Op­in­bert fé leitt til slátr­un­ar

Fréttablaðið - - SKOÐUN - Ey­þór Arn­alds odd­viti Sjálf­stæð­is­manna í borg­ar­stjórn

Við­mið um hvað má breyt­ast í tím­ans rás. Lög og regl­ur líka. Lög um með­ferð op­in­berra fjár­muna og upp­lýs­ing­ar hafa styrkst og við­ur­lög ver­ið hert. Engu að síð­ur sjá­um við dæmi þess að op­in­beru fé er stund­um sólund­að án þess að nokk­ur axli á því ábyrgð. Skóla­bók­ar­dæm­ið er bragga­mál­ið, þar sem hátt í hálf­um millj­arði var sólund­að í ólög­bund­ið verk­efni. Allt brást frá upp­hafi til enda, en verk­inu er reynd­ar ekki enn lok­ið. Í bragga­mál­inu er stað­fest að sveit­ar­stjórn­ar­lög og lög um skjala­söfn voru brot­in. Og há­ar fjár­hæð­ir greidd­ar án heim­ild­ar. Regl­ur borg­ar­inn­ar um inn­kaup voru brotn­ar og gefn­ar voru upp rang­ar upp­lýs­ing­ar til borg­ar­ráðs. Tölvu­póst­um og af­rit­um var eytt. Þetta er allt stað­fest í skýrslu Innri end­ur­skoð­un­ar borg­ar­inn­ar. Eft­ir standa tvö mál sem þarfn­ast frek­ari skoð­un­ar.

Í fyrsta lagi var ekki kann­að hvort hinir und­ar­legu, háu reikn­ing­ar væru til­hæfu­laus­ir, en fjár­hæð ein­stakra verka hef­ur vak­ið at­hygli. Í öðru lagi hvernig á því stóð að lög um skjala­vörslu voru brot­in líkt og stað­fest er í skýrsl­unni. Og tölvu­póst­um eytt án þess að tryggja að skjöl og upp­lýs­ing­ar væru vist­uð í skjala­kerfi eins og lög­in gera ráð fyr­ir. Hvort tveggja þarf að kanna. Við höf­um lagt til að Borg­ar­skjala­safn fari yf­ir skjala­mál­in enda er mik­il­vægt að bragga­mál­ið verði að fullu upp­lýst sem víti til varn­að­ar.

Bragga­verk­efn­ið hófst á síð­asta kjör­tíma­bili en þá voru Pírat­ar við völd. Ár­ið 2015 gaf Innri end­ur­skoð­andi út svarta skýrslu um skrif­stofu eigna (SEA) með 30 ábend­ing­um. Ef far­ið hefði ver­ið eft­ir þeim hefði bragga­hneyksl­inu ver­ið af­stýrt. Pírat­ar bera því ábyrgð á stöð­unni enda með for­mennsku í stjórn­kerf­is­ráði borg­ar­inn­ar. Við­reisn kom ný inn í borg­ar­mál­in og hef­ur tæki­færi til að taka af festu á mál­inu. Það er öðru nær. Eng­inn hef­ur axl­að ábyrgð. Það er kom­inn tími á ný við­mið í því hvernig far­ið er með skatt­fé. Þeir flokk­ar sem tal­að hafa gegn spill­ingu og boð­að gagn­sæi hafa nú próf­mál á herð­um sér.

Þeir flokk­ar sem tal­að hafa gegn spill­ingu og boð­að gagn­sæi hafa nú próf­mál á herð­um sér.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.