Rót­ar­hóp­ar fyr­ir kon­ur með fíkni­vanda

Rót­in, fé­lag um mál­efni kvenna með fíkni­vanda, hrind­ir af stað hóp­a­starfi í Bjark­ar­hlíð á mið­viku­dag. Byggt er á að­ferð­um Stephanie Covingt­on sem lít­ur á fíkn sem af­leið­ingu áfalla. Hóp­arn­ir veita stuðn­ing og fræðslu um önn­ur bjargráð en neyslu til þess a

Fréttablaðið - - FRÉTTIR - [email protected]­bla­did.is

Rót­in, fé­lag um mál­efni kvenna með áfeng­is- og fíkni­vanda, hef­ur stofn­að til sjálfs­hjálp­ar­hóp­a­starfs í Bjark­ar­hlíð, mið­stöð fyr­ir þo­lend­ur of­beld­is, sem kall­að­ir eru Rót­ar­hóp­ar. Hóp­a­starf­inu er ætl­að að styðja kon­ur til bata frá vímu­efnafíkn og er það kon­un­um að kostn­að­ar­lausu að sækja sér stuðn­ing í hóp­ana. Í Rót­ar­hóp­un­um er unn­ið út frá þekk­ingu á sam­bandi áfalla og vímu­efna­vanda og er þátt­taka í þeim að­eins hluti af bata­ferl­inu að sögn að­stand­enda. „Eng­in skyndilækn­ing er til á áhrif­um áfalla og allt lífið er­um við að skoða for­tíð okk­ar, læra af henni og skapa okk­ur betri fram­tíð í kjöl­far­ið,“seg­ir Guð­rún Ebba Ólafs­dótt­ir, ann­ar tveggja leið­bein­enda Rót­ar­hóp­anna. Guð­rún Ebba er grunn­skóla­kenn­ari og hef­ur leitt sjálfs­hjálp­ar­hópa í Stíga­mót­um og Dreka­slóð. Hinn leið­bein­and­inn, Katrín G. Alfreðs­dótt­ir, er fé­lags­ráð­gjafi, fjöl­skyldu­fræð­ing­ur og með gráðu í fíkni­fræð­um.

Um­ræðu­efni hóp­anna tengj­ast Stephanie Covingt­on er doktor í sál­fræði og þekkt­ur fíkn­isér­fræð­ing­ur.

við­fangs­efn­um nám­skeiðs­ins Kon­ur studd­ar til bata, sem Rót­in hélt í haust, þar sem að­aláhersl­an var á sjálfs­mynd, sam­bönd og sam­skipti, kyn­verund og and­lega heilsu kvenna með fíkni­vanda. „Inn­an þess­ara þátta eru und­ir­flokk­ar sem all­ir snerta mik­il­væg at­riði fyr­ir kon­ur í bata­ferli. Sp­urt er hvað kom fyr­ir kon­urn­ar í stað þess að spyrja hvað sé að þeim. Hvernig þær hafi

kom­ist af og til hvaða bjargráða hver og ein þeirra hafi grip­ið. Rætt er um nýj­ar að­ferð­ir til að tak­ast á við vand­ann í stað þess að grípa til þess að nota vímu­efni.“

Guð­rún Ebba seg­ir það hafa ver­ið draum kvenn­anna sem að

Rót­inni standa frá byrj­un að stofna hóp­astarf, eða eins kon­ar stuðn­ings­hópa, að fyr­ir­mynd Stephanie Covingt­on, sem er þekkt­ur fíkn­isér­fræð­ing­ur og doktor í sál­fræði frá Banda­ríkj­un­um. „Stephanie horf­ir á fíkn­ina í gegn­um áföll­in,

sem af­leið­ingu þess sem kom fyr­ir,“út­skýr­ir Guð­rún Ebba. „Við telj­um brýna þörf á svona starfi og það hef­ur mik­ið ver­ið kall­að eft­ir að Rót­in verði með fundi eða ein­hvers kon­ar hóp­astarf. Þetta er okk­ar svar við því.“

Katrín Alfreðs­dótt­ir, Krist­ín I. Páls­dótt­ir, Guð­rún Ebba Ólafs­dótt­ir og Þór­laug Sveins­dótt­ir skipa ráð Rót­ar­inn­ar.

FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK

Bragga­mál­ið sé til­efni til þess að efla inn­kauparáð.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.