Áhugi á tauþrykki eykst

Kúnst­in að þrykkja lit á efni svo úr verði lista­verk eða nytja­hlut­ur vefst ekki fyr­ir Soffíu Mar­gréti Magnús­dótt­ur, skóla­stjóra Heim­il­is­iðn­að­ar­skól­ans. Hér seg­ir hún frá að­ferð­un­um í stuttu máli.

Fréttablaðið - FÓLK - - Forsíða -

„Tauþrykk opn­ar ýmsa mögu­leika í hönn­un. Hægt er að þrykkja mynstur eða texta á glugga­tjöld, dúka, hús­gagna­áklæði eða fata­efni og eins er gam­an að skreyta fullsaum­að­ar flík­ur með því,“seg­ir Soffía Mar­grét Magnús­dótt­ir þeg­ar hún er spurð út í nyt­semi tauþrykks. Hún er skóla­stjóri Heim­il­is­iðn­að­ar­skól­ans og held­ur þar nám­skeið í þess­ari grein sem hún finn­ur vax­andi áhuga á í sam­fé­lag­inu. „Lista­há­skól­inn er far­inn að sinna tauþrykki mun meira en áð­ur og í tex­tíl­deild FB erum nem­end­ur að fást við það líka,“lýs­ir hún.

Tauþrykk get­ur ver­ið tvenns kon­ar að sögn Soffíu Mar­grét­ar; með út­skorn­um stimpl­um eða svo­kall­að silki­þrykk, sem er meiri kúnst. Þar nýt­ast tölvurn­ar til að út­færa svart/ hvít mynstur sem síð­an eru prent­uð út og sett á glær­ur. Glær­urn­ar eru lagð­ar á ramma með silki­efni eða po­lýester sem fram­köll­un­ar­vökva hef­ur ver­ið smurt á. Háfjalla­ljósa­per­ur eru lagð­ar að glær­unni í þrjár mín­út­ur og þar sem svarta mynstr­ið var á henni fer ljós­ið ekki í gegn en ann­að skol­ast í burtu und­ir kran­an­um. Þar verð­ur greið leið fyr­ir lit­inn sem bor­inn er á ramm­ann og sér­stök áhöld eru not­uð til að þrýsta í gegn.

En þarf ekki mik­ið pláss til að fást við þessa iðju? „Nei, nei. Það er hægt að vinna við tauþrykk á eld­hús­borð­inu heima ef vilji er fyr­ir hendi,“seg­ir Soffía Mar­grét.

FRÉTTABLAЭIÐ/GVA

Soffía Mar­grét lærði tex­tíl­hönn­un við Semin­ariet for kunst og hånd­værk í Dan­mörku. Hér er hún með áhöld sem not­uð eru við silki­þrykk.

Hér hef­ur Soffía Mar­grét not­að sama ramm­ann aft­ur og aft­ur og út­kom­an er þessi flotti lö­ber.

Soffía Mar­grét Magnús­dótt­ir og tauþrykk sem hún fæst við.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.