­leika og draum, ytra og innra líf. Þar fæð­ast líka dá­sam­leg­ar hug­mynd­ir.“

ÉG Á ER­INDI ÚT ÚR HÚSI OG

ER SVO LÁNSÖM AÐ VERA Í

STARFI ÞAR SEM SAMVINNA

ER GRUNDVÖLLURINN,

ÞÁ KEM­UR UPP HINN

ÁGÆTI MÁLSHÁTTUR:

MAЭUR ER MANNS GAM­AN.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.