Ást­in kvikn­ar á Íslandi

Það verð­ur æ vin­sælla að fara til Ís­lands til að gifta sig eða bera upp bón­orð í fag­urri nátt­úru – hrika­lega gott fyr­ir Insta­gramm­ið. En einnig hafa hjóna­bönd súrn­að hér á landi, kannski eins og hrút­spung­ar.

Fréttablaðið - - LÍFIÐ - Stef­ant­[email protected]­bla­did.is

Kit Har­ingt­on og Rose Leslie urðu ást­fang­in í nátt­úru­feg­urð við Mý­vatn og hyggj­ast mögu­lega kaupa hús við vatn­ið.

Disney-leik­ar­inn og ung­linga­stjarn­an Gar­rett Clayt­on ljóstr­aði því upp á Insta­gram á fimmtu­dag­inn að kærast­inn hans, Bla­ke Knig­ht, hefði bor­ið upp bón­orð á Íslandi fyr­ir ári. Með fylg­ir mynd af par­inu við Jök­uls­ár­lón þar sem Knig­ht er kom­inn nið­ur á hné nán­ast of­an í vatn­inu.

Kit Har­ingt­on og Rose Leslie kynnt­ust á Íslandi við tök­ur á Game of Thrones. Það hef­ur vafa­laust ver­ið feg­urð Mý­vatns sem fékk þau til að vilja rugla sam­an reyt­um. Par­ið gifti sig svo í júní í fyrra í kast­ala í Skotlandi – en Skot­land er svona nán­ast Ís­land. Kvisast hef­ur að þau ætli sér að fjár­festa í húsi við Mý­vatn, staðn­um þar sem ást­in kvikn­aði – eitt það róm­an­tísk­asta sem við á Líf­inu höf­um heyrt.

H j ó l a b r e tt a m a ð - ur­inn og Jack ass­með­lim­ur­inn Bam Mar­gera gifti sig hér á landi ár­ið 2013 en sú heppna var Nicole Boyd og eru þau enn gift, en það er nú ekki sjálfsagt mál í Hollywood. Fyr­ir tveim­ur Disney-stjarn­an Gar­ret Clayt­on fékk bón­orð­ið frá unn­usta sín­um á Íslandi. Gar­ret Clayt­on lék í Disney-mynd­inni Teen Beach sem all­ir ættu að þekkja.

ár­um eign­að­ist par­ið sitt fyrsta barn. Bam hafði ver­ið mik­ið á land­inu fyr­ir brúð­kaup­ið og fór mik­inn á reyk­víska djamm­inu. Frægt varð þeg­ar hann var kýld­ur á Secret Solstice-há­tíð­inni og stuttu síð­ar fór Bam í með­ferð enda átti hann í vand­ræð­um með eit­ur­lyf og áfengi – um

þetta var ár­ið 2016 gerð­ur þátt­ur þar sem raun­veru­leika­þátta­lækn­ir­inn Dr. Jenn reyndi að eiga við hjóla­bret­takapp­ann og losa hann und­an hæl fíkni­efna­djöf­uls­ins. Sam­kvæmt People Magaz­ine fór Bam í með­ferð síð­ast­lið­inn fimmtu­dag en skráði sig strax út aft­ur.

Það er þó ekki bara ham­ingja sem fylg­ir ferða­lög­um til lands­ins.

Tom Cruise og Katie Hol­mes ákváðu að skilja þeg­ar þau voru stödd hér á landi á með­an Tom Cruise tók upp kvik­mynd­ina Obli­vi­on.

Charlie Sheen gifti sig ekki á Íslandi en hann skellti samt í tíst þeg­ar hann var stadd­ur hér á landi þar sem hann sagð­ist hafa gift sig í Höfða. Síð­ar sagði hann „allt í djóki“og að tíst­inu hafi ver­ið ætl­að að sjokk­era fyrr­ver­andi kon­ur og kær­ust­ur. Takk fyr­ir ekk­ert, Sheen.

Bam Mar­gera. Tom Cruise og Katie Hol­mes.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.