Fyr­ir­hug­að gjald á fisk­eld­is­fé­lög ým­ist sagt allt of hátt eða of lágt

Skipt­ar skoð­an­ir eru á ágæti fyr­ir­hug­aðr­ar gjald­töku á fisk­eld­is­fyr­ir­tæki. Gjald­ið mun leggj­ast á fram­leiðslu­heim­ild en ekki raun­veru­lega fram­leiðslu. Mun skila millj­arði en veiði­fé­lög telja það ekki nóg.

Fréttablaðið - - FRÉTTIR - MYND/ERLENDUR GÍSLA­SON [email protected]­bla­did.is

Fyr­ir­hug­að gjald fyr­ir nýt­ingu eld­is­svæða í sjó er ým­ist of hátt eða of lágt mið­að við inn­send­ar at­huga­semd­ir við fyr­ir­hug­að laga­frum­varp þess efn­is.

Í drög­um að frum­varp­inu seg­ir að eld­is­fyr­ir­tæki muni þurfa að greiða tíu krón­ur fyr­ir hvert kíló af frjó­um eld­islaxi en helm­ingi lægri upp­hæð fyr­ir kíló af geldlaxi og regn­bogasil­ungi. Ár­ið 2023 mun upp­hæð­in í báð­um flokk­um hækka um helm­ing. Gert er ráð fyr­ir að lög­in taki gildi 2020. Áætl­að er að fyrstu ár­in muni gjald­ið skila rúm­um 600 millj­ón­um í rík­iskass­ann en ríf­lega millj­arði eft­ir að hækk­un­in tek­ur gildi.

At­hygli vek­ur að gjald­ið er ekki lagt á hvert fram­leitt kíló held­ur á hvert kíló sem rekstr­ar­leyf­is­hafi hef­ur leyfi til að fram­leiða. Því er mögu­legt að fyr­ir­tæki muni þurfa að greiða fyr­ir fram­leiðslu sem ekki átti sér stað. „Ástæða þessa er sú að þessi að­ferð er ein­föld í fram­kvæmd og hvet­ur rekstr­ar­leyf­is­hafa til að nýta fram­leiðslu­heim­ild­ir út­gef­inna rekstr­ar­heim­ilda,“seg­ir í at­huga­semd­um með frum­varp­inu.

Í um­sögn KPMG seg­ir að rétt­mæti gjald­stofns­ins megi draga í efa enda taki hann ekki á nokk­urn hátt mið af gjald­þoli gjald­and­ans. Gíf­ur­lega lang­ur tími líði frá því að rekstr­ar­leyfi fæst þar til tekj­ur mynd­ist af starf­sem­inni.

„ Skatt­lagn­ing fram­leiðslu­heim­ild­ar óháð því hvort hún er nýtt sam­ræm­ist illa sjón­ar­miði um vernd­un líf­rík­is, sem búa að baki gjald­tök­unni, enda vand­séð að heim­ild­in ein hafi áhrif á líf­ríki til jafns við sjálft eld­ið,“seg­ir í um­sögn KPMG. Á þetta er einnig bent í um­sögn Sam­taka fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi (SFS) en þar er bent á að það get­ur tek­ið mörg ár að hefja fram­leiðslu að fullu eft­ir að rekstr­ar­leyfi fæst.

Í um­sögn SFS er enn frem­ur bent á að grein­in sé enn að slíta barns­skón­um og af­koma fyr­ir­tækja í geir­an­um að stærst­um hluta ver­ið nei­kvæð. Til að mynda sé upp­safn­að tap síð­ustu fimm ára 4,8 millj­arð­ar króna. Óskyn­sam­legt sé að leggja auð­linda­gjald á með­an af­kom­an er á þann veg. Þá er vik­ið að því að óráð­legt sé að gjald­ið sé ákveð­ið með fastri krónu­tölu en taki ekki mið af af­urða­verði og gengi.

Tónn­inn í um­sögn Lands­sam- bands veiði­fé­laga (LV) er á ann­an veg. Sam­band­ið tel­ur frum­varp­ið varpa fyr­ir róða tæki­færi til að lög­festa fjár­hags­leg­an hvata til að færa eldi úr sjókví­um og upp á land.

„Fyr­ir­hug­uð upp­hæð í frum­varps­drög­un­um […] er alltof lág að mati LV. Upp­hæð­ina þarf að tvö­falda að lág­marki svo ein­hver hvati til breyt­inga hljót­ist af lög­un­um. Þá ger­ir frum­varp­ið ekki ráð fyr­ir að gjald­ið taki mið af verð­lags­breyt­ing­um,“seg­ir í um­sögn­inni.

At­hygli vek­ur að gjald­ið er ekki lagt á hvert fram­leitt kíló held­ur á hvert kíló sem rekstr­ar­leyf­is­hafi hef­ur leyfi til að fram­leiða.

Eld­is­fyr­ir­tæki munu þurfa að greiða tíu krón­ur fyr­ir hvert kíló af frjó­um eld­islaxi.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.