Boð­ar sér­staka styrki til kenn­ara­nema

Mennta­mála­ráð­herra vinn­ur að frum­varpi til þess að veita kenn­ara­nem­um sér­tæka styrki úr LÍN. Ráð­herr­ann seg­ir kenn­ara­skort blasa við, ef ekk­ert verði að gert. Fjöldi braut­skráðra kenn­ara sé ein­fald­lega ekki næg­ur til þess að mæta þörf. „Grafal­var­legt mál,

Fréttablaðið - - FORSÍÐA - – ósk

Lilja Alfreðs­dótt­ir mennta­mála­ráð­herra seg­ir rót­tækra að­gerða þörf til að auka að­sókn í kenn­ara­nám og bæta starfs­um­hverfi kenn­ara. Ráð­herr­ann ætl­ar að breyta náms­fyr­ir­komu­lag­inu þannig að starfs­nám kenn­ara á fimmta ári verði laun­að og búa þannig um hnút­ana að Lána­sjóð­ur ís­lenskra náms­manna greiði sér­tæka styrki til kenn­ara­nema. „Hug­mynd­in er að það verði fjár­hags­leg­ur hvati úr Lána­sjóðn­um í af­mark­að­an tíma til þess að auka að­sókn­ina í nám­ið.“ Að­spurð seg­ir hún að­gerð­ina ekki endi­lega þurfa að fela í sér mis­mun­un gagn­vart nem­end­um í öðr­um grein­um. Norð­menn hafi svip­að fyr­ir­komu­lag um kenn­ara­nám­ið sem hafi mælst vel fyr­ir. Lilja stefn­ir á að laga­frum­varp um efn­ið verði klárt næsta haust. Þá vinni að­gerða­hóp­ur sem Lilja skip­aði á dög­un­um að því að bæta starfs­um­hverf­ið, al­mennt.

„ Það er al­veg ljóst að þró­un­in und­an­far­in ár er ískyggi­leg. Að­sókn í kenn­ara­nám hef­ur ver­ið að minnka og þótt við höf­um séð vís­bend­ing­ar um smá­vægi­lega aukn­ingu í nám­ið á vorönn í fyrra þá er ljóst að fjöldi braut­skráðra kenn­ara er ekki næg­ur til þess að mæta ný­lið­un á öll­um skóla­stig­um. Auk þess er brott­fall úr nám­inu mik­ið og náms­fram­vinda kenn­ara­nema hæg. Við er­um að horfa fram á kenn­ara­skort og það er grafal­var­legt mál,“seg­ir Lilja.

Ný­leg­ar töl­ur Hag­stof­unn­ar um hækk­andi hlut­fall leið­bein­enda í grunn­skól­um eru vís­bend­ing um að kenn­ara­skort­ur sé þeg­ar far­inn að segja til sín. Sam­kvæmt árs­skýrslu und­an­þágu­nefnd­ar grunn­skóla skóla­ár­ið 2017 til 2018 voru 434 um­sókn­ir um und­an­þágu til þess að kenna í grunn­skól­um án til­skil­inna leyfa tekn­ar til af­greiðslu nefnd­ar­inn­ar. Þá er með­al­ald­ur starf­andi kenn­ara hár og út­lit fyr­ir að marg­ir reynslu­mikl­ir kenn­ar­ar muni brátt hverfa frá kennslu vegna ald­urs.

Hug­mynd­in er að það verði fjár­hags­leg­ur hvati úr Lána­sjóðn­um í af­mark­að­an tíma til þess að auka að­sókn­ina í nám­ið.

Lilja Alfreðs­dótt­ir mennta­mála­ráð­herra

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.