Jap­ansk­ir dag­ar á veit­inga­stað 101 Hót­els

Japönsk nest­is­box öðl­ast nýja merk­ingu í með­för­um Gunn­vants Ár­manns­son­ar, yfir­kokks 101 Hót­els. Box­ið er part­ur af japönsk­um mat­seðli sem boð­ið verð­ur upp á um helg­ina.

Fréttablaðið - FÓLK - - Forsíða -

Jap­an­ar og Ís­lend­ing­ar eru eyþjóð­ir sem sækja mik­ið af sinni björg úr djúp­un­um. Þó virð­ast Jap­an­ar hafa ver­ið tölu­vert lunkn­ari gegn­um tíð­ina við að gera eitt­hvað góm­sætt úr sínu sjáv­ar­fangi. Á með­an Jap­an­ar lærðu að töfra fram ótrú­leg­ustu rétti gerðu súrsun og aðr­ar ís­lensk­ar hefð­ir lít­ið til að bæta bragð hrá­efn­is­ins. En það er aldrei of seint að læra.

Á veit­inga­stað 101 Hót­els verða jap­anskri mat­ar­gerð­arlist gerð góð skil dag­ana 10. til 13. mars. Þetta er í ann­að sinn sem japönsk áhrif leggja und­ir sig eld­hús­ið, en í fyrra mæld­ist til­brigð­ið af­ar vel fyr­ir. „Síð­ast feng­um við jap­anska kokk­inn Akira Okada til liðs við okk­ur og var hon­um af­ar vel tek­ið,“seg­ir Gunn­vant Ár­manns­son, yfir­kokk­ur á 101 Hót­eli. „Við feng­um svo fjölda áskor­ana í ár að end­ur­taka leik­inn og hafa aft­ur jap­anska daga. Við höf­um ákveð­ið að verða við því og höf­um sett sam­an mat­seð­il með japönsk­um rétt­um.“

Bento­box­ið er einn af upp­á­halds­rétt­um Gunn­vants. „Bento­box­ið var upp­haf­lega jap­anskt nest­is­box. Því er skipt í minni hólf og hýs­ir hvert hólf sinn rétt,“seg­ir Gunn­vant. „Þess­ir rétt­ir geta ver­ið hvað sem er. Sus­hi, tempura-rétt­ir, núðlur, shiitaki-svepp­ir, eða hvað­eina sem kokk­in­um dett­ur í hug.“ Mat­seð­ill­inn er eft­ir­far­andi: Eda­mame með sjáv­ar­salti. Misosúpa með engi­fer, tofu og spínati. Nauta­taki með shiita­ke­svepp­um. Mjúkskelja­krabbi tempura með ses­am­steikt­um núðl­um. Bento­box með rækju og mangó öf­ugrúllu, lúðu nig­iri, spicy surimi hosomaki, laxa sashimi. Græn­tes- og engi­fer-ostakaka með ávaxta­sal­ati og plómus­írópi.

Bento­box­ið er jafn­an á mat­seðl­in­um á 101 í tveim­ur út­gáf­um. Eitt minna sem boð­ið er upp á í há­deg­inu og ann­að stærra á kvöld­in. „Við völd­um vel í það fyr­ir helg­ina svo það gefi lít­ils hátt­ar yf­ir­sýn yf­ir jap­anska mat­ar­gerðalist. Ég lofa því að eng­inn verð­ur svik­inn af því.“

Borðap­ant­an­ir á 101 Hót­eli fara fram í síma 5800-101 og von­ast Gunn­vant eft­ir að sem flest­ir komi og kynni sér jap­anska mat­ar­gerð­arlist á 101 Hót­eli næstu daga.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.