Heilsu­hót­el Ís­lands

Heilsu­hót­el Ís­lands er regn­hlíf fyr­ir þá sem eru að vinna að lífs­stíls­breyt­ing­um. Ár­ið 2011 verð­ur frá­bært.

Fréttablaðið - FÓLK - - Forsíða -

Það er skoðun mín, í ljósi að­stæðna á Íslandi, að stjórn­end­ur og starfs­menn sem vinna að vel­ferð og upp­bygg­ingu þurfi að vera vel vak­andi yf­ir stöðu og að­stæð­um starfs­manna. Sér­stak­lega á þetta við um þess­ar mund­ir þeg­ar álag á fjöl­skyld­ur og ein­stak­linga eykst jafnt og þétt. Þeg­ar fólk er kom­ið í öngstræti er oft nauð­syn­legt að gera rót­tæk­ar breyt­ing­ar á líf­inu, en þá vant­ar oft stuðn­ing­inn til að kom­ast af stað.

Því mið­ur eru marg­ir sem þyrftu mest á slíkri lausn að halda oft illa stadd­ir fjár­hags­lega og því lán að hjá vel flest­um stétt­ar­fé­lög­um hafa ein­stak­ling­ar að­gengi að sjúkra- og or­lofs­sjóð­um sem styrkja fólk til heilsu­efl­ing­ar og að breytt­um lífstíl. Heilsudvöl á Heilsu­hót­el­inu býðst í hverj­um mán­uði sem tveggja vikna með­ferð en einnig er mögu­legt að nýta hót­el­ið og þjón­ustu þess yf­ir helgi til hvíld­ar og slök­un­ar. Næsta heilsu­nám­skeið er 11.–25. mars en síð­an 15.– 29. apríl sem nær þá yf­ir pásk­ana. Flest stétt­ar­fé­lög, sjúkra– og fræðslu­sjóð­ir styðja við fé­lags­menn vegna lífs­stíls­breyt­inga og fræðslu á hót­el­inu. Þá eru fé­lög að hug­leiða að bjóða upp á dvöl á hót­el­inu sem tæki­færi til or­lofs­dval­ar en hót­el­ið er op­ið allt sumar­ið.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.