Troða risasnjóst­ökkpall

Fréttablaðið - FÓLK - - Forsíða -

Hóp­ur á veg­um eins stærsta fram­leið­and­ans í skíða­kvik­mynd­um, Tet­on Gra­vity Rese­arch, dvel­ur um þess­ar mund­ir á Íslandi við upp­tök­ur á næstu skíða­mynd sinni sem fer í sýn­ing­ar í Banda­ríkj­un­um nú í haust. Upp­tök­ur fara með­al ann­ars fram á Trölla­skaga á Norð­ur­landi og af því til­efni er ver­ið að byggja stærsta stökkpall úr snjó sem hlað­inn hef­ur ver­ið á Íslandi. Pall­ur­inn verð­ur 15 metra hár og 70 metra lang­ur og er í 1000 metra hæð ut­an í fjall­inu Kald­bak en snjótroð­ari úr Hlíð­ar­fjalli er nýtt­ur í verk­ið.

„Þetta verð­ur heil­mik­il aug­lýs­ing fyr­ir Ís­land,“seg­ir Jök­ull Berg­mann hjá Berg­mönn­um Fjalla­leið­sögu­mönn­um. Jök­ull og Berg­menn eru með­al þeirra sem að­stoða hóp­inn en marg­ir koma að verk­inu, með­al ann­ars In­spired by Ice­land átak­ið, Icelanda­ir, Flug­fé­lag Ís­lands, Akur­eyr­ar­bær og fleiri.

„Skíða­kvik­mynd­ir sem þess­ar ná til fleiri millj­óna heim­ila í Banda­ríkj­un­um auk þess sem þessi mynd verð­ur tek­in til sýn­ing­ar í kvik­mynda­hús­um vest­an­hafs,“seg­ir Jök­ull og út­skýr­ir að mynd­ir sem þess­ar sýni garpa skíða nið­ur þver­hnípt fjöll, stökkva fram af klett­um og leika list­ir. Tök­ulið­inu fylg­ir mik­ill bún­að­ur en mynd­að er úr þyrlu og frá mörg­um sjón­ar­horn­um. „Þeir upp­götv­uðu þetta skíða­svæði í gegn­um Youtu­be en þar er­um við hjá Berg­mönn­um með mynd­band­ið Arctic Heli Ski­ing sem sýn­ir ís­lenska fjalla- og þyrlu­skíða­mennsku. Skemmst er frá því að segja að þeir heill­uð­ust upp úr skón­um,“seg­ir Jök­ull. „Okk­ur veit­ir ekki af því að fá er­lenda ferða­menn hing­að til lands yf­ir vetr­ar­tím­ann líka. Þetta mun hjálpa til við það.“

MYND/GUÐMUNDUR TÓMASSON

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.