Ole Gunn­ar stóðst stóra próf­ið

Manchester United var kom­ið í al­gjört þrot und­ir stjórn Portú­gal­ans José Mour­in­ho. Þá mætti Ole Gunn­ar Solskjær í brúna hjá fé­lag­inu skömmu fyr­ir jól. Lið­ið spil­ar nú bæði skemmti­legri og ár­ang­urs­rík­ari bolta.

Fréttablaðið - - SPORT - hjor­[email protected]­bla­did.is

Ole Gunn­ar Solskjær hef­ur feng­ið al­gjöra óska­byrj­un í starfi sem knatt­spyrn­u­stjóri Manchester United. Hann tók við þar sem leik­menn voru bæði and­lega og lík­am­lega þreytt­ir og lít­ið sem ekk­ert gekk upp á knatt­spyrnu­vell­in­um. Norð­mað­ur­inn fékk þægi­lega leikja­dag­skrá í fyrstu leikj­um sín­um við stjórn­völ­inn.

Hon­um var tíð­rætt um það að hann vildi end­ur­vekja gömlu gild­in um blúss­andi sókn­ar­leik og skemmti­lega knatt­spyrnu hjá Manchester United á með­an hann væri á svæð­inu. Það hef­ur hann svo sann­ar­lega stað­ið við og und­ir hans stjórn hef­ur lið­ið skor­að 15 mörk í fimm deild­ar­leikj­um sem er þrjú mörk að með­al­tali í leik. Manchester United hafði hins veg­ar skor­að tæp­lega tvö mörk í leik í deild­inni í vet­ur und­ir stjórn Mour­in­ho.

Solskjær mætti lið­um sem eru í neðstu sæt­um deild­ar­inn­ar í fyrstu fjór­um leikj­um sín­um, en í gær fékk hann fyrsta stóra próf­ið þar sem mót­herj­inn var Totten­ham Hot­sp­ur. Í stað þess að spila þétt­an varn­ar­leik og treysta á skynd­isókn­ir eins og Portúgal­inn gerði gjarn­an á móti stóru lið­un­um blés gamli fram­herj­inn til sókn­ar. Manchester United hélt bolt­an­um vel inn­an liðs­ins í þess­um leik og átti marg­ar lag­leg­ar sókn­ir.

Paul Pogba sem náði sjald­an að láta ljós sitt skína und­ir lok stjórn­ar­tíð­ar Mour­in­ho var arki­tekt­inn að mörg­um sókn­um Manchester United í leikn­um. Það var ein­mitt franski lands­liðs­mað­ur­inn sem átti glæsi­lega stoð­send­ingu á Marcus Rash­ford sem skor­aði sig­ur­mark­ið í leikn­um. Enski lands­liðs­fram­herj­inn hef­ur nú skor­að í þrem­ur deild- arleikj­um í röð, en það er í fyrsta skipti sem hann nær að gera það. Hann náði ekki að sýna stöð­ug­leika í spila­mennsku sinni und­ir stjórn Mour­in­ho, en varn­ar­skylda hans var mun meiri þeg­ar Portúgal­inn réð ríkj­um.

Pogba hef­ur kom­ið nærri helm­ingi þeirra marka sem lið­ið hef­ur skor­að und­ir stjórn Solskjærs. Skor­að fjög­ur sjálf­ur og lagt upp fjög­ur önn­ur fyr­ir sam­herja sína.

Hin­um meg­in á vell­in­um, það er að segja í varn­ar­leik Manchester United, var lið­ið í vand­ræð­um und­ir stjórn Mour­in­ho, en lið­ið hélt ein­ung­is hreinu í tveim­ur af fyrstu 20 deild­ar­leikj­um sín­um. Nú hef­ur lið­ið spil­að tvo deild­ar­leiki án þess að leka inn marki, en að þessu sinni var það ekki þétt­ur varn­ar­leik­ur sem var lyk­ill­inn að því held­ur fyrst og fremst frammistaða spænska markvarð­ar­ins Da­vids De Gea sem varði öll þau 11 skot sem röt­uðu á mark Manchester United í leikn­um.

Þessi úr­slit þýða að Manchester United er nú með jafn mörg stig og Ar­senal í fimmta til sjötta sæti deild­ar­inn­ar og sæti í Meist­ara­deild Evr­ópu á næstu leiktíð sem var fjar­læg­ur mögu­leiki fyr­ir tæp­um mán­uði er nú inn­an seil­ing­ar. Manchester United er sex stig­um á eft­ir Chel­sea sem er í fjórða sæt­inu sem er neðsta sæti sem veit­ir þátt­töku­rétt í Meist­ara­deild­inni.

Solskjær rit­aði nafn sitt á tvo staði í sögu­bók Manchester United með þess­um sigri, en sex sig­ur­leik­ir hans eru besta byrj­un knatt­spyrn­u­stjóra í sögu fé­lags­ins. Þá hef­ur hann haft bet­ur í fyrstu fimm deild­ar­leikj­um sín­um við stjórn­völ­inn, en þar með jafn­aði hann ár­ang­ur sir Matts Bus­by í þeim efn­um.

Manchester United hef­ur haft bet­ur í öll­um þeim sex leikj­um sem Ole Gunn­ar Solskjær hef­ur stýrt. Sæti í Meist­ara­deild Evr­ópu er nú raun­hæf­ur mögu­leiki.

NORDICPHOTOS/GETTY

Ole Gunn­ar Solskjær fagn­ar hér sigri Manchester United gegn Totten­ham Hot­sp­ur í ensku úr­vals­deild­inni í knatt­spyrnu karla í gær.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.