Fagna ald­ar­fjórð­ungsaf­mæli á Ís­lenska mark­aðs­deg­in­um

Fréttablaðið - FÓLK - - Forsíða -

Ís­lenski mark­aðs­dag­ur­inn verð­ur hald­inn á föstu­dag­inn, en í ár eru sann­köll­uð tíma­mót hjá mark­aðs­fólki og ÍMARK. Fé­lag­ið fagn­ar 25 ára af­mæli sínu en um leið verð­ur Lúð­ur­inn, ís­lensku aug­lýs­inga­verð­laun­in, af­hent­ur í 25. skipti.

Gunn­ar B. Sig­ur­geirs­son, formað­ur ÍMARK, seg­ir í sam­tali við Mark­að­inn að dag­skrá­in hafi sjald­an ver­ið glæsi­legri enda mik­ið lagt í við­burð­inn. Þrír er­lend­ir fyr­ir­les­ar­ar verða á ráð­stefn­unni, þar á með­al Scott Bed­bury, sem er fyrr­um mark­aðs­stjóri St­ar­bucks og Nike og hug­mynda­smið­ur her­ferð­ar­inn­ar Just Do It fyr­ir síð­ar­nefnda fyr­ir­tæk­ið.

„Koma Scotts er hval­reki fyr­ir ís­lenskt mark­aðs­fólk. Fólk sem kem­ur að mark­aðs­mál­um mun vafa­lít­ið sækja sér þekk­ingu og styrk­ingu í starfi með því að sækja ráð­stefn­una,“seg­ir Gunn­ar.

Með­al um­fjöll­un­ar­efna á ráð­stefn­unni eru hinir svo­köll­uðu nýmiðl­ar og notk­un þeirra í mark­aðs­starfi.

„ Mark­aðs­fólk hef­ur mik­inn áhuga á nýmiðl­um og vill vita meira um það hvernig á að fóta sig á þeim vett­vangi,“seg­ir Gunn­ar. „Það gild­ir það sama um þá og aðr­ar leið­ir til að koma skila­boð­um á fram­færi til neyt­enda.“

Gunn­ar seg­ir að fyr­ir­les­ar­ar á ráð­stefn­unni muni vafa­lít­ið fjalla um þetta og von­andi gefa áheyr­end­um dæmi um hvernig hægt sé að koma skila­boð­um á áhrifa­rík­an hátt til neyt­enda með farsím­um, sam­fé­lagsvefj­um og fleiri slík­um miðl­um.

Gunn­ar bæt­ir því við að vissu­lega hafi harðn­að á daln­um í aug­lýs­inga- og mark­aðs­geir­an­um, en nú sé ljóst að þeir sem héldu sínu striki séu að koma bet­ur und­an kreppu en þeir sem drógu úr mark­aðs­starf­semi.

„Vissu­lega hafa fyr­ir­tæki þurft að laga sig að breyttu ástandi frá því í lok árs 2008 hafa sum fyr­ir­tæki virki­lega styrkt sína stöðu með öfl­ugu mark­aðs­starfi og munu sann­ar­lega njóta ávaxt­anna þeg­ar mark­að­ur­inn rétt­ir úr kútn­um. Öfl­ugt og mark­visst mark­aðs­starf er svo sann­ar­lega mik­il­væg­ur part­ur af verð­mæta­sköp­un fyr­ir­tækja.“

Ráð­stefn­an hefst kl. 9 á Hilt­on Nordica og stend­ur til kl. 16. - þj

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.