Stærsta þrek­mót lands­ins

Þrek­mót­ið Lífs­stíls­meist­ar­inn fer fram í dag. Tæp­lega 400 kepp­end­ur eru skráð­ir til leiks og berj­ast um titil­inn hraust­asti karl og hraust­asta kona Ís­lands. Áhorf­end­ur eru vel­komn­ir og er ókeyp­is inn.

Fréttablaðið - FÓLK - - Forsíða -

Lífs­stíls­meist­ar­inn fer fram í Íþrótta­hús­inu við Sunnu­braut í Reykja­nes­bæ í dag í þriðja sinn. Þetta er fyrsta mót af fjór­um í EAS-þrek­mótaröð­inni ár­ið 2011 og munu sig­ur­veg­ar­ar mótarað­ar­inn­ar hljóta titil­inn hraust­asti karl og hraust­asta kona Ís­lands 2011.

Fjöldi þátt­tak­enda hef­ur auk­ist ár frá ári og er mót­ið stærsta þrek­mót sem hald­ið hef­ur ver­ið á Íslandi. „Lífs­stíls­meist­ar­inn hef­ur alltaf ver­ið stærsta þrek­mót á land­inu. Þátt­tak­end­ur hafa þó aldrei ver­ið fleiri en í ár eða 384. Fyrsta ár­ið voru þeir 209,“seg­ir Vik­ar Sig­ur­jóns­son, fram­kvæmda­stjóri keppn­inn­ar, en keppt verð­ur á fjór­faldri keppn­is­braut og kepp­end­ur ræst­ir á sjö mín­útna fresti til að mæta þess­ari auknu þátt­töku.

Þátt­tak­end­ur koma alls stað­ar að af land­inu, með­al ann­ars frá Reykja­nes­bæ, Ól­afs­vík, Akur­eyri, Akra­nesi, Sel­fossi, Laug­ar­vatni og Vest­manna­eyj­um auk allra helstu lík­ams­rækt­ar­stöðva á höf­uð­borg­ar­svæð­inu. Einnig keppa lið frá fyr­ir­tækj­um, svo sem frá Mar­el og Öss­uri. Einn kepp­andi kem­ur frá Bretlandi, Lloyd Millichap, en þetta er í ann­að sinn sem Breti kem­ur til Ís­lands til að keppa í Lífs­stíls­meist­ar­an­um.

„Þetta er mik­ið til sami kjarn­inn sem kepp­ir milli ára. Fólk byrj­ar oft í liða­keppni og kepp­ir svo í ein­stak­lingn­um næsta ár. Þetta eru grein­ar sem hægt er að æfa á lík­ams­rækt­ar­stöðv­um svo keppn­in hent­ar breið­um hópi fólks,“seg­ir Vik­ar en alls verð­ur keppt í tíu grein­um eins og bekkpressu, hlaup­um og upp­set­um svo eitt­hvað sé nefnt. Keppt er í ein­stak­lingskeppn­i, para- og liða­keppni bæði karla og kvenna og í tveim­ur ald­urs­flokk­um, und­ir 39 ára og 39 ára og eldri.

„Keppn­in hefst klukk­an níu og við reikn­um með að verð­launa­af­hend­ingu verði lok­ið um klukk­an 15. Áhorf­end­ur er vel­komn­ir en það er frítt inn í boði Lands­bank­ans. Und­an­far­in ár hef­ur keppn­in ver­ið mjög vin­sæl af áhorf­end­um og bekk­irn­ir fyll­ast hratt.“

Með­al ís­lenskra kepp­enda sem hægt verð­ur að fylgj­ast með í dag eru Annie Mist Þóris­dótt­ir sem hreppti 2. sæt­ið í Cross­Fit Ga­mes Heims­leik­un­um ár­ið 2010, Kristjana Hild­ur Gunn­ars­dótt­ir, marg­fald­ur þrek­meist­ari, Svein­björn Svein­björns­son, sem einnig er marg­fald­ur þrek­meist­ari og Cross­Fit-meist­ari, ásamt fjölda íþrótta­manna og hvers­dags­hetja á öll­um aldri sem eru að keppa í fyrsta sinn.

Hin þrjú mót EAS-þrek­mótarað­ar­inn­ar eru Cross­Fit-leik­arn­ir 28. maí, BootCamp-keppn­in 26. ág­úst og 5x5 áskor­un­in í Vest­manna­eyj­um 15. októ­ber.

Fram­hald af for­síðu en þetta er henn­ar gull­trygga leið til að hitta af­kom­end­ur sína,“seg­ir Villi sem eft­ir pönnu­köku­át og kindakæfu ger­ist oft­ar en ekki ferða­gl­að­ur.

„ Mér finnst mjög gam­an að klæða mig í hlý föt og keyra Land Ro­ver­inn minn um land­ið, ekki síst í miklu fann­fergi, og alltaf gam­an að festa sig. Ég kalla hann McM­an­us eft­ir sál­ug­um að­al­leik­ara Tagg­arts, og finnst nota­legt að láta mér verða kalt í bíln­um, en fer líka mik­ið í skot­veiði þeg­ar það má,“seg­ir Villi sem fer ekki var­hluta af sjálf­um sér í fjöl­miðl­um um helg­ar.

„Litli strák­ur­inn minn kýs oft­ast morg­un­stund­ina á Stöð 2 fram yf­ir Sjón­varp­ið svo ég er orð­inn van­ur því að dotta með hon­um yf­ir sjálf­um mér á skján­um. Svo hlusta ég stöku sinn­um á spurn­inga­þátt minn á Rás 2 á sunnu­dög­um, því ég hef yndi af gagns­laus­um, skemmti­leg­um upp­lýs­ing­um, eins og því að kol­krabb­ar hafa þrjú hjörtu.“

MYND/EIÐUR ÖRN EYJ­ÓLFS­SON

Tek­ið hraust­lega á en met­þátt­taka verð­ur á mót­inu í dag.

Þétt set­inn bekk­ur á áhorf­endapöll­um.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.