Bresk­ir ráð­herr­ar biðla til þing­manna að sam­þykkja Brex­it

Fréttablaðið - - FRÉTTIR - – oa­eg

Ráð­herr­ar í rík­is­stjórn Th­eresu May, for­sæt­is­ráð­herra Bret­lands, róa nú að því öll­um ár­um að fá þing­menn breska þings­ins til að sam­þykkja Brex­it­samn­ing rík­is­stjórn­ar­inn­ar en at­kvæða­greiðsla um samn­ing­inn fer fram á morg­un.

For­sæt­is­ráð­herr­ann rit­aði grein í dag­blað­ið Sunday Express í gær þar sem hún hvatti þing­menn til þess að kjósa Brex­it-samn­ing sinn og sagði ann­að „ófyr­ir­gef­an­leg svik gegn trausti á lýð­ræð­inu“.

Á sama tíma er ljóst að stjórn­ar- and­stað­an brýn­ir hníf­ana en flest­ir stjórn­mála­skýrend­ur í Bretlandi telja ólík­legt að samn­ing­ur­inn verði sam­þykkt­ur og und­ir­býr Verka­manna­flokk­ur­inn nú van­traust­stil­lögu á hend­ur rík­is­stjórn­inni eins fljótt og auð­ið er verði samn­ingn­um hafn­að á morg­un.

Æ fleiri inn­an Verka- manna­flokks­ins telja að flokk­ur­inn eigi að styðja aðra þjóð­ar­at­kvæða­greiðslu um mál­ið en enn sem kom­ið er er stefna flokks­ins að boða til nýrra þing­kosn­inga og end­ur­semja um Brex­it.

Brex­it-mála­ráð­herr­ann Stephen Barclay sagði í sam­tali við BBC að rík­is­stjórn­in sé bú­in und­ir at­burða­rás­ina sem geti far­ið af stað verði samn­ingn­um hafn­að. Hann hvet­ur á sama tíma þing­menn til þess að virða nið­ur­stöð­ur þjóð­ar­at­kvæða­greiðsl­unn­ar frá 2016.

At­kvæða­greiðsla um Brex­it-samn­ing­inn fer fram á morg­un.

Að­spurð­ur hvað rík­is­stjórn­in muni gera verði samn­ing­ur­inn felld­ur, seg­ir Barclay að hann bú­ist við því að „neðri deild­in muni styðja ein­hvers kon­ar samn­ing svip­að­an þess­um“.

Mikl­ar vanga­velt­ur eru um at­burða­rás næstu daga en bresk­ir miðl­ar hafa greint frá orð­rómi þess efn­is í dag og í gær að þver­póli­tísk sam­staða ríki með­al fjölda þing­manna um að taka Brex­it-mál­in úr hönd­um rík­is­stjórn­ar­inn­ar, fari svo að samn­ingi May verði hafn­að á morg­un.

Th­eresa May.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.