Afríka tog­ar í mig

Heim­sókn­ir í skóla fyr­ir mun­að­ar­laus börn og æv­in­týra­ferð­ir um fjöll og þjóð­garða þar sem villt dýr ganga óhindr­uð seiða Jó­hönnu Finn­boga­dótt­ur banka­starfs­mann aft­ur og aft­ur til Afríku.

Fréttablaðið - FÓLK - - Forsíða -

Jó­hanna Finn­boga­dótt­ir á að baki fjór­ar ferð­ir til Afríku. Þar hef­ur hún með­al ann­ars fylgst með upp­bygg­ingu Norð­manna á skóla fyr­ir mun­að­ar­laus­börn í Svasílandi og bor­un eft­ir vatni fyr­ir skól­ann og íbúa í ná­grenni hans. „Fólk kem­ur að brunn­in­um alls stað­ar frá, enda þurfti að bora djúpt eft­ir vatn­inu en það er hreint og ferskt,“seg­ir hún.

Eyðni þjak­ar marga í Svasílandi og þjóð­inni hef­ur fækk­að um 300.000 manns á nokkr­um ár­um að sögn Jó­hönnu. „Fjöldi barna býr hjá afa og ömmu eða vanda­lausu fólki og nýt­ur ekki skóla­göngu því hún kost­ar 60 krón­ur á dag,“seg­ir Jó­hanna. Hún seg­ir um 70 börn í norska skól­an­um, á aldr­in­um núll til sex ára, og bend­ir á frek­ari lýs­ing­ar á starfi hans á síð­unni www. swazi­hjelpen.no/

Jó­hanna hef­ur nýtt ferð­ir sín­ar til Svasí­lands til að skoða sig líka um í Mó­sam­bík og Suð­ur-Afríku. Í Suð­ur-Afríku fór hún með­al ann­ars upp í Dreka­fjöll og einnig heim­sótti hún risa­stór­an þjóð­garð. „Kru­ger­þjóð­garð­ur­inn er 380 kíló­metr­ar á lengd og 180 km á breidd. Þar keyrði ég um í tólf tíma með norskri vin­konu, inn­an um fíla, nas­hyrn­inga og önn­ur villt dýr sem var geysi­lega gam­an að sjá í sínu rétta um­hverfi. Ger­ólíkt því að fara í dýra­garð,“seg­ir hún. „Úr gisti­hús­inu Ri­ver Hou­se sem er við ána Crocodile er frá­bært út­sýni yf­ir hluta garðs­ins og þar get­ur starfs­fólk­ið út­veg­að bæði bíl og bíl­stjóra til að keyra um garð­inn. Slóð­in er http://www.ri­ver­hou­se.co.za/ ef fólk vill kynna sér þetta. Svo fór­um við vin­kon­urn­ar til Höfða­borg­ar og bjugg­um þar á ynd­is­legu gisti­heim­ili sem full­orð­in kona sem heit­ir Lily rek­ur og vill allt fyr­ir mann gera. Það heit­ir Cape Victoria Gu­est­hou­se og er með síð­una www. capevictor­ia.co.za.“

Sp­urn­ing­unni hvort hún hyggi á fleiri Afríku­ferð­ir svar­ar Jó­hanna ját­andi. „Ég á ör­ugg­lega eft­ir að fara oft­ar. Afríka tog­ar alltaf í mig.“

Jó­hanna með Dreka­fjöll­in í Suð­ur-Afríku í bak­sýn.

Úti­mál­tíð við norska skól­ann í Svasílandi þeg­ar hann var vígð­ur 2007.

Ri­ver Hou­se er gisti­hús á besta stað við Kru­ger-þjóð­garð­inn í Suð­ur-Afríku.

Ka­melljón á hand­ar­baki Jó­hönnu er að breyt­ast úr grænu í brúnt.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.