Tíska, mat­ur og tónlist

Fashi­on with Fla­vor er yf­ir­skrift sýn­ing­ar þar sem ís­lensk hrá­efni eru tvinn­uð sam­an í hönn­un, hand­verki, mat­arlist, tónlist og tísku. Sýn­ing­arn­ar verða næstu fjór­ar helg­ar á Foss­hót­el­um víða um land.

Fréttablaðið - FÓLK - - Forsíða -

„Hug­mynd­in er að sýna fram á hvernig má gjör­nýta hrá­efn­ið úr nátt­úru Ís­lands,“út­skýr­ir Ág­ústa Mar­grét Arn­ar­dótt­ir, hönn­uð­ur og hug­mynda­smið­ur­inn að baki Fashi­on with Fla­vor, en hún rek­ur hönn­un­ar­fyr­ir­tæk­ið Arf­leifð. Sýn­ing­arn­ar eru sam­starfs­verk­efni henn­ar, Gull­smíða­fyr­ir­tæk­is­ins Sign, hljóm­sveit­ar­inn­ar Amaz­ing Creature, Grand hót­el Reykja­vík og Foss­hót­el­anna.

„Hrá­efn­ið sem ég nota í mín­ar vör­ur eru þorskur, lax, karfi og hlýri, hrein­dýra­leð­ur, lamba­leð­ur, hrein­dýrs­horn og ull. Mat­reiðslu­meist­ari hef­ur sett sam­an mat­seð­il með þess­um teg­und­um sem gest­ir munu borða á með­an þeir horfa á tísku­sýn­ingu með vör­um unn­um úr sama hrá­efni,“út­skýr­ir Ág­ústa, sem þeg­ar hef­ur feng­ið við­brögð frá er­lend­um að­il­um.

„Banda­ríska vef­tíma­rit­ið Bull­etMagaz­ine í New York mun fylgj­ast með sýn­ing­un­um og jafn­vel koma til lands­ins á loka­sýn­ing­una á Grand Hót­el. Það sem heill­ar þau er þessi full­nýt­ing á því sem við eig­um, og hvernig við blönd­um þessu sam­an,“seg­ir Ág­ústa. „Þetta kynn­ir Ís­land á flott­an hátt.“

Skart­ið frá Sign er inn­blás­ið af ís­lenskri nátt­úru og mun tónlist Amaz­ing Creature hljóma und­ir hverj­um rétti, sam­in sér­stak­lega fyr­ir sýn­ing­una. Næstu fjór­ar helg­ar verða sýn­ing­ar á Foss­hót­el­um víða um land: Á Foss­hót­el Vatna­jök­ull á Höfn í Horna­firði laug­ar­dag­inn 5. mars en þá er einnig Blús­há­tíð í gangi á Höfn; Foss­hót­el Reyk­holti 12. mars, Foss­hót­el Húsa­vík 19. mars og Grand Hót­el í Reykja­vík laug­ar­dag­inn 26. mars.

„Þá helgi er einnig Hönn­un­ar­m­ars í full­um gangi og mik­ið um að vera,“seg­ir Ág­ústa en hún von­ast til að Fashi­on with Fla­vor verði að ár­viss­um við­burði og vett­vangi fyr­ir hönn­uði til að kynna vör­ur sín­ar. Panta þarf borð fyr­ir hverja sýn­ingu og bend­ir Ág­ústa á Foss­hót­el á hverj­um stað. Nán­ar má fylgj­ast með Fashi­on with Fla­vor á Face­book.

MYND/ARF­LEIFÐ

Fashi­on with Fla­vor snýst um að sýna hvernig gjör­nýta megi hrá­efn­ið.

Banda­ríska vef­tíma­rit­ið Bull­etMagaz­ine í New York mun fylgj­ast með sýn­ing­unni.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.