Ein limra fyr­ir hvert ár

Ragn­ar Ingi Aðal­steins­son frá Vað­brekku í Hrafn­kels­dal held­ur upp á sjö­tíu og fimm ára af­mæli með út­gáfu kvers­ins Brag­ar­blóm sem inni­held­ur sjö­tíu og fimm limr­ur.

Fréttablaðið - - TÍMAMÓT - FRÉTTABLAÐIÐ/EY­ÞÓR [email protected]­bla­did.is

Ragn­ar Ingi er ný­kom­inn heim úr for­falla­kennslu í Folda­skóla þeg­ar í hann næst. „Ég var í 25 ár við ung­linga­kennslu og er að rifja upp takt­ana. Er með einn 10. bekk í ís­lensku í nokkr­ar vik­ur, nokk­uð sjó­að­ur í því fagi.“Þar sem mað­ur­inn er doktor í brag­fræði spyr ég hvort hann noti ekki tæki­fær­ið og kenni ung­menn­un­um ís­lensku brag­ar­hætt­ina. „Ég hef lít­ið far­ið í þá, var samt svo­lít­ið með þeim í ljóð­um í morg­un en er að­al­lega að fara yf­ir mál­fræð­ina með þeim, búa þau und­ir próf.“

Er það rétt að þú sért að eld­ast ískyggi­lega?

„Ja, það eru 365 dag­ar á ári sem líða hver af öðr­um, og ár­in verða 75 þann 15. Ég horfi í kring­um mig og hugsa, hvað gerð­ist eig­in­lega? En ég held upp á þessi tíma­mót með út­gáfu á kveri með 75 limr­um, full­um af kerskni og gal­gopa. Flest­ar hafa orð­ið til síð­an í sum­ar en aðr­ar eru eldri. Sú elsta held ég sé Minni skálds­ins sem er svona:

Brag­ar­blóm heit­ir bók­in og er skreytt svart­hvít­um blóma­teikn­ing­um. „Sóley Nótt Jerzydótt­ir er snill­ing­ur, hún teikn­aði blóm­in frí­hend­is,“seg­ir Ragn­ar

Ingi. „Ég frétti af henni, spjall­aði við hana í byrj­un des­em­ber og gaf henni tíu daga til verks­ins, hún kom með allt klárt í tæka tíð.“

Ragn­ar Ingi kveðst ágæt­lega spræk­ur. „Ég hleyp reglu­lega, var á hlaupa­braut­um í Egils­höll í 35 mín­út­ur í gær­kveldi og kom heim rennsveitt­ur. Er ekk­ert að taka séns á að hlaupa úti, það er svo hættu­legt ef svell­ar, vil ekki mölva í mér bein­in. En svo fer ég í sund á milli. Var að læra ný­lega að fara í kalda pott­inn, hann ger­ir manni gott.“ Ragn­ar heima í stofu. Brag­ar­blóm er 12. ljóða­bók hans.

Þeg­ar ég hef orð á að and­inn sé greini­lega spræk­ur líka, um það vitni bók­in, svar­ar skáld­ið: „Ja, um mitt and­lega ástand er betra að aðr­ir dæmi en ég, sem er bullandi van­hæf­ur í því máli.“Út­gáfu­hóf verð­ur heima hjá af­mæl­is­barn­inu á þriðju­dag­inn milli 17 og 19.30. Sig­ur­lína, kona hans, er bú­in að kaupa kran­sa­köku og aðr­ar létt­ar veit­ing­ar, að sögn Ragn­ars Inga. „Svo verð­ur svo­lít­il

mús­ík. Þrá­inn Árni Bald­vins­son, gít­ar­leik­ari í Skálmöld, ætl­ar að spila fyr­ir mig, við eig­um nefni­lega í sam­starfi, Þrá­inn Árni er að kenna mér á gít­ar og ég hon­um að yrkja – og nú ljóstra ég upp leynd­ar­máli – við ætl­um að frum­flytja fyrsta lag sem ég hef sam­ið við fyrsta text­ann hans Þrá­ins Árna. Við reikn­um ekki með nein­um Pulitzer-verð­laun­um en þetta er auð­vit­að bara byrj­un­in á ferl­in­um!“

Ást­kær fað­ir okk­ar, tengdafað­ir, afi og langafi,

Ást­kær móð­ir okk­ar, tengda­móð­ir, amma og langamma,

Sér­stak­ar þakk­ir til starfs­fólks Hjalla­túns í Vík og Ljós­heima á Sel­fossi.

Þór­laug Arn­steins­dótt­ir Jó­hann Þór Hall­dórs­son Sigrún Arn­steins­dótt­ir Jó­hann­es Ax­els­sonÁrni Arn­steins­son Borg­hild­ur Freys­dótt­ir Hulda Stein­unn Arn­steins­dótt­irG. Ingi­björg Arn­steins­dótt­ir Þórð­ur Ragn­ar Þórð­ars­son Unn­ur Arn­steins­dótt­ir Frið­rik Sæmund­ur Sig­fús­son Heið­rún Arn­steins­dótt­ir Frið­jón Ás­geir Daní­els­sonog fjöl­skyld­ur.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.