Eina pylsu­búð Ís­lands

Horn­ið þar sem Hrísa­teig­ur mæt­ir Lauga­læk hef­ur breyst í sæl­kera­torg. Ásamt 10-11 eru þar baka­rí­ið Korn­ið, bænda­versl­un­in Frú Lauga, Ís­búð­in á Lauga­læk og nú hef­ur Pylsu­meist­ar­inn bæst við.

Fréttablaðið - FÓLK - - Forsíða -

Þær eru kennd­ar við ótal lönd pyls­urn­ar sem kjöt­meist­ar­inn Sigurður Har­alds­son fram­leið­ir og sel­ur, ásamt sam­býl­is­konu sinni Ewu Berna­detu Kromer, í Pylsu­meist­ar­an­um að Hrísa­teigi 47. Þó eru þær all­ar ís­lensk­ar. „Við not­um upp­skrift­ir frá Þýskalandi, Ítal­íu, Frakklandi, Póllandi, Dan­mörku, Ung­verjalandi og víð­ar. Ger­um þetta allt á gamla mát­ann og not­um ekk­ert hveiti, kart­öfl­umjöl eða soja,“seg­ir Sigurður. Kveðst nær ein­ung­is nota kjöt, krydd og salt í sín­ar vör­ur og snið­ganga auka­efni. En hvað að­grein­ir þá pyls­urn­ar hverja frá ann­arri? „Það er kjöt­inni­hald­ið og með­höndl­un­in, enda er mjög mis­mun­andi verk­un á þeim,“út­skýr­ir meist­ar­inn. „Ef fólk vill eitt­hvað öðru­vísi en það venju­lega þá er það hérna,“bæt­ir hann við.

Pylsu­meist­ar­inn er fyrsta versl­un sinn­ar teg­und­ar á Íslandi en Sigurður hef­ur rek­ið kjötvinnsl­una Kjöt­pól und­an­far­in ár og ver­ið með vör­ur sín­ar í Pólsku búð­inni í Breið­holti og í Mela­búð­inni.

En það er fleira að finna í Pylsu­meist­ar­an­um en pyls­ur, með­al ann­ars lúx­us­skinku, lifr­arkæfu, hreint nauta­hakk og svíns­s­íð­ur sem hægt er að hengja upp og skera af þeg­ar hent­ar. Ang­an­in í versl­un­inni er ljúf og úr­val­ið tæl­andi.

Chorizo spænsk­ar pyls­ur. Veiðipyls­ur pólsk­ar. Ömm­u­lund, sölt­uð og heitreykt svína­lund sem skerst þunnt. Steikar­pyls­ur frá Póllandi. Br­at­hwurst þýsk­ar, góð­ar af pönn­unni. Ka­banosse, ít­alsk­ar pyls­ur er smakk­ast vel með osti. Slim Jims, am­er­ísk­ar...

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.