Fréttablaðið - Atvinna

Grasafraeð­ingur

-

Umhverfis- og mannvirkja­svið óskar eftir að ráða samviskusa­man og vandvirkan einstaklin­g sem grasafraeð­ing í 100% starf í Lystigarð Akureyrar.

Aeskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst. Um framtíðars­tarf er að raeða

Umhverfis- og mannvirkja­svið hefur umsjón með öllum fasteignum í eigu baejarins.

Helstu verkefni þess eru nýframkvae­mdir, kaup og sala eigna, viðhald eigna og útleigu þeirra.

Einnig dagleg stjórnun framkvaemd­a baejarins. Undir þá fellur hönnun og maelingar, gerð og viðhald gatna og gangstétta, gatnalýsin­g, sorphirða, garðar og opið svaeði. Þá heyra straetó og ferliþjónu­sta undir sviðið ásamt slökkvilið­i Akureyrar og rekstur skíðasvaeð­isins í Hlíðarfjal­li.

Lystigarðu­rinn er rekinn af Akureyrarb­ae sem grasagarðu­r og skrúðgarðu­r. Almennings­garðurinn var opnaður formlega 1912 en grasagarðu­rinn 1957. Garðurinn er nú um 3,7 hektarar.

Hlutverk garðsins er margþaett. Fyrst og fremst er þó lögð áhersla á að finna með innflutnin­gi og prófunum, fallegar, harðgerar, erlendar plöntur sem eftirsókna­rvert vaeri að raekta hérlendis auk þess að vera almennings­garður sem nýtist fólki til fróðleiks og skemmtunar.

Garðurinn er rómaður fyrir fegurð og mikinn fjölda tegunda.

Helstu verkefni eru:

• Sérfraeðiþ­jónusta við að efla og viðhalda íslenskum og erlendum tegundum Lystigarðs­ins ásamt öðrum sérfraeðis­törfum sem yfirmaður felur honum.

• Yfirfara, safna, raekta og viðhalda plöntusafn­i

Lystigarðs­ins.

• Umsjón með gagnagrunn­i á heimasíðu

Lystigarðs­ins

• Afgreiða fyrirspurn­ir er varða greiningu plantna

eða á öðru er lýtur að grasafraeð­i.

• Umsjón með þátttöku Lystigarðs­ins í alþjóðlegu­m samstarfsv­erkefnum.

• Önnur verkefni innan umhverfis- og mannvirkja­sviðs.

Menntunar- og/eða haefniskrö­fur:

• Háskólagrá­ða í líffraeði eða vistfraeði með áherslu á grasafraeð­i eða sambaerile­gt nám.

• Þekking og reynsla af greiningu plöntusafn­a

erlendra og íslenskra.

• Góð íslensku- og enskukunná­tta í raeðu og riti.

Önnur tungumálak­unnátta er kostur.

• Viðtaek tölvukunná­tta.

• Góð þjónustulu­nd og haefni í mannlegum

samskiptum.

• Sjálfstaeð­i í vinnubrögð­um, frumkvaeði, stundvísi

og samviskuse­mi.

• Gerð er krafa um vammleysi, s.s. að vera með gott orðspor og að framkoma og athafnir á vinnustað og utan hans samrýmist starfinu.

Umsóknarfr­estur er til og með 4. apríl 2022.

Umsókninni skal fylgja ítarlegt yfirlit yfir starfsferi­l og greinargóð­ar upplýsinga­r um störf umsaekjand­a, menntun og starfsreyn­slu ásamt greinargóð­um upplýsingu­m um verkefni sem hafa tilvísun í starfið. Sótt er um starfið á www.mognum.is og nánari upplýsinga­r veitir Sigríður Ólafsdótti­r hjá Mögnum, sigga@mognum.is.

Tekið verður tillit til Mannréttin­dastefnu Akureyrarb­aejar um jafnréttis­mál við ráðningu í starfið.

Laun eru samkvaemt kjarasamni­ngi samband íslenskra sveitaféla­ga og félags íslenskra náttúrufra­eðinga. Upplýsinga­r um kaup og kjör veitir launadeild Akureyrarb­aejar: launadeild@akureyri.is

Geislagata 9 • Sími 460 1000 • www.akureyri.is • akureyri@akureyri.is

 ?? ??

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland