Cl­ar­ins not­ar ís­lenskt kál

Franski snyrti­vör­uris­inn Cl­ar­ins not­ar ís­lenskt skarfa­kál í nýtt and­lit­skrem. Ís­lend­ing­ar hafa lengi not­að skarfa­kál sér til heilsu­bót­ar

Fréttablaðið - FÓLK - - Forsíða -

Ís­lenskt skarfa­kál eða Cochle­aria er ein þriggja jurta sem ný and­lit­skrem frá Cl­ar­ins, inni­halda. Sér­fræð­ing­ar Cl­ar­ins leita uppi harð­ger­ar plönt­ur um all­an heim til að nýta eig­in­leika þeirra í snyrti­vör­ur, þar á með­al á Íslandi. Skarfa­kál­ið er sagt hægja á öldrun húð­ar­inn­ar en krem­in eru ætl­uð 50 ára og eldri.

„ Li­o­nel de Benetti, fram­kvæmda­stjóri rann­sókna­stofa og vöru­stjórn­un­ar Cl­ar­ins, rakst á jurtina við göngu­stíg á ferð sinni um Ís­land. Hann komst að því að skarfa­kál­ið var ein af fyrstu jurt­un­um til að nema land í Surts­ey, ár­ið 1965 og þar með skapa nýtt líf,“út­skýr­ir Benjam­in Vou­ard, fram­kvæmda­stjóri þjálf­un­ar hjá Cl­ar­ins.

Li­o­nel heill­að­ist af þeim eig­in­leik­um skarfa­káls­ins að þríf­ast í harð­ger­um jarð­vegi og lofts­lagi og efna­greindi jurtina. „Við kom­umst að því að skarfa­kál örv­ar virkni pró­tínsam­einda og haml­ar bind­ingu pró­tína við syk­ursam­eind­ir og haml­ar þannig öldrun fruma. Cl­ar­ins fékk einka­leyfi á notk­un skarfa­káls­ins og rækt­ar það á rann­sókna­stofu í Frakklandi,“seg­ir Benjam­in enn frem­ur.

Skarfa­kál­ið er af kross­blóma­ætt og vex víða með­fram strönd­um lands­ins. Ís­lend­ing­ar hafa not­að skarfa­kál um ald­ir sér til heilsu­bót­ar, með­al ann­ars við skyr­bjúg en jurtin er rík af Cvíta­míni. „Skarfa­kál er einnig tal­ið gott við ýms­um kvill­um eins og gigt, bjúg, og ýms­um húð­sjúk­dóm­um,“seg­ir á Vís­inda­vef Há­skóla Ís­lands.

„Við Ís­lend­ing­ar þekkj­um þessa jurt vel,“seg­ir Margit Elva Ein­ars­dótt­ir, þjálf­ari hjá Cl­ar­ins á Íslandi. „Nú hef­ur Cl­ar­ins sýnt fram á að það hjálp­ar til við að end­ur­heimta ljóma húð­ar­inn­ar. Nýj­ustu kann­an­ir sýna að sjá­an­leg­ur mun­ur er á húð­inni eft­ir 10 daga notk­un krems­ins,“seg­ir Margit og lík­ir húð­inni við tenn­is­spaða til að út­skýra virkn­ina.

„Þeg­ar húð­in er ung er hún stinn og þétt eins og nýr tenn­is­spaði. Við notk­un slakna þræð­irn­ir í spað­an­um og eins er með húð­ina hún tap­ar þétt­leika með aldr­in­um. Efn­in í skarfa­kál­inu ásamt hinum jurt­un­um í krem­inu, Walt­her­ia og Spergul­aria, þétta innra lag húð­ar­inn­ar og hrukk­ur grynnka.“

Vital Lig­ht-krem­in eru ný á mark­aðn­um hér á landi. Benjam­in tek­ur fram að rann­sókna­stofa Cl­ar­ins hafi vott­un franska heil­brigðis­eft­ir­lits­ins fyr­ir gott starf.

„Cl­ar­ins hef­ur ver­ið óum­deil­an­leg­ur leið­togi í snyrti­vöru­heim­in­um í Evr­ópu í yf­ir 20 ár sér í lagi í þró­un snyrti­vara sem vinna gegn öldrun húð­ar­inn­ar,“seg­ir hann einnig.

FRÉTTABLAЭIÐ/GVA

Margit Elva Ein­ars­dótt­ir, þjálf­ari hjá Cl­ar­ins, seg­ir krem­in fá góða dóma.

Skarfa­kál­ið er af kross­blóma­ætt og vex víða með­fram strönd­um lands­ins.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.